Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru gelgjustælar og af hverju fá krakkar þá en ekki fullorðnir?

Sigurlína Davíðsdóttir

Sennilega er sálfræðingurinn Erik Erikson [1] einn af frægustu fræðimönnunum sem fjallað hafa um unglingsárin. Hann hélt því fram að á öllum æviskeiðum hefðum við ákveðið verk að vinna, mismunandi fyrir hvert æviskeið, allt frá fæðingu til dauðadags. Ef okkur tekst til dæmis ekki að læra að treysta öðru fólki á fyrsta æviárinu er afleiðingin sú að við vantreystum öðrum.

Verkefni okkar eða hlutverk á unglingsárum er að finna sjálfsmyndina. Ef það tekst ekki, verður úr því sjálfsmyndarruglingur, að við vitum ekki vel hver við erum. Þetta er veigamikið verkefni og getur verið erfitt. Erikson taldi að meðal þess sem við þyrftum að taka afstöðu til væri starfsval, stjórnmálaskoðanir, trúarskoðanir, hugmyndir um giftingu, trú á eigin getu í starfi, kynhneigð, menning, áhugamál, persónuleikaeinkenni og líkamsímynd [2]. Allt þetta þarf að gerast á þeim stutta tíma sem unglingsárin taka.

Þessar ákvarðanir eru þó ekki teknar í neinni skyndingu, heldur koma þær smám saman. Þær samanstanda af mörgum minni ákvörðunum, til dæmis um það með hverjum eigi að fara út, hvort eigi að vera með einhverjum á föstu, hvort kominn sé tími til að hafa samfarir, hvort rétt sé að nota eiturlyf eða vímuefni, hvort eigi að halda áfram í skóla eða leita að vinnu, hvað eigi þá að læra, hvort rétt sé að taka þátt í starfi stjórnmálaflokks, og svo framvegis. Þær geta virst lítilvægar þegar verið er að taka þær, en smám saman raðast þær saman og verða að eigin sjálfsmynd.

Meðal þeirra fræðimanna sem kannað hafa kenningar Eriksons er James Marcia [3], sálfræðiprófessor við Simon Fraser-háskóla í Kanada, sem heldur því fram að hægt sé að kortleggja ferlið sem fram fer á unglingsárunum út frá tvenns konar víddum. Annars vegar er um það að ræða hvort unglingurinn hefur ákveðið gildismat (ákveðnar hugmyndir um hvað sé rétt og rangt, gott og vont) og hvort sjálfskönnun er í gangi eða ekki. Þetta er sýnt í Töflu 1.

Tafla 1: Ferli til leitar að sjálfsmynd
Gildismat ákveðiðSjálfskönnun í gangi
 Nei
Forgefin sjálfsmyndHeildstæð sjálfsmynd
NeiSjálfsmyndarruglingurGerjun í sjálfsmynd

Í upphafi hefur unglingurinn forgefið ákveðið gildismat sem hann tekur frá foreldrum sínum og umhverfi án þess að sjálfskönnun hafi farið fram. En smátt og smátt finnur hann að hann getur ekki samþykkt öll gildi foreldranna án þess að hann hafi þó fundið eigin gildi eða sjálfskönnun sé hafin. Þessu næst tekur við gerjun í sjálfsmyndinni, sem lýkur með því að unglingurinn hefur fundið eigin gildismat og sjálfsmyndin er orðin heildstæð, ef allt hefur gengið vel.

Þetta ferli er ekki alltaf sársaukalaust. Sérstaklega eru þau stig erfið þegar um er að ræða sjálfsmyndarrugling og gerjun í sjálfsmynd. Meðan á þessu stendur er unglingurinn gjarnan að máta nýjar og nýjar sjálfsmyndir til að athuga hvað hann heldur að henti sér best. Einn daginn geta foreldrarnir mætt pönkara með fjólublátt hár, nælur í eyrum og uppreisnargjörnum í meira lagi, þótt næsta dag sé aftur kominn á heimilið fyrirmyndarunglingur með sléttgreitt hár, í skólabolnum sínum, önnum kafinn að læra fyrir næsta dag.

