Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða áhrif hefur kólera á líkamann?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Kólera er bráð þarmasýking sem orsakast af staflaga bakteríunni Vibrio cholerae. Tíminn sem líður frá smitun þar til einkenni kóleru koma fram, svokallaður meðgöngutími (e. incubatory period) sjúkdómsins, er stuttur eða frá innan við einum degi til fimm daga.

Bakterían myndar iðraeitur (e. enterotoxin) sem verkar á slímhúð þarmanna og veldur auknu vatns- og klórjónaseyti í smáþörmum. Hefur það í för með sér mikinn niðurgang sem getur á stuttum tíma leitt til alvarlegs vökvataps (ofþornunar, e. dehydration) og dauða ef ekki er gripið fljótt til aðgerða gegn sjúkdómnum. Þó getur verið erfitt að greina kólerutilfelli frá öðrum gerðum af bráðaniðurgangi út frá sjúkdómseinkennum eingöngu. Því þarf að rækta sýkilinn úr blóð- eða saursýnum sjúklinga til að staðfesta að um kóleru sé að ræða.

Flestir þeir sem smitast af Vibrio cholerae verða ekki veikir þótt bakterían geti verið til staðar í saur þeirra í 7­-14 daga. Af þeim sem sýkjast, það er fá sjúkdómseinkenni, eru 90% tilfella væg eða fremur væg. Innan við 10% af þeim sem sýkjast fá hin vel þekktu kólerueinkenni með merki um ofþornun. Bráð kólerusýking getur leitt til dauða 2-3 klukkustundum eftir að fyrstu einkennin koma fram. Algengara er þó að fólk fari í lost 4-12 klukkustundum frá fyrstu merkjum um niðurgang og dauði fylgi í kjölfarið á innan við 18 klukkustundum.


Bakterían Vibrio cholerae veldur kóleru.

Ef einkennin eru skoðuð nánar má fyrst nefna að niðurgangurinn getur numið allt að einum lítra á klukkustund. Lyktin líkist helst fiskifýlu en í útliti minnir hann helst á vatn með flekkjum af hrísgrjónum. Flekkirnir eru í raun slím og þekjuvefur úr slímhúð þarmanna auk mikils magns af sýklinum. Með vatninu sem tapast úr líkamanum missir fólk einnig mikið af nauðsynlegum söltum. Ofþornunin getur gerst mjög hratt og lýsir sér í hröðum hjartslætti, þurri húð og slímhúð, miklum þorsta, glampandi eða sokknum augum, táraþurrð, sljóleika, óeðlilegri syfju eða þreytu, þvagteppu, kviðkrömpum, velgju og uppköstum.

Kólera berst í menn með menguðu vatni og matvælum. Þegar skyndilega koma upp miklir kólerufaraldrar er orsakarinnar oftast að leita í menguðum vatnsbólum. Í kjölfar náttúruhamfara heyrist oft talað um hættu á kólerufaraldri í fréttatímum. Ástæðan er sú að við jarðskjálfta, eldgos, sprengingar og þess háttar fara skolplagnir í bæjum í sundur. Skólp kemst þannig í vatnsból svæðanna og þá er hætta á kólerusmiti.

Mjög sjaldgæft er að kólera berist beint frá einum einstaklingi til annars, þótt einstaka tilfelli um slíkt séu þekkt. Á svæðum þar sem kólera er landlæg er hún aðallega barnasjúkdómur. Brjóstmylkingar sýkjast samt afar sjaldan, enda drekka þeir ekki saurmengað vatn heldur brjóstamjólk sem er sótthreinsuð frá náttúrunnar hendi.

Vangaveltur hafa verið um hvað verði um bakteríuna Vibrio cholerae á milli faraldra. Hún finnst oft í vatni og virðist vera hluti af náttúrulegri örveruflóru ísalts vatns og árósa. Bakterían tengist oft þörungablóma en hætta á honum eykst með hækkandi hitastigi vatnsins; hann verður helst á afmörkuðum vatnssvæðum þegar sumarhiti hefur haldist hár í nokkurn tíma. Fólk er enn fremur talið geta verið geymsluhýsill (e. reservoir host) fyrir kólerusýkilinn.


