Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru ágengar framandi dýrategundir?

Pawel Wasowicz

Nokkrar dýrategundir hafa verið skilgreindar sem ágengar á Íslandi, en ágeng tegund er sú sem hefur neikvæð áhrif á aðrar tegundir í viðtekinni náttúru.

Minkur (Mustela vison) er eina spendýrið sem til þessa hefur verið skilgreint sem ágeng dýrategund á Íslandi. Ameríski minkurinn er vinsælt loðdýr og feldurinn af honum er mikið notaður í iðnaði. Hann var fyrst fluttur til Íslands haustið 1931 frá Noregi. Því miður sluppu nokkrir minkar fljótlega úr búrunum og í kjölfarið náði hann mikilli útbreiðslu á Íslandi á kostnað annara dýrategunda. Ýmsar tegundir fugla hafa helst orðið fyrir barðinu á minknum.[1] Stærð íslenska minkastofnsins er óþekkt en er væntanlega mörg þúsund dýr að haustlagi. Minkurinn hefur víða sett mark sitt á fuglalíf og valdið breytingum á varpháttum fugla.[2] Rannsóknir á minkum eru stundaðar hjá Náttúrustofu Vesturlands.

Ágengar tegundir eru þær sem hafa neikvæð áhrif á aðrar tegundir í viðtekinni náttúru. Minkur (Mustela vison) er eina spendýrið sem til þessa hefur verið skilgreint sem ágeng dýrategund á Íslandi.

Þrjár tegundir smádýra sem borist hafa til landsins með mönnum, hafa einnig verið skilgreindar sem ágengar:

  1. Spánarsnigill (Arion vulgaris) hefur borist hingað með innfluttum plöntum.[3] Ekki eru allir þó á eitt sáttir um hvort hann skuli teljast ágeng tegund hér á landi, en hann hefur þá stöðu í löndum Evrópu.[4]
  2. Búrsnigill (Physa acuta) hefur verið fluttur til Íslands til notkunar í skrautfiskabúrum. Þegar tæmt hefur verið úr búrunum hefur hann hins vegar borist í vötn. Þar kann hann að lenda í samkeppni við aðra náttúrulega vatnasnigla.[5]
  3. Húshumla (Bombus lucorum) fannst fyrst hérlendis sumarið 1979 í Reykjavík og Heiðmörk. Hún barst til landsins með vöruflutningum og náði fljótt fótfestu bæði í byggð og ósnortinni náttúru.[6] Húshumla dreifðist hratt um landið og náði á skömmum tíma að fara allan hringinn í kringum landið, meðal annars til Hornstranda. Á sama tíma tók móhumlu (Bombus jonellus) að hraka[7]. Þess vegna tilheyrir húshumla hópi ágengra tegunda.

Tilvísanir:
  1. ^ Bonesi, L. & Palazon, S. (2007). The American mink in Europe: status, impacts, and control. Biological conservation, 134(4), 470-483.
  2. ^ Hersteinsson, P., (1999). Methods to eradicate the American mink (Mustela vison) in Iceland, in: Proceedings of the Workshop on the Control and Eradication of Non-native Terrestrial Vertebrates. vol. 41. Environmental Encounters, Council of Europe Publishing, bls. 25–29.
  3. ^ Ingimarsdottir, M., & Ólafsson, E. (2005). Spánarsnigill finnst á Íslandi, því miður? Náttúrufræðingurinn, 73, 75-78.
  4. ^ NOBANIS - Invasive Alien Species Fact Sheet - Arion lusitanicus (or vulgaris). (Sótt 2.10.2020).
  5. ^ Ebbs, E. T., Loker, E. S., & Brant, S. V. (2018). Phylogeography and genetics of the globally invasive snail Physa acuta Draparnaud 1805, and its potential to serve as an intermediate host to larval digenetic trematodes. BMC evolutionary biology, 18(1), 103.
  6. ^ Prŷs-Jones, O. E., Ólafsson, E., & Kristjánsson, K. (1981). The Icelandic bumble bee fauna (Bombus Latr., Apidae) and its distributional ecology. Journal of apicultural Research, 20(3), 189-197.
  7. ^ Hallmen, M. (2017) Changes in the bumblebee fauna of Iceland: Will Bombus lucorum replace Bombus jonellus? (Hymenoptera: Apoidea). Nachr. entomol. Ver. Apollo, N.F. 38 (2/3): 121–128.

Mynd:

Höfundur

Pawel Wasowicz

grasafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands

Útgáfudagur

6.10.2020

Síðast uppfært

7.10.2020

Spyrjandi

Ólafur Kjartansson

Tilvísun

Pawel Wasowicz. „Hvað eru ágengar framandi dýrategundir?“ Vísindavefurinn, 6. október 2020, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80145.

