Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju kúkar fólk?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Fólk kúkar eða hefur hægðir vegna þess að líkaminn getur ekki nýtt öll efnin sem eru í fæðunni og verður því að losa sig við þau. Því má líta á þetta sem lokastig meltingar.

Þegar fæðumauk hefur verið í ristlinum í þrjá til tíu klukkutíma er það orðið að föstu eða hálfföstu efni vegna upptöku vatns úr maukinu. Þetta er það sem kallað er hægðir, saur eða kúkur. Hægðir eru um 75% vatn og 25% fast efni. Um 30% af fasta efninu eru dauðar bakteríur, önnur 30% eru trefjaefni eins og beðmi (ómeltanleg efni úr jurtaafurðum), 10-20% eru kólesteról og önnur fituefni, 10-20% eru ólífræn sölt eins og kalkfosfat og járnfosfat og 2-3% eru prótín. Einnig finnast þar frumur sem flagnað hafa af þekjuvef slímhúðarinnar sem klæðir meltingarveginn að innan. Enn fremur eru galllitarefni í hægðum og valda þau hinum brúna lit eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað stjórnar lit á hægðum og þvagi fólks? Lykt hægða stafar af efnum sem myndast við efnaskipti ristilbaktería. Þetta eru efnasamböndin indól, skatól, vetnissúlfíð og ýmis merkaptön.

Undir eðlilegum kringumstæðum hefur fólk hægðir einu sinni til tvisvar á dag. Daglegt magn hægða hjá fullorðnum er 100-250 grömm, en fer eftir því hversu mikið er borðað. Í grófum dráttum verður um þriðjungur fæðunnar að hægðum miðað við þyngd.



Upphafið að losun hægða eru bylgjuhreyfingar í sveigristli sem er á milli fallristils og endaþarms. Þegar endaþarmurinn fyllist af hægðum strekkist á veggjum hans og áreitir það tognema þar, sem senda skynboð til mænu. Hreyfiboð koma til baka eftir seftaugaþráðum til vöðva í neðri hluta ristils, endaþarmi og endaþarmsopi. Hægðalosun verður þegar innri lokuvöðvi endaþarmsops opnast vegna ósjálfráðs samdráttar í langvöðvum endaþarms og viljastýrðum samdrætti í þind og kviðvöðvum.

Margt getur valdið sjúkdómum og kvillum í þörmum sem hefur í för með sér óðeðlilegar hægðir. Hægðatregða er kvilli sem lýsir sér í erfiðleikum með að hafa hægðir og harðlífi sem er óeðlilega þurrar og harðar hægðir. Talið er að skortur á trefjaefnum í fæðunni sé orsakaþáttur þar sem trefjaefni binda margfalt þyngd sína af vatni og gera hægðir mjúkar og miklar. Trefjaefnin eru sem sagt burðarefni hægða og flýta fyrir för þeirra úr líkamanum.

Niðurgangur stafar af sýkingu í ristli og kemur í veg fyrir eðlilega upptöku vatns úr fæðumaukinu sem berst í hann. Í kjölfarið verða hægðir mjög vatnskenndar og miklar og ef ástandið varir lengi er bæði hætta á vatns- og steinefnaskorti í líkamanum, en steinefni eru á formi ólífrænna salta sem leysast upp í vatninu.

Ef innvortis blæðingar eru í maganum eða þörmum kemur fram blóð í hægðum. Þá verða hægðirnar dökkrauðar, svartar eða tjörukenndar. Einnig er blóð í hægðum talið geta verið vísbending um ristilkrabbamein. Fitugar eða olíukenndar hægðir gefa til kynna sjúkdóma í smáþörmum.

Hægðir geta líka borið með sér smitsjúkdóma og eru iðrakreppa, taugaveiki og kólera dæmi um sjúkdóma sem dreifast með saurmegnaðri fæðu eða vatni.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Gerard J. Tortora. 1997. Introduction to the Human Body - the essentials of anatomy and physiology, 4. útg., Biological Science Textbooks, Inc.
  • Feces. (2008). Í Encyclopædia Britannica. Sótt á Encyclopædia Britannica Online 4. janúar 2008.
  • Mynd: National Cancer Institute. Sótt 8. janúar 2008

Höfundur

Útgáfudagur

9.1.2008

Spyrjandi

Guðrún Arnalds
Harpa Lind Jósefsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju kúkar fólk?“ Vísindavefurinn, 9. janúar 2008, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6992.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2008, 9. janúar). Af hverju kúkar fólk? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6992

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju kúkar fólk?“ Vísindavefurinn. 9. jan. 2008. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6992>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju kúkar fólk?
Fólk kúkar eða hefur hægðir vegna þess að líkaminn getur ekki nýtt öll efnin sem eru í fæðunni og verður því að losa sig við þau. Því má líta á þetta sem lokastig meltingar.

