Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur samtímalist einhver áhrif á samfélagið?

Æsa Sigurjónsdóttir

Þessari spurningu er óhætt að svara játandi. Samtímalist hefur haft bein áhrif á mörg ólík svið samfélagsins, svo sem listkennslu, liststofnanir, borgarlandslag, menningarlíf, listmarkaði, og sér í lagi á heimspekilega og hugmyndafræðilega þenslu listhugtaksins. Afleiðingin er meðal annars gjörbreytt reynsla áhorfandans af listaverkum sem hafa breytt hugmyndum hans og afstöðu til sköpunar almennt. Um leið ber að hafa í huga að list er fyrst og fremst flokkun, hugtak og orðræða, en ekki sjálfstætt fyrirbæri. Þá er samtímalistin hluti af samfélagslegu og efnahagslegu kerfi (listheimi), sem bandaríski félagsfræðingurinn Howard S. Becker ræddi í bók sinni Listheimur (Art Worlds). Þar skilgreindi hann listheiminn sem eins konar net þeirra einstaklinga sem vinna í sameiningu að því að skapa þau listaverk sem listheimurinn er þekktur fyrir.[1] Um þetta má lesa meira í svari Gunnars Harðarsonar við spurningunni Hvernig er hægt að útskýra hvað list er?

Samtímalist hefur haft bein áhrif á mörg ólík svið samfélagsins, til dæmis listkennslu, liststofnanir, borgarlandslag, menningarlíf og fleira. Styttur úr verkefninu „Tímaverðir“ (e. Guardians of Time) eftir Manfred Kielnhofer, settar upp á Markúsartorgi í Feneyjum.

Til að svara spurningunni um áhrif samtímalista verður að dvelja stuttlega við nokkuð heimspekilega skilgreiningu á fyrirbærinu samtími. Það liggur í augum uppi að öll list er á einhvern hátt „barn síns tíma” og endurspeglar því á ólíkan hátt sína samtíð, það er þann tíma og það félagslega og efnahagslega samhengi sem hún er sprottin af. Hins vegar flokkast aðeins ákveðin tegund listar undir flokkinn samtímalist (e. contemporary art), og ýmsar gerðir lista sem eru framleiddar í okkar samtíð teljast ekki til samtímtímalista.[2]

Til að skilja betur þennan mismun er árángursríkt að grípa til skilgreiningar ítalska heimspekingsins Giorgio Agamben sem lýsir fyrirbærinu samtímaleiki (þýð. á ensku hugtökunum contemporariness og contemporaneity) sem ákveðnu ástandi eða tengslum einstaklingsins við sinn eigin tíma, þar sem hann bæði samsamar sig honum og fjarlægir sig frá honum, í þeim tilgangi að greina hann betur.[3] Það er einmitt í þessari gagnrýnu fjarlægð við eigin samtíð og úrvinnslu hins marglaga tíma sem samtímalistamenn reyna að hafa áhrif með því að takast á við leifar fortíðarinnar jafnt sem mál líðandi stundar.

En hver er þá sérstaða og birtingarform þeirra verka sem falla í flokk samtímalista í núveru 21. aldarinnar? Margir listfræðingar hafa reynt að skilgreina nánar einkenni samtímaleika lista í tíma sem jafnframt hefur verið skilgreindur sem tími lista eftir endalok listarinnar.[4] Ástralski listfræðingurinn Terry Smith hefur skilgreint samtímaleika samtímalistarinnar annars vegar sem nýtt heimsvætt kerfi listheimsins, hins vegar sem ákveðna nálgun, túlkun eða sjónarhorn listamanna á samtímann. Smith segir listamenn samtímans eiga það sameiginlegt að vinna úr áfalli (e. trauma) 20. aldarinnar og verk þeirra megi oft og tíðum túlka sem von um frelsun. Samtímalistin sé því einhverskonar endurlit og úrvinnsla á reynslu ofbeldis, kynjamisrétti, rasisma, eða öðrum baráttumálum einstaklinga og hópa í okkar samtíma.[5]

Í stuttu máli mætti því skilgreina samtímalist sem:
  1. kerfi sem kallað hefur verið heimsvæddur listheimur (e. global art world)
  2. ákveðin gagnrýnin afstaða listamanna til heimsvæðingarinnar sem birtist í úrvinnslu á sársauka fortíðarinnar og ýmsum pólitískum deilumálum (kynjamisrétti, innflytjendamál, ofsóknir gagnvart minnihlutahópum, rasismi, …)
  3. lýsing á ákveðinni reynslu sem áhorfandinn verður fyrir eða móttekur oft í gengum beina þátttöku.

