Sólin Sólin Rís 09:12 • sest 17:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:36 • Sest 16:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:14 • Síðdegis: 18:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:03 • Síðdegis: 12:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:12 • sest 17:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:36 • Sest 16:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:14 • Síðdegis: 18:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:03 • Síðdegis: 12:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju má ekki flytja tarantúlur til landsins?

Baldur S. Blöndal

Upprunalega spurningin var:
Hver er ástæðan við banni á innflutningi á tarantúlum?

Sú meginregla gildir á Íslandi að innflutningur hvers kyns dýra er bannaður samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga um innflutning dýra.[1] Tarantúlur falla undir þessa grein og því er innflutningur þeirra bannaður.

Undantekning er gerð fyrir innflutning gæludýra í 4. gr. a. Tarantúlur teljast ekki til gæludýra í skilningi reglugerðar sem sett var um efnið. Einungis hundar, kettir, skrautfiskar, vatnadýr, nagdýr, kanínur og búrfuglar eru undanskilin banninu.[2] Þar sem þessar tvær reglur heimila ekki innflutninginn þyrfti sérstakt leyfi ráðherra skv. 4. mgr. 2. gr. fyrir innflutningi tarantúla til landsins. Ráðherra þyrfti fyrst að fá meðmæli yfirdýralæknis ásamt umsögn erfðanefndar landbúnaðarins og leyfi Umhverfisstofnunar. Enginn sérstakur rökstuðningur liggur fyrir frá löggjafanum um það hvers vegna tarantúlur eru ekki undanþegnar áðurnefndri meginreglu um bann við innflutningi dýra.

Tarantúlur teljast ekki til gæludýra samkvæmt reglugerð um innflutning dýra.

Í greinargerð um eldri lög um innflutning búfjár frá 1962 er saga innflutnings dýra rakin sem rökstuðningur fyrir almennu banni við innflutningi dýra. Árið 1760 fluttu stjórnvöld inn spænska hrúta til að auka ullargæði hér á landi. Með þeim barst fjárkláði sem tók 20 ár að útrýma og var talið að 280.000 hérlendir gripir hafi drepist. Það var um 78% íslenska stofnsins sem taldi 357.000 gripi þegar sjúkdómurinn barst til landsins.[3] Fjárkláði herjaði aftur á sauðfé næstu áratugina og einnig smitandi svínasjúkdómar sem bárust með erlendum búfénaði. Árið 1882 var því allt „útlent kvikfé“ bannað nema með undanþágu. Þannig er fyrirkomulagið enn í dag. Lagasetning sem gildir í dag á rætur að rekja til þessarar reynslu.[4] Um fyrstu heildstæðu lögin um innflutning dýra, hafði Gísli Jónsson alþingismaður Barðstrendinga þetta að segja árið 1947:

Með því að vitað er, að með innflutningi búfjár hefur borizt til landsins margvísleg búfjárveiki, er valdið hefur bændum og ríkissjóði þegar tugmilljóna króna skaða og engan veginn er enn sé fyrir hve mikill muni verða um það er lýkur, lítur deildin svo á, að stöðva beri nú þegar og framvegis allan innflutning dýra, hverju nafni sem nefnast, og í trausti þess, að ríkisstjórnin geri allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að svo verði gert, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá.[5]

Lagaákvæðið sem sett var 1948[6] er nánast samhljóða því sem enn er í gildi í dag. Það bannar innflutning dýra alfarið nema ráðherra eða stjórnvöld veiti sérstaka undanþágu. Nýlegri rökstuðning um bann við innflutningi dýra má finna í svari Matvælastofnunnar við spurningu um innflutning skriðdýra.

Tilvísanir:
  1. ^ Alþingi- Frumvarp til laga um innflutning dýra. (Sótt 21.12.2020).
  2. ^ Landbúnaðarráðuneytið. Reglugerð um innflutning gæludýra og hundasæðis (Sótt 21.12.2020).
  3. ^ Í greinargerð með einu frumvarpinu var tekið svo til orða að „Fátækt, og sums staðar bjargarskortur fylgdi í kjölfar þessa búfjárssjúkdóms, sem víða er jafnað til mestu hörmunga er yfir þjóðina hafa gengið.“
  4. ^ Þingskjal 465 á löggjafarþingi 1961-1962 (Sótt 21.12.2020).
  5. ^ Þingskjal 192 á löggjafarþingi 1947-1948 (Sótt 21.12.2020).
  6. ^ Þingskjal 359 á löggjafarþingi 1947-1948 (Sótt 21.12.2020).