Pawel Wasowicz. (2020, 6. október). Hvað eru ágengar framandi dýrategundir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80145

Pawel Wasowicz. „Hvað eru ágengar framandi dýrategundir?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2020. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80145>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru ágengar framandi dýrategundir?
Nokkrar dýrategundir hafa verið skilgreindar sem ágengar á Íslandi, en ágeng tegund er sú sem hefur neikvæð áhrif á aðrar tegundir í viðtekinni náttúru.

Minkur (Mustela vison) er eina spendýrið sem til þessa hefur verið skilgreint sem ágeng dýrategund á Íslandi. Ameríski minkurinn er vinsælt loðdýr og feldurinn af honum er mikið notaður í iðnaði. Hann var fyrst fluttur til Íslands haustið 1931 frá Noregi. Því miður sluppu nokkrir minkar fljótlega úr búrunum og í kjölfarið náði hann mikilli útbreiðslu á Íslandi á kostnað annara dýrategunda. Ýmsar tegundir fugla hafa helst orðið fyrir barðinu á minknum.[1] Stærð íslenska minkastofnsins er óþekkt en er væntanlega mörg þúsund dýr að haustlagi. Minkurinn hefur víða sett mark sitt á fuglalíf og valdið breytingum á varpháttum fugla.[2] Rannsóknir á minkum eru stundaðar hjá Náttúrustofu Vesturlands.

Ágengar tegundir eru þær sem hafa neikvæð áhrif á aðrar tegundir í viðtekinni náttúru. Minkur (Mustela vison) er eina spendýrið sem til þessa hefur verið skilgreint sem ágeng dýrategund á Íslandi.

Þrjár tegundir smádýra sem borist hafa til landsins með mönnum, hafa einnig verið skilgreindar sem ágengar:

  1. Spánarsnigill (Arion vulgaris) hefur borist hingað með innfluttum plöntum.[3] Ekki eru allir þó á eitt sáttir um hvort hann skuli teljast ágeng tegund hér á landi, en hann hefur þá stöðu í löndum Evrópu.[4]
  2. Búrsnigill (Physa acuta) hefur verið fluttur til Íslands til notkunar í skrautfiskabúrum. Þegar tæmt hefur verið úr búrunum hefur hann hins vegar borist í vötn. Þar kann hann að lenda í samkeppni við aðra náttúrulega vatnasnigla.[5]
  3. Húshumla (Bombus lucorum) fannst fyrst hérlendis sumarið 1979 í Reykjavík og Heiðmörk. Hún barst til landsins með vöruflutningum og náði fljótt fótfestu bæði í byggð og ósnortinni náttúru.[6] Húshumla dreifðist hratt um landið og náði á skömmum tíma að fara allan hringinn í kringum landið, meðal annars til Hornstranda. Á sama tíma tók móhumlu (Bombus jonellus) að hraka[7]. Þess vegna tilheyrir húshumla hópi ágengra tegunda.

Tilvísanir:
  1. ^ Bonesi, L. & Palazon, S. (2007). The American mink in Europe: status, impacts, and control. Biological conservation, 134(4), 470-483.
  2. ^ Hersteinsson, P., (1999). Methods to eradicate the American mink (Mustela vison) in Iceland, in: Proceedings of the Workshop on the Control and Eradication of Non-native Terrestrial Vertebrates. vol. 41. Environmental Encounters, Council of Europe Publishing, bls. 25–29.
  3. ^ Ingimarsdottir, M., & Ólafsson, E. (2005). Spánarsnigill finnst á Íslandi, því miður? Náttúrufræðingurinn, 73, 75-78.
  4. ^ NOBANIS - Invasive Alien Species Fact Sheet - Arion lusitanicus (or vulgaris). (Sótt 2.10.2020).
  5. ^ Ebbs, E. T., Loker, E. S., & Brant, S. V. (2018). Phylogeography and genetics of the globally invasive snail Physa acuta Draparnaud 1805, and its potential to serve as an intermediate host to larval digenetic trematodes. BMC evolutionary biology, 18(1), 103.
  6. ^ Prŷs-Jones, O. E., Ólafsson, E., & Kristjánsson, K. (1981). The Icelandic bumble bee fauna (Bombus Latr., Apidae) and its distributional ecology. Journal of apicultural Research, 20(3), 189-197.
  7. ^ Hallmen, M. (2017) Changes in the bumblebee fauna of Iceland: Will Bombus lucorum replace Bombus jonellus? (Hymenoptera: Apoidea). Nachr. entomol. Ver. Apollo, N.F. 38 (2/3): 121–128.

Mynd:...