Það sem best greinir milli góðkynja æxla og illkynja æxla er hæfileiki illkynja æxla til að vaxa á ífarandi máta, bæði inn í aðlægan vef (það er með því að vaxa óreglulega ísmjúgandi inn í aðlægan eðlilegan vef) og einnig að sá sér (mynda meinvörp) til fjarlægra líffæra. Þennan hæfileika hafa góðkynja æxli ekki nema að mjög takmörkuðu leyti. Annars koma helstu þættir sem aðgreina góðkynja og illkynja æxli fram í þessari töflu:
Góðkynja æxli | Illkynja æxli | |
Vaxtarmáti | Æxliskantur þenst út Oft hring- eða kúlulaga | Æxliskantur með ífarandi máta Illa afmörkuð |
Vaxtarhraði fruma | Lítill | Mikill |
Smásætt útlit | Vel sérhæfð Frumur einsleitar Kjarnadeilingar fáar Oft hýði eða gervihýði Frumur líkjast upphafsvef Sjaldan drep Sjaldan sármyndun | Mis- eða illa sérhæfð Frumur breytilegar Kjarnadeilingar margar Oftast án hýðis Frumur ólíkar upphafsvef Oft drep í æxli Oft sármyndun í æxli |
Meinvörp | Ekki til staðar | Oft til staðar |
Klínísk áhrif | Stundum vefræn áhrif eða hormónaframleiðsla | Vefræn áhrif, hormónamyndun, niðurbrotsáhrif og almenn einkenni |
Lífshætta | Afar sjaldan lífshætta | Mjög gjarnan lífshætta |
- Geta góðkynja æxli verið lífshættuleg? eftir Jón Gunnlaug Jónasson
- Eru góðkynja heilaæxli krabbamein? eftir Helgu Ögmundsdóttur
- Koma fram æxli í öllum tegundum krabbameins? eftir Helgu Ögmundsdóttur
- Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum krabbamein? eftir Helgu Ögmundsdóttur
- Er allt krabbamein lífshættulegt? eftir Helgu Ögmundsdóttur
- Wikimedia.org. Sótt 9.4.2010.
- Hvað er æxli?
- Hvað er neoplasm?