Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Magnús Kjartan Gíslason er lektor við Tækni-og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann leggur aðallega stund á rannsóknir á sviði lífaflfræði (e. biomechanics) þar sem kraftar og álag á vefi og liði líkamans eru reiknaðir og mældir.
Meðal verkefna sem Magnús hefur verið að fást við er greining á þéttleika beina og hvernig slíkar upplýsingar sé hægt að nota í klíník. Sem dæmi um verkefni má nefna mat á brothættu beina hjá lömuðum einstaklingum sem þjást af beinþynningu sem og mat á ástandi sjúklinga sem gangast undir liðaskiptaaðgerðir, þar sem gerð gerviliðarins byggist á gæðum beinsins í kring. Þannig megi aðstoða skurðlækna við ákvarðanatöku þegar líður að aðgerð og stuðla að betri útkomu fyrir sjúklinginn.
Magnús leggur aðallega stund á rannsóknir á sviði lífaflfræði þar sem kraftar og álag á vefi og liði líkamans eru reiknaðir og mældir.
Magnús hefur einnig verið virkur í rannsóknum og mælingum á hreyfingum í samstarfi við Háskóla Íslands og Össur hf. Með rannsóknum og mælingum á hreyfingum einstaklinga, til dæmis eins og göngu, golfsveiflu eða stökkum svo eitthvað sé nefnt, þá er hægt að meta álag á hina ýmsu liði líkamans og hvort sé hægt að koma með ábendingar um hvernig væri hægt að gera hreyfinguna skilvirkari, til dæmis fyrir íþróttafólk, eða hvernig haga eigi meðferð hjá fólki í endurhæfingu eftir veikindi eða slys. Magnús er áhugasamur um hvernig tækni gæti nýst við endurhæfingu einstaklinga. Hann hefur í samstarfi við NeckCare rannsakað hreyfingar hálsins í einstaklingum með svipuólaáverka (e. whiplash) sem oft er tilkominn vegna aftanákeyrslna og hefur í samvinnu með NeckCare þróað kerfi til að stuðla að bættri endurhæfingu þessara sjúklinga.
Magnús er fæddur árið 1976, útskrifaðist af eðlisfræðibraut Menntaskólans í Reykjavík árið 1996 og kláraði C.Sc.-gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2000. Hann lauk einnig BS-prófi í tæknilegri eðlisfræði frá sama skóla árið 2001. Eftir það fór hann í framhaldsnám og lauk doktorsprófi í heilbrigðisverkfræði (e. Biomedical Engineering) frá Háskólanum í Strathclyde í Glasgow árið 2008. Doktorsritgerð hans fjallaði um greiningu á álagi beina í úlnliði með tölvulíkönum og hvernig væri hægt að nota slík líkön til að spá fyrir um breytingar á álagi fyrir mismunandi gerðir skurðaðgerða sem framkvæmdar eru á einstaklingum sem þjást af gigt. Eftir doktorsprófið vann hann við rannsóknir og kennslu við Háskólanum í Strathclyde til ársins 2013 þegar hann tók við lektorsstöðu við Háskólann í Reykjavik.
Mynd:
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Kjartan Gíslason rannsakað?“ Vísindavefurinn, 26. september 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76390.
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 26. september). Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Kjartan Gíslason rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76390
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Kjartan Gíslason rannsakað?“ Vísindavefurinn. 26. sep. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76390>.