Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Daniel Defoe?

Stella Soffía Jóhannesdóttir

Daniel Defoe (1660-1731) var enskur rithöfundur og blaðamaður. Hann var afar afkastamikill og gaf út fjölda blaðagreina, bæklinga og bóka um ýmis málefni, svo sem stjórnmál, trúmál og glæpi. Hann var einnig frumkvöðull á sviði viðskiptablaðamennsku. Hann þótti oft óvæginn í greinaskrifum sínum, jafnvel harðsvíraður.

Defoe var vel menntaður og gat hrifið fólk með skrifum sínum en í skoðunum var hann dálítið á skjön við samtíma sinn. Hann kaus að standa utan kirkjunnar og skoðanir hans og afskipti af stjórnmálum komu honum stundum illa.

Defoe starfaði á mörgum sviðum og lifði heldur viðburðaríku lífi. Hann lagði stund á kaupmennsku, var um tíma njósnari fyrir ríkisstjórnina auk þess sem hann sinnti ritstörfum, bæði sem blaðamaður og rithöfundur.

Defoe giftist Mary Tuffley árið 1684 og eignuðust þau hjónin átta börn. Hann ferðaðist víða um Evrópu. Var iðullega skuldum vafinn og varð gjaldþrota og lenti í skuldafangelsi. Hann var jafnframt ákærður fyrir níð og þurfti að dúsa í gapastokknum í þrjá daga. Reyndar segir sagan að Defoe hafi verið svo vinsæll að almenningur kastaði til hans blómum á meðan á dvölinni í gapastokknum stóð.

Frægastur er Daniel Defoe fyrir bókina Róbinson Krúsó (e. Robinson Crusoe) sem kom út árið 1719. Sú bók er jafnan talin vera ein af fyrstu skáldsögunum þar sem lesandinn getur sett sig í spor raunsæislegrar söguhetju í trúverðugri atburðarás. Um Róbinson Krúsó hefur verið fjallað ítarlega hér á Vísindavefnum í svari Ulriku Andersen við spurningunni: Hvar er talið að skáldsagan Róbinson Krúsó gerist?

Önnur vinsæl bók eftir Defoe segir frá ævintýrakvendinu Moll Flanders (1722) og skrautlegu lífshlaupi hennar. Þótt Moll Flanders sé ef til vill síst til eftirbreytni fær lesandinn samúð með henni. Gerð hefur verið bíómynd eftir sögunni um Moll Flanders en bókin Róbinson Krúsó hefur einnig verið kvikmynduð nokkrum sinnum.

Róbinson Krúsó er eina bókin eftir Daniel Defoe sem hefur verið þýdd á íslensku.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

16.7.2008

Spyrjandi

Brynja Sigþórsdóttir

Tilvísun

Stella Soffía Jóhannesdóttir. „Hver var Daniel Defoe?“ Vísindavefurinn, 16. júlí 2008, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=26974.

Stella Soffía Jóhannesdóttir. (2008, 16. júlí). Hver var Daniel Defoe? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=26974

Stella Soffía Jóhannesdóttir. „Hver var Daniel Defoe?“ Vísindavefurinn. 16. júl. 2008. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=26974>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Daniel Defoe?
Daniel Defoe (1660-1731) var enskur rithöfundur og blaðamaður. Hann var afar afkastamikill og gaf út fjölda blaðagreina, bæklinga og bóka um ýmis málefni, svo sem stjórnmál, trúmál og glæpi. Hann var einnig frumkvöðull á sviði viðskiptablaðamennsku. Hann þótti oft óvæginn í greinaskrifum sínum, jafnvel harðsvíraður.

Defoe var vel menntaður og gat hrifið fólk með skrifum sínum en í skoðunum var hann dálítið á skjön við samtíma sinn. Hann kaus að standa utan kirkjunnar og skoðanir hans og afskipti af stjórnmálum komu honum stundum illa.

Defoe starfaði á mörgum sviðum og lifði heldur viðburðaríku lífi. Hann lagði stund á kaupmennsku, var um tíma njósnari fyrir ríkisstjórnina auk þess sem hann sinnti ritstörfum, bæði sem blaðamaður og rithöfundur.

Defoe giftist Mary Tuffley árið 1684 og eignuðust þau hjónin átta börn. Hann ferðaðist víða um Evrópu. Var iðullega skuldum vafinn og varð gjaldþrota og lenti í skuldafangelsi. Hann var jafnframt ákærður fyrir níð og þurfti að dúsa í gapastokknum í þrjá daga. Reyndar segir sagan að Defoe hafi verið svo vinsæll að almenningur kastaði til hans blómum á meðan á dvölinni í gapastokknum stóð.

Frægastur er Daniel Defoe fyrir bókina Róbinson Krúsó (e. Robinson Crusoe) sem kom út árið 1719. Sú bók er jafnan talin vera ein af fyrstu skáldsögunum þar sem lesandinn getur sett sig í spor raunsæislegrar söguhetju í trúverðugri atburðarás. Um Róbinson Krúsó hefur verið fjallað ítarlega hér á Vísindavefnum í svari Ulriku Andersen við spurningunni: Hvar er talið að skáldsagan Róbinson Krúsó gerist?

Önnur vinsæl bók eftir Defoe segir frá ævintýrakvendinu Moll Flanders (1722) og skrautlegu lífshlaupi hennar. Þótt Moll Flanders sé ef til vill síst til eftirbreytni fær lesandinn samúð með henni. Gerð hefur verið bíómynd eftir sögunni um Moll Flanders en bókin Róbinson Krúsó hefur einnig verið kvikmynduð nokkrum sinnum.

Róbinson Krúsó er eina bókin eftir Daniel Defoe sem hefur verið þýdd á íslensku.

Heimildir:

Myndir:...