Aðrir fræðimenn halda því fram að í heimsvæðingu samtímalista og í samtímaleikanum birtist speglun ný-kapítalismans í allri sinni mynd, enda deili þau sömu lykilorðum svo sem samfélagsleg þátttaka, netverk, flæði, byggi á illa launuðu vinnuafli og óheftum vinnuaðstæðum, auk þess sem listmarkaðurinn sé hulinn markaður (e. opaque).[6] Þessi hugmyndafræðilegi samruni samtímalista og ný-kapítalisma birtist fyrst og fremst í allri umgjörð listheimsins; tvíæringum og listkaupstefnum, jafnvel í listasöfnunum sem leggja sífelt meiri áherslu á sölu og neyslurými og listaverkið sem markaðsvæna afleiðu.

Aðrir sjá ljós í myrkri, til að mynda heimspekingurinn Chantal Mouffe, sem skilgreinir almannarýmið sem átakarými (e. battleground) og listina sem órætt (e. agnostic) inngrip inn í þetta rými. Mouffe álítur að listamenn hafi enn (í flestum tilvikum) það að markmiði að sýna sannleikann og afhjúpa neytendamiðaða ímyndarsköpun list- og mennningarstofnana.[7] Hún telur að þrátt fyrir óheftan ágang verslunar og eftirlits í borgum og á stofnunum, þar með talið listasöfnum, þá hafi listamenn möguleika og kraft til að losna undan ánauð listkerfisins og rifja upp það sem er þaggað eða falið í samfélaginu, jafnvel grípa inn í pólitísk samfélagsmál á áhrifaríkan hátt.

Listsköpun kínverska andófsmannsins Ai Weiwei er gott dæmi um þá aðferðafræði sumra listamanna samtímans að grípa inn í pólitísk samfélagsmál. Á myndinni má sjá hluta af innsetningu hans „Sunflower Seeds“. Verkið samanstendur af hundrað milljónum sólblómafræja úr postulíni sem dreift var yfir 1000 fermetra víðan og 10 cm djúpan flöt í Turbínusal Tate Modern listasafnsins í London, haustið 2010. Sólblómafræin voru handgerð af rúmlega 1600 verkamönnum í kínverska bænum Jingdezhen í meira en tvö ár. Hvert fræ er einstakt en um leið hluti af heildinni. Sólblómafræin hafa fjölþættar tilvísanir innan kínverskrar menningar, auk þess sem handverkið minnir á menningararfleifð sem á undir högg að sækja í tæknivæðingu landsins. Þá mætti túlka að verkið deili á þær aðferðir sem notaðar eru í Kína þegar varningur er fjöldaframleiddur og svo sendur til Vesturlanda.

Listsköpun kínverska andófsmannsins Ai Weiwei (f. 1957) er gott dæmi um slíka aðferðarfræði, enda hefur hann mátt þola ýmsar hömlur sem kínversk stjórnvöld hafa sett á ferðafrelsi hans og listsköpun. Þannig tekst einstaka listamanni enn að skilgreina sig út frá 19. aldar framúrstefnuhugmyndum, það er skapa ímynd hins þjóðfélagslega gagnrýnanda og nýta samfélagsmiðla og listheiminn (á samtímalegan hátt) til að koma hugsun sinni á framfæri, á meðan aðrir gera áhrifaleysi listarinnar að viðfangsefni sínu og bregða sér í hlutverkaleik, eins og Ragnar Kjartansson (f. 1976) gerir svo skarplega í verkum sínum.

