Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er hálsrígur og hvað orsakar hann?

Þórdís Kristinsdóttir

Hálsrígur lýsir sér helst sem verkur og stífni í hálsi, sem oft fylgja erfiðleikar við að snúa eða hreyfa höfuðið. Ekki er til nein ákveðin læknisfræðileg skilgreining á hálsríg þar sem hugtakið getur haft ólíka merkingu fyrir einstaklingum. Fólk fær helst hálsríg eftir að hafa haft hálsinn í óþægilegri stöðu í lengri tíma og stafar hann þá líklegast af vöðvaþreytu. Þetta gerist oftast vegna venjulegra starfa, til dæmis ef bograð er lengi yfir skrifborð, ef unnið er við tölvuskjá sem er of hátt eða of lágt stilltur eða eftir að hafa lesið lengi, horft á sjónvarp eða sofið í óþægilegri stellingu.

Sérfræðingar eru ekki sammála um það hvað veldur hálsríg. Sumir telja hann vera vegna vöðvakrampa en verkurinn gæti einnig stafað af gigt í hálsi, verið tengdur liðþófum milli hálshryggjarliða eða verið vegna vandamála í einhverjum þeirra fjögurra liðamóta sem eru milli hryggjarliða. Vöðvakrampi er algengasta orsök meðal yngri einstaklinga en gigt og minnkuð hreyfigeta hjá þeim sem eldri eru.


Hálsrígur lýsir sér helst sem verkur eða stífni í hálsi.

Meðferð við vægari tilfellum felst í að hætta tímabundið þeim athöfnum sem valda hálsrígnum og kæla eða hita auma svæðið. Gott er að teygja varlega á hálsinum með hægum æfingum þar sem höfuðið er fært fram og aftur eða í hringi og jafnvel nudda auma svæðið varlega. Einnig má taka verkjalyf sem seld eru í lausasölu, svo sem íbúprófen (Íbúfen), en oftast hverfur verkurinn af sjálfu sér.

Verkur í hálsi getur verið viðvarandi, en þá er ekki endilega talað um hálsríg í sama skilningi. Oft finnst ekki ákveðin ástæða fyrir sársaukanum en stundum má greina orsök. Verkurinn getur þá til dæmis stafað af beinþynningu, hryggskekkju, meiðslum eftir slys eða klemmdri taug í hálsi vegna gúlps á liðþófa milli hálshryggjarliða, en í einstaka tilfellum stafar hann af æxli eða sýkingu. Ef verkur í hálsi hefur varað lengi án þess að lagast skal ráðfæra sig við lækni eða sjúkraþjálfara. Meðferð fer eftir eðli og orsök verkjarins en felst oftast í verkjalyfjagjöf, hnykkingum, markvissri vöðvaþjálfun og sjúkraþjálfun.

Heimild:

Mynd:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

26.8.2011

Spyrjandi

Þorvaldur Þór Þorvaldsson

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað er hálsrígur og hvað orsakar hann?“ Vísindavefurinn, 26. ágúst 2011, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51724.

Þórdís Kristinsdóttir. (2011, 26. ágúst). Hvað er hálsrígur og hvað orsakar hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51724

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað er hálsrígur og hvað orsakar hann?“ Vísindavefurinn. 26. ágú. 2011. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51724>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er hálsrígur og hvað orsakar hann?
Hálsrígur lýsir sér helst sem verkur og stífni í hálsi, sem oft fylgja erfiðleikar við að snúa eða hreyfa höfuðið. Ekki er til nein ákveðin læknisfræðileg skilgreining á hálsríg þar sem hugtakið getur haft ólíka merkingu fyrir einstaklingum. Fólk fær helst hálsríg eftir að hafa haft hálsinn í óþægilegri stöðu í lengri tíma og stafar hann þá líklegast af vöðvaþreytu. Þetta gerist oftast vegna venjulegra starfa, til dæmis ef bograð er lengi yfir skrifborð, ef unnið er við tölvuskjá sem er of hátt eða of lágt stilltur eða eftir að hafa lesið lengi, horft á sjónvarp eða sofið í óþægilegri stellingu.

Sérfræðingar eru ekki sammála um það hvað veldur hálsríg. Sumir telja hann vera vegna vöðvakrampa en verkurinn gæti einnig stafað af gigt í hálsi, verið tengdur liðþófum milli hálshryggjarliða eða verið vegna vandamála í einhverjum þeirra fjögurra liðamóta sem eru milli hryggjarliða. Vöðvakrampi er algengasta orsök meðal yngri einstaklinga en gigt og minnkuð hreyfigeta hjá þeim sem eldri eru.


Hálsrígur lýsir sér helst sem verkur eða stífni í hálsi.

Meðferð við vægari tilfellum felst í að hætta tímabundið þeim athöfnum sem valda hálsrígnum og kæla eða hita auma svæðið. Gott er að teygja varlega á hálsinum með hægum æfingum þar sem höfuðið er fært fram og aftur eða í hringi og jafnvel nudda auma svæðið varlega. Einnig má taka verkjalyf sem seld eru í lausasölu, svo sem íbúprófen (Íbúfen), en oftast hverfur verkurinn af sjálfu sér.

Verkur í hálsi getur verið viðvarandi, en þá er ekki endilega talað um hálsríg í sama skilningi. Oft finnst ekki ákveðin ástæða fyrir sársaukanum en stundum má greina orsök. Verkurinn getur þá til dæmis stafað af beinþynningu, hryggskekkju, meiðslum eftir slys eða klemmdri taug í hálsi vegna gúlps á liðþófa milli hálshryggjarliða, en í einstaka tilfellum stafar hann af æxli eða sýkingu. Ef verkur í hálsi hefur varað lengi án þess að lagast skal ráðfæra sig við lækni eða sjúkraþjálfara. Meðferð fer eftir eðli og orsök verkjarins en felst oftast í verkjalyfjagjöf, hnykkingum, markvissri vöðvaþjálfun og sjúkraþjálfun.

Heimild:

Mynd:...