Algeng orsök kólerufaraldra er að menn drekki vatn úr menguðu vatnsbóli. Myndin er af vatnsbóli New York sem eftir því sem við best vitum er ómengað.

Fái fólk með kóleru enga meðhöndlun er dánartíðni há eða 50-60%. Það þarf þó ekki mjög flókna meðferð til að bjarga kólerusjúklingum. Aðalatriðið er að vinna gegn ofþornuninni. Það er gert með því að gefa sjúklingum saltblandaðan vökva og oft er glúkósa (þrúgusykri) bætt við blönduna. Þeir sjúklingar sem eru lengst leiddir þurfa ef til vill að fá vökva í æð en aðrir geta drukkið hann. Sýklalyf eru yfirleitt óþörf, en þó getur sýklalyfið tetrasýklín (e. tetracycline) flýtt fyrir bata í sumum tilfellum. Bati getur verið ótrúlega hraður og dánartíðni minnkað tífalt ef brugðist er skjótt við þegar kólerufaraldur kemur upp.

Til eru bóluefni gegn kóleru en þau hafa mjög skammvinna verkun. Forvarnir duga því best. Þær felast í að tryggja íbúum aðgang að hreinu vatni með góðri hönnun og eftirliti með skólpkerfum og vatnsveitum. Þannig hefur verið hægt að útrýma kóleru í evrópskum og amerískum borgum en á 19. öld þegar borgarmyndun stóð sem hæst blossuðu kólerufaraldrar upp annað slagið.

Það var skoski læknirinn Robert Koch sem ræktaði fyrstur manna kólerusýkilinn úr saur sjúklinga og sannaði þar með að Vibrio cholerae er orsökin sjúkdómsins. Þetta var árið 1883, en heimildir eru til um kólerufaraldra frá tímum hins gríska Hippókratesar (sjá Hvernig hljómar eiðurinn sem læknar sverja?). Nú er helst hætta á að Vesturlandabúar smitist af kóleru ef þeir ferðast til svæða í heiminum þar sem kólera er landlæg, til dæmis til Indlands, og fara ekki varlega í neyslu matar og drykkjar.

Þegar þetta er skrifað geisar kóleruheimsfaraldur og er hann sá sjöundi í sögunni sem vitað er um. Faraldurinn stafar af afbrigðinu Vibrio cholera 01 lífgerð (e. biotype) El Tor. Þessi heimsfaraldur hófst árið 1961 í Indónesíu. Sýkingin dreifðist hratt þaðan til annarra landa Austur-Asíu og var komin til Bangladess 1963, Indlands 1964 og til Sovétríkjanna, Írans og Íraks 1965-66.

Árið 1970 var faraldurinn kominn til Vestur-Afríku þar sem kólera hafði ekki geisað í meira en heila öld. Hún dreifðist þar til nokkurra landa og var loks orðin landlæg í mestallri heimsálfunni. Árið 1991 var faraldurinn síðan kominn til Rómönsku Ameríku en þar hafði kólera ekki fundist í meira en öld. Innan árs hafði sjúkdómurinn borist til ellefu landa og síðan um alla heimsálfuna.

Fram til ársins 1992 hafði eingöngu ofannefnd 01 gerð af kólerubakteríunni valdið kólerufaraldri. Seint á því ári urðu þó svæðisbundnir kólerufaraldrar í Indlandi og Bangladess sem stöfuðu af áður óþekktri Vibrio Cholerae bakteríugerð sem fékk auðkennið 0139 eða Bengal. Síðan þá hefur hún ræktast úr sýnum frá 11 löndum í Suðaustur-Asíu. Enn er ekki ljóst hvort Vibrio cholerae 0139 muni breiðast út til annarra svæða og strangt faraldursfræðilegt eftirlit er nú haft með ástandinu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir

Myndir

Höfundur

Útgáfudagur

6.2.2007

Spyrjandi

Viggó Helgi Viggósson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða áhrif hefur kólera á líkamann?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6490.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2007, 6. febrúar). Hvaða áhrif hefur kólera á líkamann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6490

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða áhrif hefur kólera á líkamann?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6490>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hefur kólera á líkamann?
Kólera er bráð þarmasýking sem orsakast af staflaga bakteríunni Vibrio cholerae. Tíminn sem líður frá smitun þar til einkenni kóleru koma fram, svokallaður meðgöngutími (e. incubatory period) sjúkdómsins, er stuttur eða frá innan við einum degi til fimm daga.

