- Spánarsnigill (Arion vulgaris) hefur borist hingað með innfluttum plöntum.[3] Ekki eru allir þó á eitt sáttir um hvort hann skuli teljast ágeng tegund hér á landi, en hann hefur þá stöðu í löndum Evrópu.[4]
- Búrsnigill (Physa acuta) hefur verið fluttur til Íslands til notkunar í skrautfiskabúrum. Þegar tæmt hefur verið úr búrunum hefur hann hins vegar borist í vötn. Þar kann hann að lenda í samkeppni við aðra náttúrulega vatnasnigla.[5]
- Húshumla (Bombus lucorum) fannst fyrst hérlendis sumarið 1979 í Reykjavík og Heiðmörk. Hún barst til landsins með vöruflutningum og náði fljótt fótfestu bæði í byggð og ósnortinni náttúru.[6] Húshumla dreifðist hratt um landið og náði á skömmum tíma að fara allan hringinn í kringum landið, meðal annars til Hornstranda. Á sama tíma tók móhumlu (Bombus jonellus) að hraka[7]. Þess vegna tilheyrir húshumla hópi ágengra tegunda.
- ^ Bonesi, L. & Palazon, S. (2007). The American mink in Europe: status, impacts, and control. Biological conservation, 134(4), 470-483.
- ^ Hersteinsson, P., (1999). Methods to eradicate the American mink (Mustela vison) in Iceland, in: Proceedings of the Workshop on the Control and Eradication of Non-native Terrestrial Vertebrates. vol. 41. Environmental Encounters, Council of Europe Publishing, bls. 25–29.
- ^ Ingimarsdottir, M., & Ólafsson, E. (2005). Spánarsnigill finnst á Íslandi, því miður? Náttúrufræðingurinn, 73, 75-78.
- ^ NOBANIS - Invasive Alien Species Fact Sheet - Arion lusitanicus (or vulgaris). (Sótt 2.10.2020).
- ^ Ebbs, E. T., Loker, E. S., & Brant, S. V. (2018). Phylogeography and genetics of the globally invasive snail Physa acuta Draparnaud 1805, and its potential to serve as an intermediate host to larval digenetic trematodes. BMC evolutionary biology, 18(1), 103.
- ^ Prŷs-Jones, O. E., Ólafsson, E., & Kristjánsson, K. (1981). The Icelandic bumble bee fauna (Bombus Latr., Apidae) and its distributional ecology. Journal of apicultural Research, 20(3), 189-197.
- ^ Hallmen, M. (2017) Changes in the bumblebee fauna of Iceland: Will Bombus lucorum replace Bombus jonellus? (Hymenoptera: Apoidea). Nachr. entomol. Ver. Apollo, N.F. 38 (2/3): 121–128.
- American Mink at the British Wildlife © Peter Trimming :: Geograph Britain and Ireland. (Sótt 2.10.2020). Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution-ShareAlike 2.0 Generic — CC BY-SA 2.0. (Sótt 2.10.2020).