Mynd:

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

20.1.2021

Spyrjandi

Baldur Hauksson

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Af hverju má ekki flytja tarantúlur til landsins?“ Vísindavefurinn, 20. janúar 2021, sótt 1. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80842.

Baldur S. Blöndal. (2021, 20. janúar). Af hverju má ekki flytja tarantúlur til landsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80842

Baldur S. Blöndal. „Af hverju má ekki flytja tarantúlur til landsins?“ Vísindavefurinn. 20. jan. 2021. Vefsíða. 1. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80842>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju má ekki flytja tarantúlur til landsins?
Upprunalega spurningin var:

Hver er ástæðan við banni á innflutningi á tarantúlum?

Sú meginregla gildir á Íslandi að innflutningur hvers kyns dýra er bannaður samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga um innflutning dýra.[1] Tarantúlur falla undir þessa grein og því er innflutningur þeirra bannaður.

Undantekning er gerð fyrir innflutning gæludýra í 4. gr. a. Tarantúlur teljast ekki til gæludýra í skilningi reglugerðar sem sett var um efnið. Einungis hundar, kettir, skrautfiskar, vatnadýr, nagdýr, kanínur og búrfuglar eru undanskilin banninu.[2] Þar sem þessar tvær reglur heimila ekki innflutninginn þyrfti sérstakt leyfi ráðherra skv. 4. mgr. 2. gr. fyrir innflutningi tarantúla til landsins. Ráðherra þyrfti fyrst að fá meðmæli yfirdýralæknis ásamt umsögn erfðanefndar landbúnaðarins og leyfi Umhverfisstofnunar. Enginn sérstakur rökstuðningur liggur fyrir frá löggjafanum um það hvers vegna tarantúlur eru ekki undanþegnar áðurnefndri meginreglu um bann við innflutningi dýra.

Tarantúlur teljast ekki til gæludýra samkvæmt reglugerð um innflutning dýra.

Í greinargerð um eldri lög um innflutning búfjár frá 1962 er saga innflutnings dýra rakin sem rökstuðningur fyrir almennu banni við innflutningi dýra. Árið 1760 fluttu stjórnvöld inn spænska hrúta til að auka ullargæði hér á landi. Með þeim barst fjárkláði sem tók 20 ár að útrýma og var talið að 280.000 hérlendir gripir hafi drepist. Það var um 78% íslenska stofnsins sem taldi 357.000 gripi þegar sjúkdómurinn barst til landsins.[3] Fjárkláði herjaði aftur á sauðfé næstu áratugina og einnig smitandi svínasjúkdómar sem bárust með erlendum búfénaði. Árið 1882 var því allt „útlent kvikfé“ bannað nema með undanþágu. Þannig er fyrirkomulagið enn í dag. Lagasetning sem gildir í dag á rætur að rekja til þessarar reynslu.[4] Um fyrstu heildstæðu lögin um innflutning dýra, hafði Gísli Jónsson alþingismaður Barðstrendinga þetta að segja árið 1947:

Með því að vitað er, að með innflutningi búfjár hefur borizt til landsins margvísleg búfjárveiki, er valdið hefur bændum og ríkissjóði þegar tugmilljóna króna skaða og engan veginn er enn sé fyrir hve mikill muni verða um það er lýkur, lítur deildin svo á, að stöðva beri nú þegar og framvegis allan innflutning dýra, hverju nafni sem nefnast, og í trausti þess, að ríkisstjórnin geri allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að svo verði gert, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá.[5]

Lagaákvæðið sem sett var 1948[6] er nánast samhljóða því sem enn er í gildi í dag. Það bannar innflutning dýra alfarið nema ráðherra eða stjórnvöld veiti sérstaka undanþágu. Nýlegri rökstuðning um bann við innflutningi dýra má finna í svari Matvælastofnunnar við spurningu um innflutning skriðdýra.

Tilvísanir:
  1. ^ Alþingi- Frumvarp til laga um innflutning dýra. (Sótt 21.12.2020).
  2. ^ Landbúnaðarráðuneytið. Reglugerð um innflutning gæludýra og hundasæðis (Sótt 21.12.2020).
  3. ^ Í greinargerð með einu frumvarpinu var tekið svo til orða að „Fátækt, og sums staðar bjargarskortur fylgdi í kjölfar þessa búfjárssjúkdóms, sem víða er jafnað til mestu hörmunga er yfir þjóðina hafa gengið.“
  4. ^ Þingskjal 465 á löggjafarþingi 1961-1962 (Sótt 21.12.2020).
  5. ^ Þingskjal 192 á löggjafarþingi 1947-1948 (Sótt 21.12.2020).
  6. ^ Þingskjal 359 á löggjafarþingi 1947-1948 (Sótt 21.12.2020).

Mynd:...