Tilvísanir:
  1. ^ „[T]he network of people whose cooperative activity, organized via their joint knowledge of conventional means of doing things, produces the kind of art works that art world is noted for.“ Howard S. Becker, Art Worlds, Berkley and Los Angeles: University of California Press, 1982, bls. x.
  2. ^ Yfirlit um þessa umræðu má lesa í grein Juliane Rebentisch, „The Contemporaneity of Contemporary Art“, New German Critique, February 2015, 42(1 124):223-237. Doi: 10.1215/0094033X-2753672.
  3. ^ „Contemporariness is, then, a singular relationship with one´s own time, which adheres to it and, at the same time, keeps a distance from it. More precisely, it is that relationship with time that adheres to it through a disjunction and anachronism. Those who coincide too well with the epoch, those who are perfectly tied to it in every respect, are not contemporaries, precisely because they do not manage to see it; they are not able to firmly hold their gaze on it”. Giorgio Agamben, „What is the Contemporary?,” What is an Apparatus and Other Essays (Stanford, CA: Stanford University Presss, 2009), 39-54, hér bls. 41.
  4. ^ Arthur C. Danto, After the End of Art: Contemporary Art and the Pale of History (Princeton, New Jersey: Princeton University Press, 1997). Hans Belting, Art History After Modernism (Chicago: University of Chicago Press, 2003).
  5. ^ Terry Smith, „Contemporary Art and Contemporaneity.“ Critical Inquiry 32, no. 4 (2006): 681-707. Doi:10.1086/508087.
  6. ^ Claire Bishop, Artificial Hells. Participatory Art and the Politics of Spectatorship (London /New York: Verso Books, 2012).
  7. ^ Chantal Mouffe, “Artistic Activism and Agnostic Spaces,” Art & Research, Vol. 1. No. 2. Summer 2007. Sótt 10. febrúar 2018 af www.artandresearch.org.uk/v1n2/mouffe.html.

Lesefni um Sólblómafræ Ai Weiwei:

Myndir:

Upprunalega hljóðaði spurning Önnu Guðnýjar svona:

Hafa listastefnur eins og impressjónismi haft einhver stórvægleg áhrif á samfélagið? Hafa listastefnur haft einhver stórvægleg áhrif á samfélagið (til dæmis impressjónismi)?

Höfundur

Æsa Sigurjónsdóttir

dósent í listfræði við HÍ

Útgáfudagur

23.1.2019

Síðast uppfært

18.3.2019

Spyrjandi

Anna Guðný Gröndal

Tilvísun

Æsa Sigurjónsdóttir. „Hefur samtímalist einhver áhrif á samfélagið?“ Vísindavefurinn, 23. janúar 2019, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=30294.

Æsa Sigurjónsdóttir. (2019, 23. janúar). Hefur samtímalist einhver áhrif á samfélagið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=30294

Æsa Sigurjónsdóttir. „Hefur samtímalist einhver áhrif á samfélagið?“ Vísindavefurinn. 23. jan. 2019. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=30294>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur samtímalist einhver áhrif á samfélagið?
Þessari spurningu er óhætt að svara játandi. Samtímalist hefur haft bein áhrif á mörg ólík svið samfélagsins, svo sem listkennslu, liststofnanir, borgarlandslag, menningarlíf, listmarkaði, og sér í lagi á heimspekilega og hugmyndafræðilega þenslu listhugtaksins. Afleiðingin er meðal annars gjörbreytt reynsla áhorfandans af listaverkum sem hafa breytt hugmyndum hans og afstöðu til sköpunar almennt. Um leið ber að hafa í huga að list er fyrst og fremst flokkun, hugtak og orðræða, en ekki sjálfstætt fyrirbæri. Þá er samtímalistin hluti af samfélagslegu og efnahagslegu kerfi (listheimi), sem bandaríski félagsfræðingurinn Howard S. Becker ræddi í bók sinni Listheimur (Art Worlds). Þar skilgreindi hann listheiminn sem eins konar net þeirra einstaklinga sem vinna í sameiningu að því að skapa þau listaverk sem listheimurinn er þekktur fyrir.[1] Um þetta má lesa meira í svari Gunnars Harðarsonar við spurningunni Hvernig er hægt að útskýra hvað list er?

Samtímalist hefur haft bein áhrif á mörg ólík svið samfélagsins, til dæmis listkennslu, liststofnanir, borgarlandslag, menningarlíf og fleira. Styttur úr verkefninu „Tímaverðir“ (e. Guardians of Time) eftir Manfred Kielnhofer, settar upp á Markúsartorgi í Feneyjum.

