Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir nafnið Rangá?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Rangá er nafn á nokkrum ám í landinu:

  • Á sem kemur af Rangárdal í Miðdölum í Dalasýslu og rennur í Hörðudalsá að vestanverðu.
  • Á í landi Ófeigsstaða í Ljósavatnshreppi, Suður-Þingeyjarsýslu, og nýbýli kennt við hana.
  • Á sem rennur úr Sandvatni og niður í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu (Landnámabók), og bær kenndur við hana.
  • Á sem skælist niður milli Tvífjalla í Mjóafirði (Árbók Ferðafélags Íslands 2005:154).
  • Tvær ár, Eystri- og Ytri-Rangá í Rangárvallasýslu (Landnámabók).
  • Í Kjarardal í Borgarfjarðarsýslu er Rangárgil og hefur áin þar vafalítið heitið Rangá.

Vafalaust eru fleiri Rangár í landinu en hér hafa verið nefndar. Merking forliðarins rangur er 'skakkur, snúinn' (Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, 742), en einnig 'sem vindur sig', skylt orðinu rangali, en Rangárnar einkennast öðru fremur af því að þær hafa breytilega stefnu.



Ytri-Rangá

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 27. 5. 2008.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

27.5.2008

Spyrjandi

Helgi Stefánsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvað merkir nafnið Rangá?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2008, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=47360.

Svavar Sigmundsson. (2008, 27. maí). Hvað merkir nafnið Rangá? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=47360

Svavar Sigmundsson. „Hvað merkir nafnið Rangá?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2008. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=47360>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir nafnið Rangá?
Rangá er nafn á nokkrum ám í landinu:

  • Á sem kemur af Rangárdal í Miðdölum í Dalasýslu og rennur í Hörðudalsá að vestanverðu.
  • Á í landi Ófeigsstaða í Ljósavatnshreppi, Suður-Þingeyjarsýslu, og nýbýli kennt við hana.
  • Á sem rennur úr Sandvatni og niður í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu (Landnámabók), og bær kenndur við hana.
  • Á sem skælist niður milli Tvífjalla í Mjóafirði (Árbók Ferðafélags Íslands 2005:154).
  • Tvær ár, Eystri- og Ytri-Rangá í Rangárvallasýslu (Landnámabók).
  • Í Kjarardal í Borgarfjarðarsýslu er Rangárgil og hefur áin þar vafalítið heitið Rangá.

Vafalaust eru fleiri Rangár í landinu en hér hafa verið nefndar. Merking forliðarins rangur er 'skakkur, snúinn' (Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, 742), en einnig 'sem vindur sig', skylt orðinu rangali, en Rangárnar einkennast öðru fremur af því að þær hafa breytilega stefnu.



Ytri-Rangá

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 27. 5. 2008....