Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er hægt að útskýra hvað list er?

Gunnar Harðarson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Hvernig útskýrir maður list? Er það kannski of stórt og vítt hugtak til þess að hægt sé að útskýra það? Eða er það bara of umdeilt til þess að hægt sé að skilja það til fullnustu?

Til eru fjölmargar leiðir til að útskýra list en vandinn er sá að ekki er almenn samstaða um einhverja eina útskýringu. Bæði notum við hugtakið list með mismunandi hætti og einnig er fjöldi kenninga um hvernig eigi að skilja bæði hugtakið sjálft og eðli listarinnar og listaverka.

Hugtakið list er til dæmis bæði flokkunarhugtak og matshugtak. Ef við eigum leið um Sandskeið má sjá Íslandsvitann eftir Claudio Parmigianni í suðvestri. Þessi viti lýsir þar dag og nótt allan ársins hring. Ef einhver spyr okkur hvers vegna viti sé þarna uppi á miðju landi getum við svarað því til að þetta eigi víst að vera einhvers konar list. Þá notum við hugtakið í flokkunarmerkingu. Ef viðmælandinn svarar okkur í hneykslunartóni: „Þetta er nú ekki list!“ þá er líklegt að hann sé að nota hugtakið sem matshugtak; þetta tiltekna listaverk samræmist þá ekki hugmyndum hans um hvað sé góð list.

Lengi vel var það almenn skoðun að list væri einhvers konar eftirlíking; þannig væri málverk af landslagi eftirlíking landslagsins, portrett eftirlíking af útliti og skapgerð tiltekinnar persónu. Ljósmyndatæknin gerði þessa kenningu úrelta nánast á einni nóttu, því að ljósmyndin líkti betur og nákvæmar eftir fyrirmyndinni en málverkið. Í staðinn var hafin til vegs sú skýring að listin væri ekki eftirlíking, heldur tjáning, og þá gjarnan tjáning tilfinninga – eða sköpun, eða merkingarbært form, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Íslandsvitinn eftir ítalska listamanninn Claudio Parmigianni. Ljósmyndina tók Linda Vukaj.

Bandaríski heimspekingurinn Arthur C. Danto hélt því fram að það væru einmitt kenningar af þessu tagi sem gerðu listina mögulega, þannig að list væri ekki list nema í ljósi einhverrar kenningar um list. Samlandi hans, Morris Weitz, taldi aftur á móti að ólíkar kenningar af þessu tagi gegndu því hlutverki að beina athyglinni að ákveðnum þáttum listaverka, sem gætu verið allt í senn, eftirlíking, tjáning, sköpun og form, en bara í mismiklum mæli, og kenningarnar væru gagnlegar í umræðu um gildi listar og listaverka. Morris Weitz hafði áður sett fram þá kenningu að hugtakið væri það sem hann kallaði „opið hugtak“, en slík hugtök er ekki hægt að skilgreina fyrir fram.

Að mati ýmissa listheimspekinga kristallast vandinn í því að þegar við reynum að skýra listhugtakið gleymist að huga að ýmsum gefnum forsendum eða ósýnilegum skilyrðum sem rekja má til menningarlegra og félagslegra formgerða sem við göngum að vísum án umhugsunar. George Dickie hefur reynt að ná utan um þetta samhengi með svonefndri „stofnunarkenningu“ um list sem er í raun formgerðarkenning. Hann setur fram fimm liða skilgreiningu sem snýst um eftirtalda þætti: (1) listamanninn sem býr til (2) listaverk til að sýna (3) áhorfendum í tilteknu (4) „listheimskerfi“, til dæmis galleríi eða leikhúsi, sem er hluti af heild slíkra listheimskerfa sem hann nefnir (5) listheim.

Til eru fjölmargar leiðir til að útskýra list en vandinn er sá að ekki er almenn samstaða um einhverja eina útskýringu.

Listamaðurinn, verkið og áhorfandinn eru lykilþættirnir, því að listaverkið er samkvæmt skilgreiningu eitthvað sem listamaðurinn skapar í þeim tilgangi að sýna áhorfanda sem þarf að vita af þessum tilgangi og bregðast við honum með einhverjum hætti. Dickie ber þetta saman við barn sem teiknar mynd og setur hana framan á ísskápshurðina til að aðrir getið skoðað hana. Í grunninn sé listin og listheimurinn af sama toga. Í þessari hugmynd felst að hugtakið list er notað í flokkunarmerkingu því að skilgreiningin lætur liggja milli hluta hvort um góða eða slæma list sé að ræða, aðeins að þetta sé ramminn utan um það sem við eigum við með list. – Þess má geta að ætlun listamannsins, verkið sjálft og eiginleikar þess, og svo skilningur og upplifun áhorfandans, eru þær þrjár viðmiðanir sem jafan er horft til við túlkun og útskýringu listaverka.

