Meðferð við vægari tilfellum felst í að hætta tímabundið þeim athöfnum sem valda hálsrígnum og kæla eða hita auma svæðið. Gott er að teygja varlega á hálsinum með hægum æfingum þar sem höfuðið er fært fram og aftur eða í hringi og jafnvel nudda auma svæðið varlega. Einnig má taka verkjalyf sem seld eru í lausasölu, svo sem íbúprófen (Íbúfen), en oftast hverfur verkurinn af sjálfu sér. Verkur í hálsi getur verið viðvarandi, en þá er ekki endilega talað um hálsríg í sama skilningi. Oft finnst ekki ákveðin ástæða fyrir sársaukanum en stundum má greina orsök. Verkurinn getur þá til dæmis stafað af beinþynningu, hryggskekkju, meiðslum eftir slys eða klemmdri taug í hálsi vegna gúlps á liðþófa milli hálshryggjarliða, en í einstaka tilfellum stafar hann af æxli eða sýkingu. Ef verkur í hálsi hefur varað lengi án þess að lagast skal ráðfæra sig við lækni eða sjúkraþjálfara. Meðferð fer eftir eðli og orsök verkjarins en felst oftast í verkjalyfjagjöf, hnykkingum, markvissri vöðvaþjálfun og sjúkraþjálfun. Heimild: Mynd:
- scottbrennan.net - medical advices. Sótt 27. 7. 2011.