Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er iktsýki?

Björn Guðbjörnsson

Iktsýki eða Rheumatoid arthritis nefnist í daglegu tali liðagigt og er einn af algengustu liðabólgusjúkdómunum. Til liðagigtar teljast meðal annars liðbólgusjúkdómar eins og sóragigt (psoriasis-liðagigt = Psoriasis arthritis) og liðbólgusjúkdómar er geta fylgt iðrabólgusjúkdómum, ásamt fleirum fjölliðabólgusjúkdómum. Fjölliðabólgur – eða liðagigt – eru tiltölulega algengir sjúkdómar, en allt að 3% fullorðinna hafa einkenni liðagigtar á hverjum tíma.

Iktsýki er algengastur þessara sjúkdóma. Um 1% fullorðinna hafa iktsýki hér á landi,eða allt að 3000 einstaklingar. Sjúkdómurinn er þrisvar sinnum algengari meðal kvenna en karla en hann greinist oftast á miðjum aldri. Bæði börn, unglingar og eldri einstaklingar geta þó einnig veikst af iktsýki.

Það eru eitilfrumur sem komast í liðþel sem valda sjúkdómnum. Þegar það gerist veldur það þrota, eymslum og stirðleika í viðkomandi lið. Iktsýki leggst fyrst og fremst á smáliði í höndum, sérstaklega hnúaliði og nærkjúkuliði fingra, ásamt úlnliði. Þá veldur iktsýki sömu einkennum frá tábergsliðum og ökklum.

Iktsýki getur líka valdið liðbólgum og fyrrnefndum einkennum í stórum liðum, svo sem olnbogum, öxlum, hnjám eða mjöðmum. Myndin hér til hliðar sýnir hendur sjúklings með fyrstu einkenni sjúkdómsins.

Ef sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður eða ef ekki tekst að slá á liðbólgurnar með lyfjum verða liðskemmdir sem sjá má á röntgenmynd eins og hér.

Smám saman aflagast liðir og valda rangstöðu í höndum og skertri gripgetu eins og sjá má á þessari mynd.

Í einstaka tilvikum getur iktsýki valdið sjúkdómseinkennum frá öðrum líffærum en hreyfikerfi. Til dæmis getur gigtarbólgan valdið skaða í húð, nýrum eða lungum og á æðum.

Orsakir sjúkdómsins eru óþekktar en þó benda rannsóknir til að um sé að ræða samspil umhverfis og erfða. Tvíburarannsóknir sýna að um 15-30% eineggja tvíburapara hafa báðir sjúkdóminn, en aðeins 4% tvíeggja tvíburapara. Ættfræðirannsóknir gefa ástæðu til að ætla að erfðir stýri 60% af orsökum iktsýki. Nýleg umfangsmikil íslensk rannsókn sem byggir á þátttöku 1412 sjúklinga með iktsýki hér á landi sýnir að það eru um það bil fjórum sinnum meiri líkur á að fá iktsýki ef einhver í kjarnafjölskyldunni er þegar með sjúkdóminn (Arthritis & Rehumatism 2001;10:2247).

Iktsýki styttir eitthvað lífslíkur, en meira áberandi er að þessi sjúklingar tapa oft starfsgetu ótímabært og lífsgæði þeirra skerðast. Þá kallar sjúkdómurinn ekki eingöngu á lyfjameðferð, heldur oft og tíðum einnig á bæklunarskurðlækningar og iðju- og sjúkraþjálfun. Þannig verður kostnaður þjóðfélagsins vegna liðagigtar um einn milljarður króna á ári hérlendis ef miðað er við rannsóknir í nágrannalöndunum. Því er mikilvægt að greina sjúkdóminn tímanlega og bjóða þeim einstaklingum sem með hann greinast bestu meðferð, þannig að koma megi í veg fyrir liðskemmdir og hreyfifötlun.

Sjúkdómsgreiningin byggist á nákvæmri liðskoðun með tilliti til liðbólgu, blóðprófa þar sem gigtarþættir í blóði eru mældir og að lokum myndgreiningu, en iktsýki veldur breytingum í smáliðum handa og fóta með svokölluðum úrátum (sjá mynd II að ofan).

