Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er mænuskaði?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Mænuskaði er skilgreindur sem skaði á mænu eða mænutaugum. Hann leiðir oft til varanlegra breytinga í styrk, skynjun og annarri líkamsstarfsemi fyrir neðan svæðið sem varð fyrir skaðanum. Mænuskaði er oftast afleiðing af höggi eða áverka sem brýtur eða færir hryggjarliði úr stað.

Í fæstum tilvikum rofnar mænan alveg í sundur en skaðinn verður við það að hlutar af hryggjarliðum, bein, brjósk eða liðbönd, rífa mænuvefi eða þrýsta svo á taugar að þær geti ekki flutt boð fyrir neðan svæðið sem skaddaðist. Í kjölfarið lamast viðkomandi þar. Þetta á við ef mænuskaðinn er algjör en ef hann er það ekki getur verið um einhverja hreyfigetu og skynjun að ræða fyrir neðan skaðann.

Lömun eftir mænuskaða getur ýmist verið ferlömun eða þverlömun. Ferlömun felst í að allir fjórir útlimir, búkur og grindarholslíffæri verða fyrir áhrifum. Við þverlömun eru áhrifin á allan eða hluta af búknum, grindarholslíffærin og fótleggi.

Mænuskaði getur haft lömun í för með sér en hversu mikil lömun verður fer eftir því hvar mænan skaddast. Bókstafir og tölustafir á myndinni vísa til tiltekinna hryggjarliða.

Ef mænuskaði verður á hálssvæðinu getur það haft áhrif á hand- og fótleggi, búkinn og á öndun ef öndunarvöðvarnir (þind og rifjavöðvar) lamast. Það síðastnefnda gerist ef áverkinn er efst í hálsi. Um það bil þriðjungur áverka á hálsi hafa í för með sér öndunarörðugleika og krefjast öndunarvélar. Lömun öndunarvöðva er það hættulegasta við mænuskaða og getur leitt til dauða.

Ef mænuskaði er á brjóstholssvæðinu hefur það áhrif á fótleggi, en einnig getur hann leitt til vandamála með blóðþrýsting, óeðlilegrar svitnunar og erfiðleika í að viðhalda eðlilegum líkamshita ef áverkinn er neðst í hálsi eða efst í brjóstkassa. Mænuskaði í neðra baki getur haft áhrif á annan eða báða fótleggi og einnig þá vöðva sem stjórna þvaglátum og hægðum.

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað fer fram í mænunni og hvað gerist ef mænan eða ákveðin svæði í henni skemmist, til dæmis vegna slyss eða sjúkdóms?
  • Hvað er mænuskaði? Af hverju er mænan okkar svona mikilvæg?

Höfundur

Útgáfudagur

5.7.2013

Spyrjandi

María Guðlaug Guðmundsdóttir, Heiða Harðardóttir, Hanna Sesselja Hálfdánardóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er mænuskaði?“ Vísindavefurinn, 5. júlí 2013, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65445.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2013, 5. júlí). Hvað er mænuskaði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65445

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er mænuskaði?“ Vísindavefurinn. 5. júl. 2013. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65445>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er mænuskaði?
Mænuskaði er skilgreindur sem skaði á mænu eða mænutaugum. Hann leiðir oft til varanlegra breytinga í styrk, skynjun og annarri líkamsstarfsemi fyrir neðan svæðið sem varð fyrir skaðanum. Mænuskaði er oftast afleiðing af höggi eða áverka sem brýtur eða færir hryggjarliði úr stað.

Í fæstum tilvikum rofnar mænan alveg í sundur en skaðinn verður við það að hlutar af hryggjarliðum, bein, brjósk eða liðbönd, rífa mænuvefi eða þrýsta svo á taugar að þær geti ekki flutt boð fyrir neðan svæðið sem skaddaðist. Í kjölfarið lamast viðkomandi þar. Þetta á við ef mænuskaðinn er algjör en ef hann er það ekki getur verið um einhverja hreyfigetu og skynjun að ræða fyrir neðan skaðann.

Lömun eftir mænuskaða getur ýmist verið ferlömun eða þverlömun. Ferlömun felst í að allir fjórir útlimir, búkur og grindarholslíffæri verða fyrir áhrifum. Við þverlömun eru áhrifin á allan eða hluta af búknum, grindarholslíffærin og fótleggi.

Mænuskaði getur haft lömun í för með sér en hversu mikil lömun verður fer eftir því hvar mænan skaddast. Bókstafir og tölustafir á myndinni vísa til tiltekinna hryggjarliða.

Ef mænuskaði verður á hálssvæðinu getur það haft áhrif á hand- og fótleggi, búkinn og á öndun ef öndunarvöðvarnir (þind og rifjavöðvar) lamast. Það síðastnefnda gerist ef áverkinn er efst í hálsi. Um það bil þriðjungur áverka á hálsi hafa í för með sér öndunarörðugleika og krefjast öndunarvélar. Lömun öndunarvöðva er það hættulegasta við mænuskaða og getur leitt til dauða.

Ef mænuskaði er á brjóstholssvæðinu hefur það áhrif á fótleggi, en einnig getur hann leitt til vandamála með blóðþrýsting, óeðlilegrar svitnunar og erfiðleika í að viðhalda eðlilegum líkamshita ef áverkinn er neðst í hálsi eða efst í brjóstkassa. Mænuskaði í neðra baki getur haft áhrif á annan eða báða fótleggi og einnig þá vöðva sem stjórna þvaglátum og hægðum.

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað fer fram í mænunni og hvað gerist ef mænan eða ákveðin svæði í henni skemmist, til dæmis vegna slyss eða sjúkdóms?
  • Hvað er mænuskaði? Af hverju er mænan okkar svona mikilvæg?

...