Þegar fæðumauk hefur verið í ristlinum í þrjá til tíu klukkutíma er það orðið að föstu eða hálfföstu efni vegna upptöku vatns úr maukinu. Þetta er það sem kallað er hægðir, saur eða kúkur. Hægðir eru um 75% vatn og 25% fast efni. Um 30% af fasta efninu eru dauðar bakteríur, önnur 30% eru trefjaefni eins og beðmi (ómeltanleg efni úr jurtaafurðum), 10-20% eru kólesteról og önnur fituefni, 10-20% eru ólífræn sölt eins og kalkfosfat og járnfosfat og 2-3% eru prótín. Einnig finnast þar frumur sem flagnað hafa af þekjuvef slímhúðarinnar sem klæðir meltingarveginn að innan. Enn fremur eru galllitarefni í hægðum og valda þau hinum brúna lit eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað stjórnar lit á hægðum og þvagi fólks? Lykt hægða stafar af efnum sem myndast við efnaskipti ristilbaktería. Þetta eru efnasamböndin indól, skatól, vetnissúlfíð og ýmis merkaptön.

Undir eðlilegum kringumstæðum hefur fólk hægðir einu sinni til tvisvar á dag. Daglegt magn hægða hjá fullorðnum er 100-250 grömm, en fer eftir því hversu mikið er borðað. Í grófum dráttum verður um þriðjungur fæðunnar að hægðum miðað við þyngd.



Upphafið að losun hægða eru bylgjuhreyfingar í sveigristli sem er á milli fallristils og endaþarms. Þegar endaþarmurinn fyllist af hægðum strekkist á veggjum hans og áreitir það tognema þar, sem senda skynboð til mænu. Hreyfiboð koma til baka eftir seftaugaþráðum til vöðva í neðri hluta ristils, endaþarmi og endaþarmsopi. Hægðalosun verður þegar innri lokuvöðvi endaþarmsops opnast vegna ósjálfráðs samdráttar í langvöðvum endaþarms og viljastýrðum samdrætti í þind og kviðvöðvum.

Margt getur valdið sjúkdómum og kvillum í þörmum sem hefur í för með sér óðeðlilegar hægðir. Hægðatregða er kvilli sem lýsir sér í erfiðleikum með að hafa hægðir og harðlífi sem er óeðlilega þurrar og harðar hægðir. Talið er að skortur á trefjaefnum í fæðunni sé orsakaþáttur þar sem trefjaefni binda margfalt þyngd sína af vatni og gera hægðir mjúkar og miklar. Trefjaefnin eru sem sagt burðarefni hægða og flýta fyrir för þeirra úr líkamanum.

Niðurgangur stafar af sýkingu í ristli og kemur í veg fyrir eðlilega upptöku vatns úr fæðumaukinu sem berst í hann. Í kjölfarið verða hægðir mjög vatnskenndar og miklar og ef ástandið varir lengi er bæði hætta á vatns- og steinefnaskorti í líkamanum, en steinefni eru á formi ólífrænna salta sem leysast upp í vatninu.

Ef innvortis blæðingar eru í maganum eða þörmum kemur fram blóð í hægðum. Þá verða hægðirnar dökkrauðar, svartar eða tjörukenndar. Einnig er blóð í hægðum talið geta verið vísbending um ristilkrabbamein. Fitugar eða olíukenndar hægðir gefa til kynna sjúkdóma í smáþörmum.

Hægðir geta líka borið með sér smitsjúkdóma og eru iðrakreppa, taugaveiki og kólera dæmi um sjúkdóma sem dreifast með saurmegnaðri fæðu eða vatni.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Gerard J. Tortora. 1997. Introduction to the Human Body - the essentials of anatomy and physiology, 4. útg., Biological Science Textbooks, Inc.
  • Feces. (2008). Í Encyclopædia Britannica. Sótt á Encyclopædia Britannica Online 4. janúar 2008.
  • Mynd: National Cancer Institute. Sótt 8. janúar 2008
...