Á síðustu árum má fullyrða að bylting hafi orðið í meðhöndlun á iktsýki vegna breyttra áherslna og má ætla að árangurinn verði enn betri í framtíðinni en hann er í dag. Þessar áherslubreytingar byggjast fyrst og fremst á þrem þáttum:

Í fyrsta lagi er lögð áhersla á að staðfesta sjúkdómsgreininguna tímanlega og hefja virka sjúkdómsdempandi meðferð - eða svokallaða bremsumeðferð - strax í upphafi sjúkdómsferilsins, áður en óafturkræfar liðskemmdir koma fram.

Í örðu lagi hefur gigtlæknum tekist að nýta sér frumuhemjandi lyf í smáskömmtum, til dæmis methótrexat sem einnig er notað í krabbameinslækningum. Þá hefur rutt sér til rúms svokölluð fjöllyfjameðferð – þar sem mörg mismunandi sjúkdómsdempandi lyf eru notuð samtímis.

Í þriðja lagi hefur lyfjaframleiðendum tekist að hanna ný bremsulyf sem eru sérþróuð fyrir iktsýki og hefur það gefið fleiri einstaklingum tækifæri á árangursríkri meðferð. Að lokum hefur ný kynslóð gigtarlyfja komið á markað sem beitt er í völdum sjúkdómstilfellum. Hér er um að ræða lyf sem verka beint á bólgumiðla ónæmiskerfisins og eru því oft kölluð líffræðileg lyf (biological agents). Grunnurinn að þessarri lyfjaþróun er aukin þekking á sjúkdómnum og bólguferlinum, sem gefur von um enn betri meðferðarmöguleika og árangur í framtíðinni.

Sjá einnig svar Magnúsar Jóhannssonar um liðagigt og grein á Doktor.is um Iktsýki.

Höfundur

dósent í gigtarlækningum við HÍ

Útgáfudagur

4.2.2002

Spyrjandi

Hrafnhildur Jónsdóttir, fædd 1982

Efnisorð

Tilvísun

Björn Guðbjörnsson. „Hvað er iktsýki?“ Vísindavefurinn, 4. febrúar 2002, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2093.

Björn Guðbjörnsson. (2002, 4. febrúar). Hvað er iktsýki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2093

Björn Guðbjörnsson. „Hvað er iktsýki?“ Vísindavefurinn. 4. feb. 2002. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2093>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er iktsýki?
Iktsýki eða Rheumatoid arthritis nefnist í daglegu tali liðagigt og er einn af algengustu liðabólgusjúkdómunum. Til liðagigtar teljast meðal annars liðbólgusjúkdómar eins og sóragigt (psoriasis-liðagigt = Psoriasis arthritis) og liðbólgusjúkdómar er geta fylgt iðrabólgusjúkdómum, ásamt fleirum fjölliðabólgusjúkdómum. Fjölliðabólgur – eða liðagigt – eru tiltölulega algengir sjúkdómar, en allt að 3% fullorðinna hafa einkenni liðagigtar á hverjum tíma.

Iktsýki er algengastur þessara sjúkdóma. Um 1% fullorðinna hafa iktsýki hér á landi,eða allt að 3000 einstaklingar. Sjúkdómurinn er þrisvar sinnum algengari meðal kvenna en karla en hann greinist oftast á miðjum aldri. Bæði börn, unglingar og eldri einstaklingar geta þó einnig veikst af iktsýki.

Það eru eitilfrumur sem komast í liðþel sem valda sjúkdómnum. Þegar það gerist veldur það þrota, eymslum og stirðleika í viðkomandi lið. Iktsýki leggst fyrst og fremst á smáliði í höndum, sérstaklega hnúaliði og nærkjúkuliði fingra, ásamt úlnliði. Þá veldur iktsýki sömu einkennum frá tábergsliðum og ökklum.

Iktsýki getur líka valdið liðbólgum og fyrrnefndum einkennum í stórum liðum, svo sem olnbogum, öxlum, hnjám eða mjöðmum. Myndin hér til hliðar sýnir hendur sjúklings með fyrstu einkenni sjúkdómsins.

