Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 544 svör fundust

category-iconUmhverfismál

Hvernig vita vísindamenn hversu mikið losnar af gróðurhúsalofttegundum í skógareldum?

Til að reikna hversu mikið losnar af gróðurhúsalofttegundum í gróðureldum (sem skógareldar tilheyra) þarf að vita hversu stórt svæði hefur brunnið, hvaða gróður er á svæðinu og hversu mikið af honum brann, en ekki brennur alltaf allt að fullu. Þegar þessar upplýsingar liggja fyrir er hægt að nota vel þekkta stuðla...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru ágengar framandi dýrategundir?

Nokkrar dýrategundir hafa verið skilgreindar sem ágengar á Íslandi, en ágeng tegund er sú sem hefur neikvæð áhrif á aðrar tegundir í viðtekinni náttúru. Minkur (Mustela vison) er eina spendýrið sem til þessa hefur verið skilgreint sem ágeng dýrategund á Íslandi. Ameríski minkurinn er vinsælt loðdýr og feldurinn...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er lífmassi allra veira á jörðinni?

Veirur eru þær örverur sem finnast í mestum fjölda á jörðinni. Þær eru líklega alls staðar þar sem líf þrífst, allt frá köldum heimskautasvæðum til sjóðandi hvera. Veirur sýkja allar gerðir lífvera, eins og menn, plöntur, sveppi, fiska, skordýr, amöbur og bakteríur. Flestir telja veirur ekki til lífvera því að ...

category-iconLögfræði

Af hverju má ekki flytja tarantúlur til landsins?

Upprunalega spurningin var: Hver er ástæðan við banni á innflutningi á tarantúlum? Sú meginregla gildir á Íslandi að innflutningur hvers kyns dýra er bannaður samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga um innflutning dýra.[1] Tarantúlur falla undir þessa grein og því er innflutningur þeirra bannaður. Undantekning er gerð...

category-iconLífvísindi: almennt

Virkar silfur gegn örverum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Nú eru til vörur sem eru með silfurjónir á yfirborðinu í þeim tilgangi að hefta vöxt og eyða bakteríum (ISO 22196). Virkar þetta einnig gegn veirum? Silfur hefur örveruhindrandi áhrif og hefur verið notað í þúsundir ára í lækningaskyni og til varðveislu matvæla.[1] Silfurjónir...

category-iconNæringarfræði

Er hægt að auka vöðvamassa með einhverju öðru en prótínum?

Upprunalega spurningin var: Geta vöðvar aukið massa án prótína? Prótín er byggingarefni vöðva en einnig þarf orku til að byggja upp vöðva. Ef einstaklingur er ekki í orkujafnvægi, það er að segja fær of litla næringu og er því í neikvæðu orkujafnvægi, notar líkaminn orkuefni sín, sem eru kolvetni, prótín og fit...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju eru systur jólasveinanna svona fáar?

Það er rétt að jólasveinar frá fyrri tíð sem bera kvenkyns nöfn eru mun færri en þeir sem bera karlmannsnöfn. Eins og segir í svari við spurningunni Hvað eru þekkt mörg nöfn jólasveina og hvað heita þeir allir? er vitað um 78 nöfn jólasveina en aðeins fimm þeirra (6,4%) vísa til kvenkynsvera. Sambærileg tölfræði y...

category-iconJarðvísindi

Hvert er rúmmál Öskjuvatns og hvað getur glóandi hraun búið til mikla gjósku úr því vatni?

Ef basaltgos, líkt og í Öskju 1961, hæfist á botni Öskjuvatns yrði það gos svipað og gosið sem myndaði Sandey í Þingvallavatni fyrir 2000 árum. Þekktara af því tagi er þó Surtseyjargosið sem hófst á 130 m dýpi í sjónum suðvestan við Vestmannaeyjar haustið 1963. Meðan gosopið var ennþá neðansjávar og sjór hafði aðg...

category-iconHagfræði

Hver er lægsta upphæð sem dugir til framfærslu á mánuði á Íslandi?

Upphaflega spurningin var í tvennu lagi. Hér er síðari hlutanum svarað. Öll spurningin var þessi: Hver eru lágmarkslaun á Íslandi? Hver er talin lágmarks upphæð í krónum til framfærslu einstaklings? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hver eru lágmarkslaun á Íslandi? er óheimilt að greiða lægri lau...

category-iconÞjóðfræði

Er einhver munur á trú karla og kvenna á yfirnáttúruleg fyrirbæri?

Samkvæmt könnunum Félagsvísindastofnunar á þjóðtrú Íslendinga og reynslu þeirra af yfirnáttúrulegum fyrirbærum sem framkvæmdar voru á árunum 1974[1], 2006-2007[2] og 2023[3] er (og hefur lengi verið) stór munur milli trúar karla og kvenna á yfirnáttúruleg fyrirbæri. Það sama gildir um reynslu, þar sem konur virðas...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru gellur og af hverju notum við þetta heiti yfir fiskmeti?

Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók[1] hefur orðið gella tvær merkingar, annars vegar kynþokkafull ung kona og hins vegar vöðvi í fiskhaus, notaður til matar. Guðrún Kvaran hefur fjallað um fyrrnefndu gelluna í svari við spurningunni Hvað er átt við þegar sagt er um stelpur að þær séu algjörar gellur? Í þessu sva...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir Rang- í örnefnum eins og Rangárvellir?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir liðurinn Rang s.s. í Rangárvellir? Samkvæmt Íslensku orðsifjabókinni merkir lýsingarorðið rangur ‘skakkur, snúinn; óréttur, öfugur’, og af rangur er leitt sagnorðið ranga ‘hreyfa til, ...’ og kvenkynsnafnorðið ranga, ‘ranghverfa, sbr. og sams. eins og Rangá og R...

category-iconBókmenntir og listir

Hefur samtímalist einhver áhrif á samfélagið?

Þessari spurningu er óhætt að svara játandi. Samtímalist hefur haft bein áhrif á mörg ólík svið samfélagsins, svo sem listkennslu, liststofnanir, borgarlandslag, menningarlíf, listmarkaði, og sér í lagi á heimspekilega og hugmyndafræðilega þenslu listhugtaksins. Afleiðingin er meðal annars gjörbreytt reynsla áhorf...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað eru gelgjustælar og af hverju fá krakkar þá en ekki fullorðnir?

Sennilega er sálfræðingurinn Erik Erikson [1] einn af frægustu fræðimönnunum sem fjallað hafa um unglingsárin. Hann hélt því fram að á öllum æviskeiðum hefðum við ákveðið verk að vinna, mismunandi fyrir hvert æviskeið, allt frá fæðingu til dauðadags. Ef okkur tekst til dæmis ekki að læra að treysta öðru fólki á fy...

category-iconHugvísindi

Hver var fyrsti prentarinn á Íslandi?

Elsta kunna heimildin um prentun á íslensku er í „Rechnungsbuch der Sunte Annen Broderschop der Islandsfahrer in Hamburg“ fyrir árið 1530. Ekki er upphæðin há og Björn Þorsteinsson sagnfræðingur, sem rak augun í klausuna sagði: Af því að ekkert er getið um efni textans, þykir mér sennilegast, að hér sé um að ræða ...

Fleiri niðurstöður