Bakterían myndar iðraeitur (e. enterotoxin) sem verkar á slímhúð þarmanna og veldur auknu vatns- og klórjónaseyti í smáþörmum. Hefur það í för með sér mikinn niðurgang sem getur á stuttum tíma leitt til alvarlegs vökvataps (ofþornunar, e. dehydration) og dauða ef ekki er gripið fljótt til aðgerða gegn sjúkdómnum. Þó getur verið erfitt að greina kólerutilfelli frá öðrum gerðum af bráðaniðurgangi út frá sjúkdómseinkennum eingöngu. Því þarf að rækta sýkilinn úr blóð- eða saursýnum sjúklinga til að staðfesta að um kóleru sé að ræða.

Flestir þeir sem smitast af Vibrio cholerae verða ekki veikir þótt bakterían geti verið til staðar í saur þeirra í 7­-14 daga. Af þeim sem sýkjast, það er fá sjúkdómseinkenni, eru 90% tilfella væg eða fremur væg. Innan við 10% af þeim sem sýkjast fá hin vel þekktu kólerueinkenni með merki um ofþornun. Bráð kólerusýking getur leitt til dauða 2-3 klukkustundum eftir að fyrstu einkennin koma fram. Algengara er þó að fólk fari í lost 4-12 klukkustundum frá fyrstu merkjum um niðurgang og dauði fylgi í kjölfarið á innan við 18 klukkustundum.


Bakterían Vibrio cholerae veldur kóleru.

Ef einkennin eru skoðuð nánar má fyrst nefna að niðurgangurinn getur numið allt að einum lítra á klukkustund. Lyktin líkist helst fiskifýlu en í útliti minnir hann helst á vatn með flekkjum af hrísgrjónum. Flekkirnir eru í raun slím og þekjuvefur úr slímhúð þarmanna auk mikils magns af sýklinum. Með vatninu sem tapast úr líkamanum missir fólk einnig mikið af nauðsynlegum söltum. Ofþornunin getur gerst mjög hratt og lýsir sér í hröðum hjartslætti, þurri húð og slímhúð, miklum þorsta, glampandi eða sokknum augum, táraþurrð, sljóleika, óeðlilegri syfju eða þreytu, þvagteppu, kviðkrömpum, velgju og uppköstum.

Kólera berst í menn með menguðu vatni og matvælum. Þegar skyndilega koma upp miklir kólerufaraldrar er orsakarinnar oftast að leita í menguðum vatnsbólum. Í kjölfar náttúruhamfara heyrist oft talað um hættu á kólerufaraldri í fréttatímum. Ástæðan er sú að við jarðskjálfta, eldgos, sprengingar og þess háttar fara skolplagnir í bæjum í sundur. Skólp kemst þannig í vatnsból svæðanna og þá er hætta á kólerusmiti.

Mjög sjaldgæft er að kólera berist beint frá einum einstaklingi til annars, þótt einstaka tilfelli um slíkt séu þekkt. Á svæðum þar sem kólera er landlæg er hún aðallega barnasjúkdómur. Brjóstmylkingar sýkjast samt afar sjaldan, enda drekka þeir ekki saurmengað vatn heldur brjóstamjólk sem er sótthreinsuð frá náttúrunnar hendi.

Vangaveltur hafa verið um hvað verði um bakteríuna Vibrio cholerae á milli faraldra. Hún finnst oft í vatni og virðist vera hluti af náttúrulegri örveruflóru ísalts vatns og árósa. Bakterían tengist oft þörungablóma en hætta á honum eykst með hækkandi hitastigi vatnsins; hann verður helst á afmörkuðum vatnssvæðum þegar sumarhiti hefur haldist hár í nokkurn tíma. Fólk er enn fremur talið geta verið geymsluhýsill (e. reservoir host) fyrir kólerusýkilinn.


