Hvað eiga allir gigtsjúkdómar sameiginlegt sem réttlætir að orðið gigt sé notað yfir þá alla? Það er að segja, hvað er gigt?Á heimasíðu Gigtarfélags Íslands er að finna eftirfarandi skilgreiningu á gigt:
Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunarinnar (WHO) vísar heitið Rheumatic diseases til sjúkdóma í bandvef og svo sársaukafullra kvilla í stoðkerfi líkamans. Á íslensku máli er gigt samheiti yfir slíka sjúkdóma. Hinir sérstöku gigtsjúkdómar teljast hátt á annað hundrað.Jafnframt eru þar taldir upp helstu flokkar gigtsjúkdóma og eru þeir:
- Bólgusjúkdómar
- Iktsýki
- Rauðir úlfar og skyldir sjúkdómar
- Fjölvöðvabólga - húðvöðvabólga
- Herslismein
- Fjölvöðvagigt
- Æðabólgur
- Hrygggikt
- Reiterssjúkdómur (fylgigigt)
- Psoriasis liðagigt
- Barnaliðagigt
- Liðbólgur tengdar sýkingum
- Kristallasjúkdómar, til dæmis þvagsýrugigt
- Slitgigt
- Vöðva- og vefjagigt - festumein og skyldir sjúkdómar
- Beinþynning
- Wikimedia Commons - Osteoarthritis. (Sótt 8.6.2018).