Hvað þýðir liðurinn Rang s.s. í Rangárvellir?Samkvæmt Íslensku orðsifjabókinni merkir lýsingarorðið rangur ‘skakkur, snúinn; óréttur, öfugur’, og af rangur er leitt sagnorðið ranga ‘hreyfa til, ...’ og kvenkynsnafnorðið ranga, ‘ranghverfa, sbr. og sams. eins og Rangá og Rangbeinn’. Önnur skyld orð má sjá í venslanetinu. Einnig er gaman að nefna að nafnorðið ranga og samheiti ranghverfa koma fyrir í Íðorðabankanum í orðasafninu Hannyrðir. En hvað merkingu Rang- í örnefnum eins og Rangárvellir varðar, er það frekar óumdeilt að það vísi í eiginleika kennileitis (hvort sem það eru vatnanöfn eða önnur landslagsnöfn) eða svæðis sem um er að ræða.
- Fremri-Ranghali, dalur ‘meðfram Úthnjúkum að vestan, og er reyndar kallaður almennt Ranghali (í framburði ætíð Rangali) ... er dalur þessi mjór og mjög krókóttur, og ber því vel viðeigandi nafn’.[1]
- Rangmiga, lækur með breytileg stefna.[2]
- Rangur, hylur ‘mikill og strengur’.[3]
- ^ Örnefni á Staðarafrétt.
- ^ Örnefnaskrá fyrir Eldleysu – Steinsnes.
- ^ Örnefnaskrá fyrir Varmalæk.
- ^ Örnefnaskrá fyrir Stafafell og Brekku.
- Ari Gíslason. Varmalækur. Nafnið.is
- Aðalsteinn Hákonarson (2023) ‘Í tófnalandi og slægna: um fleirnefnið Grens-, Græn(s/a)dal og alþýðuskýringar’, í Nöfn á nýrri öld: 20 greinar í tilefni 20 ára afmælis Nafnfræðifélagsins. Ritst. Emily Lethbridge et al. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. (1989). Íslensk orðsifjabók. Orðabókar Háskólans.
- Íðorðabankinn. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
- Margeir Jónsson. (1934). Örnefni á Staðarafrétt og aðliggjandi heimalöndum. Nafnið.is
- Nafnið.is. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
- Sigurður Jónsson. (1885). Stafafell og Brekka. Nafnið.is
- Svavar Sigmundsson. (2013, 27. maí). Hvað merkir nafnið Rangá? Vísindavefurinn.
- Vilhjálmur Hjálmarsson. (1950). Eldleysa - Steinsnes. Nafnið.is
- Mats Icelandic Image Library. © Mats Wibe Lund. Birt með góðfúslegu leyfi. (Sótt 23.10.2024).