Til að svara spurningunni um áhrif samtímalista verður að dvelja stuttlega við nokkuð heimspekilega skilgreiningu á fyrirbærinu samtími. Það liggur í augum uppi að öll list er á einhvern hátt „barn síns tíma” og endurspeglar því á ólíkan hátt sína samtíð, það er þann tíma og það félagslega og efnahagslega samhengi sem hún er sprottin af. Hins vegar flokkast aðeins ákveðin tegund listar undir flokkinn samtímalist (e. contemporary art), og ýmsar gerðir lista sem eru framleiddar í okkar samtíð teljast ekki til samtímtímalista.[2]

Til að skilja betur þennan mismun er árángursríkt að grípa til skilgreiningar ítalska heimspekingsins Giorgio Agamben sem lýsir fyrirbærinu samtímaleiki (þýð. á ensku hugtökunum contemporariness og contemporaneity) sem ákveðnu ástandi eða tengslum einstaklingsins við sinn eigin tíma, þar sem hann bæði samsamar sig honum og fjarlægir sig frá honum, í þeim tilgangi að greina hann betur.[3] Það er einmitt í þessari gagnrýnu fjarlægð við eigin samtíð og úrvinnslu hins marglaga tíma sem samtímalistamenn reyna að hafa áhrif með því að takast á við leifar fortíðarinnar jafnt sem mál líðandi stundar.

En hver er þá sérstaða og birtingarform þeirra verka sem falla í flokk samtímalista í núveru 21. aldarinnar? Margir listfræðingar hafa reynt að skilgreina nánar einkenni samtímaleika lista í tíma sem jafnframt hefur verið skilgreindur sem tími lista eftir endalok listarinnar.[4] Ástralski listfræðingurinn Terry Smith hefur skilgreint samtímaleika samtímalistarinnar annars vegar sem nýtt heimsvætt kerfi listheimsins, hins vegar sem ákveðna nálgun, túlkun eða sjónarhorn listamanna á samtímann. Smith segir listamenn samtímans eiga það sameiginlegt að vinna úr áfalli (e. trauma) 20. aldarinnar og verk þeirra megi oft og tíðum túlka sem von um frelsun. Samtímalistin sé því einhverskonar endurlit og úrvinnsla á reynslu ofbeldis, kynjamisrétti, rasisma, eða öðrum baráttumálum einstaklinga og hópa í okkar samtíma.[5]

Í stuttu máli mætti því skilgreina samtímalist sem:
  1. kerfi sem kallað hefur verið heimsvæddur listheimur (e. global art world)
  2. ákveðin gagnrýnin afstaða listamanna til heimsvæðingarinnar sem birtist í úrvinnslu á sársauka fortíðarinnar og ýmsum pólitískum deilumálum (kynjamisrétti, innflytjendamál, ofsóknir gagnvart minnihlutahópum, rasismi, …)
  3. lýsing á ákveðinni reynslu sem áhorfandinn verður fyrir eða móttekur oft í gengum beina þátttöku.

Aðrir fræðimenn halda því fram að í heimsvæðingu samtímalista og í samtímaleikanum birtist speglun ný-kapítalismans í allri sinni mynd, enda deili þau sömu lykilorðum svo sem samfélagsleg þátttaka, netverk, flæði, byggi á illa launuðu vinnuafli og óheftum vinnuaðstæðum, auk þess sem listmarkaðurinn sé hulinn markaður (e. opaque).[6] Þessi hugmyndafræðilegi samruni samtímalista og ný-kapítalisma birtist fyrst og fremst í allri umgjörð listheimsins; tvíæringum og listkaupstefnum, jafnvel í listasöfnunum sem leggja sífelt meiri áherslu á sölu og neyslurými og listaverkið sem markaðsvæna afleiðu.

Aðrir sjá ljós í myrkri, til að mynda heimspekingurinn Chantal Mouffe, sem skilgreinir almannarýmið sem átakarými (e. battleground) og listina sem órætt (e. agnostic) inngrip inn í þetta rými. Mouffe álítur að listamenn hafi enn (í flestum tilvikum) það að markmiði að sýna sannleikann og afhjúpa neytendamiðaða ímyndarsköpun list- og mennningarstofnana.[7] Hún telur að þrátt fyrir óheftan ágang verslunar og eftirlits í borgum og á stofnunum, þar með talið listasöfnum, þá hafi listamenn möguleika og kraft til að losna undan ánauð listkerfisins og rifja upp það sem er þaggað eða falið í samfélaginu, jafnvel grípa inn í pólitísk samfélagsmál á áhrifaríkan hátt.

