Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 26 svör fundust
Hvað er gigt?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað eiga allir gigtsjúkdómar sameiginlegt sem réttlætir að orðið gigt sé notað yfir þá alla? Það er að segja, hvað er gigt? Á heimasíðu Gigtarfélags Íslands er að finna eftirfarandi skilgreiningu á gigt: Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunarinnar (WHO) vís...
Er það rétt að fólk sem notar táknmál fái ekki gigt í hendurnar?
Mér vitanlega eru ekki til neinar rannsóknir sem benda til þess að þessir einstaklingar fái síður gigt í fingurna. Almennt má segja að nýjustu rannsóknir bendi til þess að erfðaþættir ráði meiru um hverjir fái sjúkdóma eins og slitgigt í hendur heldur en notkun handanna. Á hinn bóginn má nefna að fólk sem hrey...
Hvað er liðagigt og er hægt að lækna hana?
Orsakir þessa sjúkdóms eru óþekktar en hann er talinn stafa af flóknu samspili erfða og umhverfisþátta. Liðagigt (rheumatoid arthritis) er venjulega flokkuð sem sjálfsofnæmissjúkdómur en í slíkum sjúkdómum ræðst ónæmiskerfi líkamans gegn eigin frumum og skemmir þær. Sjúkdómurinn er langvarandi, nánast ólæknandi, o...
Hvað er þvagsýrugigt?
Spurningin í heild hljóðar svona: Hvað er þvagsýrugigt? Af hverju stafar hún? Er hún hættuleg? Hver er meðferðin við henni? Þvagsýrugigt byrjar oftast skyndilega með miklum verkjum og bólgu í einum lið. Sá liður sem oftast verður fyrir barðinu á þessu er fremsti liður stóru táar en aðrir liðir geta átt í hlut, ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Kjartan Gíslason rannsakað?
Magnús Kjartan Gíslason er lektor við Tækni-og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann leggur aðallega stund á rannsóknir á sviði lífaflfræði (e. biomechanics) þar sem kraftar og álag á vefi og liði líkamans eru reiknaðir og mældir. Meðal verkefna sem Magnús hefur verið að fást við er greining á þéttleika be...
Hvað er hálsrígur og hvað orsakar hann?
Hálsrígur lýsir sér helst sem verkur og stífni í hálsi, sem oft fylgja erfiðleikar við að snúa eða hreyfa höfuðið. Ekki er til nein ákveðin læknisfræðileg skilgreining á hálsríg þar sem hugtakið getur haft ólíka merkingu fyrir einstaklingum. Fólk fær helst hálsríg eftir að hafa haft hálsinn í óþægilegri stöðu í le...
Hvað er millirifjagigt?
Millirifjagigt getur verið af ýmsum toga en um er að ræða verki í síðu eða brjóstkassa sem versna við djúpa öndun eða aðrar hreyfingar. Oftast er um að ræða festumein í festingum millirifjavöðva en festumein er bólga á staðnum þar sem sin festist við bein. Svipuð einkenni og við festumein geta einnig stafað af sti...
Hvað hefur vísindamaðurinn Erla Kolbrún Svavarsdóttir rannsakað?
Erla Kolbrún Svavarsdóttir er prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs fjölskylduhjúkrunar á Landspítala. Rannsóknir hennar undanfarið hafa beinst að því að þróa og prófa ávinning af styrkleikamiðuðum meðferðarsamræðum við skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar og fjölskyldur þe...
Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis lýsi virki?
Lýsi hefur verið notað til manneldis í aldaraðir. Það inniheldur mikilvæg efni eins og A- og D-vítamín en einnig ómega-3 fitusýrur og eru fitusýrurnar dókósahexaenóínsýra (DHA) og eikósapentaenóínsýra (EPA) áhugaverðastar. Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur eru mikilvægar í uppbyggingu frumuhimna og eru hvarfefni fyr...
Hvað er iktsýki?
Iktsýki eða Rheumatoid arthritis nefnist í daglegu tali liðagigt og er einn af algengustu liðabólgusjúkdómunum. Til liðagigtar teljast meðal annars liðbólgusjúkdómar eins og sóragigt (psoriasis-liðagigt = Psoriasis arthritis) og liðbólgusjúkdómar er geta fylgt iðrabólgusjúkdómum, ásamt fleirum fjölliðabólgusjúkdóm...
Af hverju stafar vefjagigt og hvað eru margir með sjúkdóminn?
Vefjagigt er erfitt fyrirbæri sem dálítið skiptar skoðanir eru um. Vefjagigt (fibromyalgia) tengist síþreytu (chronic fatigue syndrome), sum einkennin eru þau sömu og erfitt getur verið að greina á milli þessara sjúkdóma. Sumir telja þessa sjúkdóma stafa af einhverju sjúkdómsferli í bandvef og vöðvum en aðrir telj...
Hvað er slitgigt?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hvernig lýsir slit í liðamótum sér, hvað veldur og er eitthvað hægt að gera í því? Getur það lagast? (Ólafur Björnsson)Hvað er slitgigt og hefur hún hraða útbreiðslu í liðum? Hverjar eru líkur á bata? (Soffía Kristín Hjartardóttir) Slitgigt er algengasti sjúkdómurinn í liðum. ...
Hvernig lýsir Paget-sjúkdómur sér og hvaða rök hafa menn fyrir því að Egill Skallagrímsson hafi þjáðst af honum?
Paget-sjúkdómur (e. Paget's disease) eða aflagandi beinbólga, er staðbundinn sjúkdómur í beinum sem kemur oftast fram eftir fertugt. Hann stafar af galla í umsetningu (e. turnover) í beini, það er jafnvægi milli beinmyndunar og -eyðingar raskast, en jafnvægi þar á milli er nauðsynlegt til að halda kalkmagni í blóð...
Hvað eru þurr augu?
Þurr augu eru afar algengt vandamál. Líklegt er að um það bil 15.000 Íslendingar þjáist af þurrum augum. Við þennan sjúkdóm framleiða augun ekki nægilega mikið af tárum eða tárin eru ekki rétt samansett og gufa upp of fljótt. Algengasta einkenni þurra augna er eins konar aðskotahlutstilfinning í augum. Hún er ofta...
Hvað hefur vísindamaðurinn Tinna Laufey Ásgeirsdóttir rannsakað?
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir er prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Hún stundar margvíslegar rannsóknir sem snúa að hegðun og lífsstíl einstaklinga. Þar má nefna tengsl heilsu og afdrifa á vinnumarkaði, áhrif efnahagssveiflna á heilsu, heilsuhegðun og aðra þætti svo sem búsetu og svefn. Auk þess hefur Tinna...