Ef sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður eða ef ekki tekst að slá á liðbólgurnar með lyfjum verða liðskemmdir sem sjá má á röntgenmynd eins og hér.

Smám saman aflagast liðir og valda rangstöðu í höndum og skertri gripgetu eins og sjá má á þessari mynd.

Í einstaka tilvikum getur iktsýki valdið sjúkdómseinkennum frá öðrum líffærum en hreyfikerfi. Til dæmis getur gigtarbólgan valdið skaða í húð, nýrum eða lungum og á æðum.

Orsakir sjúkdómsins eru óþekktar en þó benda rannsóknir til að um sé að ræða samspil umhverfis og erfða. Tvíburarannsóknir sýna að um 15-30% eineggja tvíburapara hafa báðir sjúkdóminn, en aðeins 4% tvíeggja tvíburapara. Ættfræðirannsóknir gefa ástæðu til að ætla að erfðir stýri 60% af orsökum iktsýki. Nýleg umfangsmikil íslensk rannsókn sem byggir á þátttöku 1412 sjúklinga með iktsýki hér á landi sýnir að það eru um það bil fjórum sinnum meiri líkur á að fá iktsýki ef einhver í kjarnafjölskyldunni er þegar með sjúkdóminn (Arthritis & Rehumatism 2001;10:2247).

Iktsýki styttir eitthvað lífslíkur, en meira áberandi er að þessi sjúklingar tapa oft starfsgetu ótímabært og lífsgæði þeirra skerðast. Þá kallar sjúkdómurinn ekki eingöngu á lyfjameðferð, heldur oft og tíðum einnig á bæklunarskurðlækningar og iðju- og sjúkraþjálfun. Þannig verður kostnaður þjóðfélagsins vegna liðagigtar um einn milljarður króna á ári hérlendis ef miðað er við rannsóknir í nágrannalöndunum. Því er mikilvægt að greina sjúkdóminn tímanlega og bjóða þeim einstaklingum sem með hann greinast bestu meðferð, þannig að koma megi í veg fyrir liðskemmdir og hreyfifötlun.

Sjúkdómsgreiningin byggist á nákvæmri liðskoðun með tilliti til liðbólgu, blóðprófa þar sem gigtarþættir í blóði eru mældir og að lokum myndgreiningu, en iktsýki veldur breytingum í smáliðum handa og fóta með svokölluðum úrátum (sjá mynd II að ofan).

Á síðustu árum má fullyrða að bylting hafi orðið í meðhöndlun á iktsýki vegna breyttra áherslna og má ætla að árangurinn verði enn betri í framtíðinni en hann er í dag. Þessar áherslubreytingar byggjast fyrst og fremst á þrem þáttum:

Í fyrsta lagi er lögð áhersla á að staðfesta sjúkdómsgreininguna tímanlega og hefja virka sjúkdómsdempandi meðferð - eða svokallaða bremsumeðferð - strax í upphafi sjúkdómsferilsins, áður en óafturkræfar liðskemmdir koma fram.

Í örðu lagi hefur gigtlæknum tekist að nýta sér frumuhemjandi lyf í smáskömmtum, til dæmis methótrexat sem einnig er notað í krabbameinslækningum. Þá hefur rutt sér til rúms svokölluð fjöllyfjameðferð – þar sem mörg mismunandi sjúkdómsdempandi lyf eru notuð samtímis.

Í þriðja lagi hefur lyfjaframleiðendum tekist að hanna ný bremsulyf sem eru sérþróuð fyrir iktsýki og hefur það gefið fleiri einstaklingum tækifæri á árangursríkri meðferð. Að lokum hefur ný kynslóð gigtarlyfja komið á markað sem beitt er í völdum sjúkdómstilfellum. Hér er um að ræða lyf sem verka beint á bólgumiðla ónæmiskerfisins og eru því oft kölluð líffræðileg lyf (biological agents). Grunnurinn að þessarri lyfjaþróun er aukin þekking á sjúkdómnum og bólguferlinum, sem gefur von um enn betri meðferðarmöguleika og árangur í framtíðinni.

Sjá einnig svar Magnúsar Jóhannssonar um liðagigt og grein á Doktor.is um Iktsýki....