
Samtímalist hefur haft bein áhrif á mörg ólík svið samfélagsins, til dæmis listkennslu, liststofnanir, borgarlandslag, menningarlíf og fleira. Styttur úr verkefninu „Tímaverðir“ (e. Guardians of Time) eftir Manfred Kielnhofer, settar upp á Markúsartorgi í Feneyjum.
- kerfi sem kallað hefur verið heimsvæddur listheimur (e. global art world)
- ákveðin gagnrýnin afstaða listamanna til heimsvæðingarinnar sem birtist í úrvinnslu á sársauka fortíðarinnar og ýmsum pólitískum deilumálum (kynjamisrétti, innflytjendamál, ofsóknir gagnvart minnihlutahópum, rasismi, …)
- lýsing á ákveðinni reynslu sem áhorfandinn verður fyrir eða móttekur oft í gengum beina þátttöku.
Listsköpun kínverska andófsmannsins Ai Weiwei er gott dæmi um þá aðferðafræði sumra listamanna samtímans að grípa inn í pólitísk samfélagsmál. Á myndinni má sjá hluta af innsetningu hans „Sunflower Seeds“. Verkið samanstendur af hundrað milljónum sólblómafræja úr postulíni sem dreift var yfir 1000 fermetra víðan og 10 cm djúpan flöt í Turbínusal Tate Modern listasafnsins í London, haustið 2010. Sólblómafræin voru handgerð af rúmlega 1600 verkamönnum í kínverska bænum Jingdezhen í meira en tvö ár. Hvert fræ er einstakt en um leið hluti af heildinni. Sólblómafræin hafa fjölþættar tilvísanir innan kínverskrar menningar, auk þess sem handverkið minnir á menningararfleifð sem á undir högg að sækja í tæknivæðingu landsins. Þá mætti túlka að verkið deili á þær aðferðir sem notaðar eru í Kína þegar varningur er fjöldaframleiddur og svo sendur til Vesturlanda.
- ^ „[T]he network of people whose cooperative activity, organized via their joint knowledge of conventional means of doing things, produces the kind of art works that art world is noted for.“ Howard S. Becker, Art Worlds, Berkley and Los Angeles: University of California Press, 1982, bls. x.
- ^ Yfirlit um þessa umræðu má lesa í grein Juliane Rebentisch, „The Contemporaneity of Contemporary Art“, New German Critique, February 2015, 42(1 124):223-237. Doi: 10.1215/0094033X-2753672.
- ^ „Contemporariness is, then, a singular relationship with one´s own time, which adheres to it and, at the same time, keeps a distance from it. More precisely, it is that relationship with time that adheres to it through a disjunction and anachronism. Those who coincide too well with the epoch, those who are perfectly tied to it in every respect, are not contemporaries, precisely because they do not manage to see it; they are not able to firmly hold their gaze on it”. Giorgio Agamben, „What is the Contemporary?,” What is an Apparatus and Other Essays (Stanford, CA: Stanford University Presss, 2009), 39-54, hér bls. 41.
- ^ Arthur C. Danto, After the End of Art: Contemporary Art and the Pale of History (Princeton, New Jersey: Princeton University Press, 1997). Hans Belting, Art History After Modernism (Chicago: University of Chicago Press, 2003).
- ^ Terry Smith, „Contemporary Art and Contemporaneity.“ Critical Inquiry 32, no. 4 (2006): 681-707. Doi:10.1086/508087.
- ^ Claire Bishop, Artificial Hells. Participatory Art and the Politics of Spectatorship (London /New York: Verso Books, 2012).
- ^ Chantal Mouffe, “Artistic Activism and Agnostic Spaces,” Art & Research, Vol. 1. No. 2. Summer 2007. Sótt 10. febrúar 2018 af www.artandresearch.org.uk/v1n2/mouffe.html.
- About Ai Weiwei's Sunflower Seeds - Ai Weiwei's Sunflower Seeds. (Sótt 22.01.2019).
- The Unilever Series: Ai Weiwei: Sunflower Seeds – Exhibition at Tate Modern | Tate. (Sótt 22.01.2019).
- 'Sunflower Seeds' by Ai Weiwei, Tate Modern Turbine Hall | Flickr. (Sótt 15.1.2019).
- File:Contemporary-art-biennale-show-project-venice- illuminations manfred kielnhofer.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 15.1.2019).
Hafa listastefnur eins og impressjónismi haft einhver stórvægleg áhrif á samfélagið? Hafa listastefnur haft einhver stórvægleg áhrif á samfélagið (til dæmis impressjónismi)?