Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Það er erfitt að svara þessari spurningu. Hlátur getur bæði verið sjálfrátt og ósjálfrátt viðbragð. Til dæmis getum við hlegið ef okkur langar til. Sumir stunda meðal annars svonefnt hláturjóga. Það er hins vegar ósjálfráða viðbragðið sem er erfiðara viðfangs.
Flestar kenningar um hlátur fjalla um tvennt:
Að hlátur sé tjáning á yfirburðum okkar gagnvart öðrum, til dæmis keppinautum okkar.
Að við hlæjum vegna einhvers konar ósamræmis, til dæmis vegna rökleysu í tungumálinu.
Ungversk-breski sálfræðingurinn Arthur Koestler smíðaði kenningu sem samræmir þessar tvær. Koestler taldi að hlátur spretti fyrst og fremst af árekstri ólíkra orðræðna.
Orðaleikir og útúrsnúningar eru gott dæmi um þennan árekstur orðræðna. Í svari Unnars Árnasonar við spurningunni Hvað er hlátur og af hverju hlæjum við?, sem þetta svar byggir einmitt á, er tekið dæmi um þennan árekstur með því að greina einfaldan brandara sem hljóðar svona:
Af hverju opna Hafnfirðingar alltaf mjólkurfernur úti í búð?
Vegna þess að það stendur „Opnist hér“ á þeim.
Greining Unnars er á þessa leið:
Orðið „hér“ á sér tvær mögulegar merkingar eftir orðræðum, annars vegar þeirri sem fylgir félagslega gjörningnum að fara í búð, að vera „hér“ í búðinni, hinsvegar orðræðu fernunnar sjálfrar, „hér“ er þá flipinn á fernunni sem við opnum með. „Hér“ er hlekkurinn sem tengir orðræðurnar saman, árekstrarpunkturinn. „Opnist hér“ verður að tveimur setningum, önnur lesin í búðinni, hin heima í eldhúsi.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.