Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir Rang- í örnefnum eins og Rangárvellir?

Emily Lethbridge

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvað þýðir liðurinn Rang s.s. í Rangárvellir?

Samkvæmt Íslensku orðsifjabókinni merkir lýsingarorðið rangur ‘skakkur, snúinn; óréttur, öfugur’, og af rangur er leitt sagnorðið ranga ‘hreyfa til, ...’ og kvenkynsnafnorðið ranga, ‘ranghverfa, sbr. og sams. eins og Rangá og Rangbeinn’. Önnur skyld orð má sjá í venslanetinu. Einnig er gaman að nefna að nafnorðið ranga og samheiti ranghverfa koma fyrir í Íðorðabankanum í orðasafninu Hannyrðir.

En hvað merkingu Rang- í örnefnum eins og Rangárvellir varðar, er það frekar óumdeilt að það vísi í eiginleika kennileitis (hvort sem það eru vatnanöfn eða önnur landslagsnöfn) eða svæðis sem um er að ræða.

Eystri-Ranga séð til norðurs.

Leitarniðurstöður fyrir ‘rang-’ í gagnagrunninum nafnið.is eru allmargar. Þar er til að mynda að finna Rangá og önnur tengd nöfn svo sem Rangárvellir, Rangármelar, Rangárfoss; en einnig meðal annars Rangagata, Rangagil, Rangagjögur, Rangahjalli, Rangalón (bæjarnafn), Rangamýrar, Rangatjörn, Rangárás, Ranghali og Rangali, Rangivogur, Ranglát, Rangmiga, Rangur. Sum nöfn koma fyrir á fleiri en einum stað. Ekki eru skýringar til fyrir öll dæmin en meðal þeirra sem látin eru fljóta með í örnefnaskrám eru:
  • Fremri-Ranghali, dalur ‘meðfram Úthnjúkum að vestan, og er reyndar kallaður almennt Ranghali (í framburði ætíð Rangali) ... er dalur þessi mjór og mjög krókóttur, og ber því vel viðeigandi nafn’.[1]
  • Rangmiga, lækur með breytileg stefna.[2]
  • Rangur, hylur ‘mikill og strengur’.[3]

Af og til er annars konar skýringar að finna í örnefnalýsingum, það er svokallaðar alþýðuskýringar (sjá Aðalsteinn Hákonarson 2023 um hugtakið). Í lýsingunni fyrir Stafafell og Brekku í Austur-Skaftafellssýslu er til dæmis lækur sem heitir Rangalækur og er sá lækur ‘eins og rangir í skip, sagði séra Jón á Stafafelli’.[4]

Tilvísanir:
  1. ^ Örnefni á Staðarafrétt.
  2. ^ Örnefnaskrá fyrir Eldleysu – Steinsnes.
  3. ^ Örnefnaskrá fyrir Varmalæk.
  4. ^ Örnefnaskrá fyrir Stafafell og Brekku.

Heimildir og mynd

Höfundur

Emily Lethbridge

rannsóknardósent á Árnastofnun

Útgáfudagur

28.10.2024

Spyrjandi

Páll Tryggvason

Tilvísun

Emily Lethbridge. „Hvað merkir Rang- í örnefnum eins og Rangárvellir?“ Vísindavefurinn, 28. október 2024, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86502.

Emily Lethbridge. (2024, 28. október). Hvað merkir Rang- í örnefnum eins og Rangárvellir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86502

Emily Lethbridge. „Hvað merkir Rang- í örnefnum eins og Rangárvellir?“ Vísindavefurinn. 28. okt. 2024. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86502>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir Rang- í örnefnum eins og Rangárvellir?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað þýðir liðurinn Rang s.s. í Rangárvellir?

Samkvæmt Íslensku orðsifjabókinni merkir lýsingarorðið rangur ‘skakkur, snúinn; óréttur, öfugur’, og af rangur er leitt sagnorðið ranga ‘hreyfa til, ...’ og kvenkynsnafnorðið ranga, ‘ranghverfa, sbr. og sams. eins og Rangá og Rangbeinn’. Önnur skyld orð má sjá í venslanetinu. Einnig er gaman að nefna að nafnorðið ranga og samheiti ranghverfa koma fyrir í Íðorðabankanum í orðasafninu Hannyrðir.

En hvað merkingu Rang- í örnefnum eins og Rangárvellir varðar, er það frekar óumdeilt að það vísi í eiginleika kennileitis (hvort sem það eru vatnanöfn eða önnur landslagsnöfn) eða svæðis sem um er að ræða.

Eystri-Ranga séð til norðurs.

Leitarniðurstöður fyrir ‘rang-’ í gagnagrunninum nafnið.is eru allmargar. Þar er til að mynda að finna Rangá og önnur tengd nöfn svo sem Rangárvellir, Rangármelar, Rangárfoss; en einnig meðal annars Rangagata, Rangagil, Rangagjögur, Rangahjalli, Rangalón (bæjarnafn), Rangamýrar, Rangatjörn, Rangárás, Ranghali og Rangali, Rangivogur, Ranglát, Rangmiga, Rangur. Sum nöfn koma fyrir á fleiri en einum stað. Ekki eru skýringar til fyrir öll dæmin en meðal þeirra sem látin eru fljóta með í örnefnaskrám eru:
  • Fremri-Ranghali, dalur ‘meðfram Úthnjúkum að vestan, og er reyndar kallaður almennt Ranghali (í framburði ætíð Rangali) ... er dalur þessi mjór og mjög krókóttur, og ber því vel viðeigandi nafn’.[1]
  • Rangmiga, lækur með breytileg stefna.[2]
  • Rangur, hylur ‘mikill og strengur’.[3]

Af og til er annars konar skýringar að finna í örnefnalýsingum, það er svokallaðar alþýðuskýringar (sjá Aðalsteinn Hákonarson 2023 um hugtakið). Í lýsingunni fyrir Stafafell og Brekku í Austur-Skaftafellssýslu er til dæmis lækur sem heitir Rangalækur og er sá lækur ‘eins og rangir í skip, sagði séra Jón á Stafafelli’.[4]

Tilvísanir:
  1. ^ Örnefni á Staðarafrétt.
  2. ^ Örnefnaskrá fyrir Eldleysu – Steinsnes.
  3. ^ Örnefnaskrá fyrir Varmalæk.
  4. ^ Örnefnaskrá fyrir Stafafell og Brekku.

Heimildir og mynd...