Nýsjálenski heimspekingurinn Stephen Davies hefur skipt skilgreiningum á list í það sem hann kallar „leikregluskilgreiningar“ þar sem listaverk er það sem fellur undir formgerð af því tagi sem hér var lýst, og „hlutverkaskilgreiningar“ þar sem litið er svo á að list hafi það að markmiði að uppfylla eitthvert hlutverk eins og til dæmis að tjá tilfinningar. Einnig eru til „sögulegar kenningar“ þar sem listin er skilgreind með tilvísun til listasögunnar og „ætlunarkenningar“ þar sem ætlun listamannsins liggur því til grundvallar hvort um er að ræða list eða ekki. En til þess þarf listamaðurinn reyndar að vita hvað list er en eins og við höfum séð í þessu svari er það harla óljóst.

Þannig eru til margar leiðir til að nálgast listina og listhugtakið og vandséð hvort hlutirnir geti verið öðruvísi. Kannski er það einfaldlega svo – eins og sagt hefur verið – að list sé skilgreining á list.

Heimildir og frekara lesefni:
  • Stephen Davies. Definitions of Art. Ithaca og London: Cornell University Press, 1991.
  • Gunnar J. Árnason. Ásýnd heimsins. Um listir og fagurfræði í hugmyndaheimi nútímans. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2017.
  • Listhugtakið í heimspeki samtímans. Fjórar ritgerðir. Gunnar Harðarson þýddi og ritaði inngang. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2013.
  • Nigel Warburton. The Art Question. London: Routledge, 2004.

Myndir:

Höfundur

Gunnar Harðarson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

8.6.2017

Spyrjandi

Silja Rut Sveinsdóttir

Tilvísun

Gunnar Harðarson. „Hvernig er hægt að útskýra hvað list er?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73703.

Gunnar Harðarson. (2017, 8. júní). Hvernig er hægt að útskýra hvað list er? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73703

Gunnar Harðarson. „Hvernig er hægt að útskýra hvað list er?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73703>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að útskýra hvað list er?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Hvernig útskýrir maður list? Er það kannski of stórt og vítt hugtak til þess að hægt sé að útskýra það? Eða er það bara of umdeilt til þess að hægt sé að skilja það til fullnustu?

Til eru fjölmargar leiðir til að útskýra list en vandinn er sá að ekki er almenn samstaða um einhverja eina útskýringu. Bæði notum við hugtakið list með mismunandi hætti og einnig er fjöldi kenninga um hvernig eigi að skilja bæði hugtakið sjálft og eðli listarinnar og listaverka.

Hugtakið list er til dæmis bæði flokkunarhugtak og matshugtak. Ef við eigum leið um Sandskeið má sjá Íslandsvitann eftir Claudio Parmigianni í suðvestri. Þessi viti lýsir þar dag og nótt allan ársins hring. Ef einhver spyr okkur hvers vegna viti sé þarna uppi á miðju landi getum við svarað því til að þetta eigi víst að vera einhvers konar list. Þá notum við hugtakið í flokkunarmerkingu. Ef viðmælandinn svarar okkur í hneykslunartóni: „Þetta er nú ekki list!“ þá er líklegt að hann sé að nota hugtakið sem matshugtak; þetta tiltekna listaverk samræmist þá ekki hugmyndum hans um hvað sé góð list.

Lengi vel var það almenn skoðun að list væri einhvers konar eftirlíking; þannig væri málverk af landslagi eftirlíking landslagsins, portrett eftirlíking af útliti og skapgerð tiltekinnar persónu. Ljósmyndatæknin gerði þessa kenningu úrelta nánast á einni nóttu, því að ljósmyndin líkti betur og nákvæmar eftir fyrirmyndinni en málverkið. Í staðinn var hafin til vegs sú skýring að listin væri ekki eftirlíking, heldur tjáning, og þá gjarnan tjáning tilfinninga – eða sköpun, eða merkingarbært form, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Íslandsvitinn eftir ítalska listamanninn Claudio Parmigianni. Ljósmyndina tók Linda Vukaj.