Listsköpun kínverska andófsmannsins Ai Weiwei er gott dæmi um þá aðferðafræði sumra listamanna samtímans að grípa inn í pólitísk samfélagsmál. Á myndinni má sjá hluta af innsetningu hans „Sunflower Seeds“. Verkið samanstendur af hundrað milljónum sólblómafræja úr postulíni sem dreift var yfir 1000 fermetra víðan og 10 cm djúpan flöt í Turbínusal Tate Modern listasafnsins í London, haustið 2010. Sólblómafræin voru handgerð af rúmlega 1600 verkamönnum í kínverska bænum Jingdezhen í meira en tvö ár. Hvert fræ er einstakt en um leið hluti af heildinni. Sólblómafræin hafa fjölþættar tilvísanir innan kínverskrar menningar, auk þess sem handverkið minnir á menningararfleifð sem á undir högg að sækja í tæknivæðingu landsins. Þá mætti túlka að verkið deili á þær aðferðir sem notaðar eru í Kína þegar varningur er fjöldaframleiddur og svo sendur til Vesturlanda.

Listsköpun kínverska andófsmannsins Ai Weiwei (f. 1957) er gott dæmi um slíka aðferðarfræði, enda hefur hann mátt þola ýmsar hömlur sem kínversk stjórnvöld hafa sett á ferðafrelsi hans og listsköpun. Þannig tekst einstaka listamanni enn að skilgreina sig út frá 19. aldar framúrstefnuhugmyndum, það er skapa ímynd hins þjóðfélagslega gagnrýnanda og nýta samfélagsmiðla og listheiminn (á samtímalegan hátt) til að koma hugsun sinni á framfæri, á meðan aðrir gera áhrifaleysi listarinnar að viðfangsefni sínu og bregða sér í hlutverkaleik, eins og Ragnar Kjartansson (f. 1976) gerir svo skarplega í verkum sínum.

Tilvísanir:
  1. ^ „[T]he network of people whose cooperative activity, organized via their joint knowledge of conventional means of doing things, produces the kind of art works that art world is noted for.“ Howard S. Becker, Art Worlds, Berkley and Los Angeles: University of California Press, 1982, bls. x.
  2. ^ Yfirlit um þessa umræðu má lesa í grein Juliane Rebentisch, „The Contemporaneity of Contemporary Art“, New German Critique, February 2015, 42(1 124):223-237. Doi: 10.1215/0094033X-2753672.
  3. ^ „Contemporariness is, then, a singular relationship with one´s own time, which adheres to it and, at the same time, keeps a distance from it. More precisely, it is that relationship with time that adheres to it through a disjunction and anachronism. Those who coincide too well with the epoch, those who are perfectly tied to it in every respect, are not contemporaries, precisely because they do not manage to see it; they are not able to firmly hold their gaze on it”. Giorgio Agamben, „What is the Contemporary?,” What is an Apparatus and Other Essays (Stanford, CA: Stanford University Presss, 2009), 39-54, hér bls. 41.
  4. ^ Arthur C. Danto, After the End of Art: Contemporary Art and the Pale of History (Princeton, New Jersey: Princeton University Press, 1997). Hans Belting, Art History After Modernism (Chicago: University of Chicago Press, 2003).
  5. ^ Terry Smith, „Contemporary Art and Contemporaneity.“ Critical Inquiry 32, no. 4 (2006): 681-707. Doi:10.1086/508087.
  6. ^ Claire Bishop, Artificial Hells. Participatory Art and the Politics of Spectatorship (London /New York: Verso Books, 2012).
  7. ^ Chantal Mouffe, “Artistic Activism and Agnostic Spaces,” Art & Research, Vol. 1. No. 2. Summer 2007. Sótt 10. febrúar 2018 af www.artandresearch.org.uk/v1n2/mouffe.html.

Lesefni um Sólblómafræ Ai Weiwei:

Myndir:

Upprunalega hljóðaði spurning Önnu Guðnýjar svona:

Hafa listastefnur eins og impressjónismi haft einhver stórvægleg áhrif á samfélagið? Hafa listastefnur haft einhver stórvægleg áhrif á samfélagið (til dæmis impressjónismi)?

...