Algeng orsök kólerufaraldra er að menn drekki vatn úr menguðu vatnsbóli. Myndin er af vatnsbóli New York sem eftir því sem við best vitum er ómengað.

Fái fólk með kóleru enga meðhöndlun er dánartíðni há eða 50-60%. Það þarf þó ekki mjög flókna meðferð til að bjarga kólerusjúklingum. Aðalatriðið er að vinna gegn ofþornuninni. Það er gert með því að gefa sjúklingum saltblandaðan vökva og oft er glúkósa (þrúgusykri) bætt við blönduna. Þeir sjúklingar sem eru lengst leiddir þurfa ef til vill að fá vökva í æð en aðrir geta drukkið hann. Sýklalyf eru yfirleitt óþörf, en þó getur sýklalyfið tetrasýklín (e. tetracycline) flýtt fyrir bata í sumum tilfellum. Bati getur verið ótrúlega hraður og dánartíðni minnkað tífalt ef brugðist er skjótt við þegar kólerufaraldur kemur upp.

Til eru bóluefni gegn kóleru en þau hafa mjög skammvinna verkun. Forvarnir duga því best. Þær felast í að tryggja íbúum aðgang að hreinu vatni með góðri hönnun og eftirliti með skólpkerfum og vatnsveitum. Þannig hefur verið hægt að útrýma kóleru í evrópskum og amerískum borgum en á 19. öld þegar borgarmyndun stóð sem hæst blossuðu kólerufaraldrar upp annað slagið.

Það var skoski læknirinn Robert Koch sem ræktaði fyrstur manna kólerusýkilinn úr saur sjúklinga og sannaði þar með að Vibrio cholerae er orsökin sjúkdómsins. Þetta var árið 1883, en heimildir eru til um kólerufaraldra frá tímum hins gríska Hippókratesar (sjá Hvernig hljómar eiðurinn sem læknar sverja?). Nú er helst hætta á að Vesturlandabúar smitist af kóleru ef þeir ferðast til svæða í heiminum þar sem kólera er landlæg, til dæmis til Indlands, og fara ekki varlega í neyslu matar og drykkjar.

Þegar þetta er skrifað geisar kóleruheimsfaraldur og er hann sá sjöundi í sögunni sem vitað er um. Faraldurinn stafar af afbrigðinu Vibrio cholera 01 lífgerð (e. biotype) El Tor. Þessi heimsfaraldur hófst árið 1961 í Indónesíu. Sýkingin dreifðist hratt þaðan til annarra landa Austur-Asíu og var komin til Bangladess 1963, Indlands 1964 og til Sovétríkjanna, Írans og Íraks 1965-66.

Árið 1970 var faraldurinn kominn til Vestur-Afríku þar sem kólera hafði ekki geisað í meira en heila öld. Hún dreifðist þar til nokkurra landa og var loks orðin landlæg í mestallri heimsálfunni. Árið 1991 var faraldurinn síðan kominn til Rómönsku Ameríku en þar hafði kólera ekki fundist í meira en öld. Innan árs hafði sjúkdómurinn borist til ellefu landa og síðan um alla heimsálfuna.

Fram til ársins 1992 hafði eingöngu ofannefnd 01 gerð af kólerubakteríunni valdið kólerufaraldri. Seint á því ári urðu þó svæðisbundnir kólerufaraldrar í Indlandi og Bangladess sem stöfuðu af áður óþekktri Vibrio Cholerae bakteríugerð sem fékk auðkennið 0139 eða Bengal. Síðan þá hefur hún ræktast úr sýnum frá 11 löndum í Suðaustur-Asíu. Enn er ekki ljóst hvort Vibrio cholerae 0139 muni breiðast út til annarra svæða og strangt faraldursfræðilegt eftirlit er nú haft með ástandinu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir

Myndir

...