Bandaríski heimspekingurinn Arthur C. Danto hélt því fram að það væru einmitt kenningar af þessu tagi sem gerðu listina mögulega, þannig að list væri ekki list nema í ljósi einhverrar kenningar um list. Samlandi hans, Morris Weitz, taldi aftur á móti að ólíkar kenningar af þessu tagi gegndu því hlutverki að beina athyglinni að ákveðnum þáttum listaverka, sem gætu verið allt í senn, eftirlíking, tjáning, sköpun og form, en bara í mismiklum mæli, og kenningarnar væru gagnlegar í umræðu um gildi listar og listaverka. Morris Weitz hafði áður sett fram þá kenningu að hugtakið væri það sem hann kallaði „opið hugtak“, en slík hugtök er ekki hægt að skilgreina fyrir fram.

Að mati ýmissa listheimspekinga kristallast vandinn í því að þegar við reynum að skýra listhugtakið gleymist að huga að ýmsum gefnum forsendum eða ósýnilegum skilyrðum sem rekja má til menningarlegra og félagslegra formgerða sem við göngum að vísum án umhugsunar. George Dickie hefur reynt að ná utan um þetta samhengi með svonefndri „stofnunarkenningu“ um list sem er í raun formgerðarkenning. Hann setur fram fimm liða skilgreiningu sem snýst um eftirtalda þætti: (1) listamanninn sem býr til (2) listaverk til að sýna (3) áhorfendum í tilteknu (4) „listheimskerfi“, til dæmis galleríi eða leikhúsi, sem er hluti af heild slíkra listheimskerfa sem hann nefnir (5) listheim.

Til eru fjölmargar leiðir til að útskýra list en vandinn er sá að ekki er almenn samstaða um einhverja eina útskýringu.

Listamaðurinn, verkið og áhorfandinn eru lykilþættirnir, því að listaverkið er samkvæmt skilgreiningu eitthvað sem listamaðurinn skapar í þeim tilgangi að sýna áhorfanda sem þarf að vita af þessum tilgangi og bregðast við honum með einhverjum hætti. Dickie ber þetta saman við barn sem teiknar mynd og setur hana framan á ísskápshurðina til að aðrir getið skoðað hana. Í grunninn sé listin og listheimurinn af sama toga. Í þessari hugmynd felst að hugtakið list er notað í flokkunarmerkingu því að skilgreiningin lætur liggja milli hluta hvort um góða eða slæma list sé að ræða, aðeins að þetta sé ramminn utan um það sem við eigum við með list. – Þess má geta að ætlun listamannsins, verkið sjálft og eiginleikar þess, og svo skilningur og upplifun áhorfandans, eru þær þrjár viðmiðanir sem jafan er horft til við túlkun og útskýringu listaverka.

Nýsjálenski heimspekingurinn Stephen Davies hefur skipt skilgreiningum á list í það sem hann kallar „leikregluskilgreiningar“ þar sem listaverk er það sem fellur undir formgerð af því tagi sem hér var lýst, og „hlutverkaskilgreiningar“ þar sem litið er svo á að list hafi það að markmiði að uppfylla eitthvert hlutverk eins og til dæmis að tjá tilfinningar. Einnig eru til „sögulegar kenningar“ þar sem listin er skilgreind með tilvísun til listasögunnar og „ætlunarkenningar“ þar sem ætlun listamannsins liggur því til grundvallar hvort um er að ræða list eða ekki. En til þess þarf listamaðurinn reyndar að vita hvað list er en eins og við höfum séð í þessu svari er það harla óljóst.

Þannig eru til margar leiðir til að nálgast listina og listhugtakið og vandséð hvort hlutirnir geti verið öðruvísi. Kannski er það einfaldlega svo – eins og sagt hefur verið – að list sé skilgreining á list.

Heimildir og frekara lesefni:
  • Stephen Davies. Definitions of Art. Ithaca og London: Cornell University Press, 1991.
  • Gunnar J. Árnason. Ásýnd heimsins. Um listir og fagurfræði í hugmyndaheimi nútímans. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2017.
  • Listhugtakið í heimspeki samtímans. Fjórar ritgerðir. Gunnar Harðarson þýddi og ritaði inngang. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2013.
  • Nigel Warburton. The Art Question. London: Routledge, 2004.

Myndir:

...