Annar fræðimaður, svissneski sálfræðingurinn Jean Piaget (1896-1980) [4], hélt því fram að það væri á árunum 11-15 ára sem unglingar gætu farið að hugsa afstætt, það er þeir gætu þá farið að hugsa um hugtök án þess að þau tengdust endilega hlutum. Má þar nefna hugtök eins og til dæmis ást, reiði, vináttu og fleira. Á þessum árum geta unglingar einnig skyndilega haft á sama tíma í huga hvernig hlutirnir eru og hvernig þeir gætu orðið. Þá tekur við tímabil mikillar gagnrýni á skipulag hlutanna eins og þeir eru nú, með tilliti til þess að þeir gætu verið öðruvísi. Þetta er undirrót hugsjónamennsku æskunnar, þá er verið að æfa þessa nýfengnu færni.

Það er því ljóst að hlutverk okkar á unglingsárunum er ekki auðvelt. Við eigum að vera að finna sjálfsmynd okkar rétt á meðan líkaminn er stöðugum breytingum undirorpinn, hormónaflæðið streymir um okkur, kröfurnar til okkar verða æ meiri í skóla og einkalífi og tilboðin til okkar verða æ flóknari og afleiðingar þeirra afdrifaríkari. Þar að auki erum við að æfa alls kyns nýfengna færni í hugsun um leið og við erum að taka fyrstu skrefin inn í veröld hinna fullorðnu. Tilraunir okkar til að fóta okkur í þessu nýja umhverfi eru stundum ekki sem árangursríkastar og mæta oft nokkurri mótspyrnu umhverfisins. Það er því ekki undarlegt að bæði foreldrar og unglingar verða að sýna þolinmæði og skilning á þessu tímabili, með það í huga að það tekur þó alltént enda.

Tilvísanir:

[1] Erikson, E. H. (1968). Identity: Youth and crisis. New York: W. W. Norton.

[2] Santrock, J. W. (2001). Adolescence. New York: McGraw-Hill.

[3] Marcia, J. (1994). The empirical study of ego identity. Í H. A. Bosma, T. L. G. Graafsma, H. D. Grotevent & D. J. De Levita (ritstj.), Identity and development. Newbury Park, CA: Sage.

[4] Charles, C. M. (1981). Litla Piaget kverið. Reykjavík: Námsgagnastofnun.



Mynd: Muskingum College: Department of Psychology

Höfundur

lektor í uppeldis- og menntunarfræði við HÍ

Útgáfudagur

9.5.2001

Spyrjandi

Íris María Bjarkadóttir, f. 1988

Tilvísun

Sigurlína Davíðsdóttir. „Hvað eru gelgjustælar og af hverju fá krakkar þá en ekki fullorðnir?“ Vísindavefurinn, 9. maí 2001, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1583.

Sigurlína Davíðsdóttir. (2001, 9. maí). Hvað eru gelgjustælar og af hverju fá krakkar þá en ekki fullorðnir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1583

Sigurlína Davíðsdóttir. „Hvað eru gelgjustælar og af hverju fá krakkar þá en ekki fullorðnir?“ Vísindavefurinn. 9. maí. 2001. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1583>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru gelgjustælar og af hverju fá krakkar þá en ekki fullorðnir?
Sennilega er sálfræðingurinn Erik Erikson [1] einn af frægustu fræðimönnunum sem fjallað hafa um unglingsárin. Hann hélt því fram að á öllum æviskeiðum hefðum við ákveðið verk að vinna, mismunandi fyrir hvert æviskeið, allt frá fæðingu til dauðadags. Ef okkur tekst til dæmis ekki að læra að treysta öðru fólki á fyrsta æviárinu er afleiðingin sú að við vantreystum öðrum.

Verkefni okkar eða hlutverk á unglingsárum er að finna sjálfsmyndina. Ef það tekst ekki, verður úr því sjálfsmyndarruglingur, að við vitum ekki vel hver við erum. Þetta er veigamikið verkefni og getur verið erfitt. Erikson taldi að meðal þess sem við þyrftum að taka afstöðu til væri starfsval, stjórnmálaskoðanir, trúarskoðanir, hugmyndir um giftingu, trú á eigin getu í starfi, kynhneigð, menning, áhugamál, persónuleikaeinkenni og líkamsímynd [2]. Allt þetta þarf að gerast á þeim stutta tíma sem unglingsárin taka.

Þessar ákvarðanir eru þó ekki teknar í neinni skyndingu, heldur koma þær smám saman. Þær samanstanda af mörgum minni ákvörðunum, til dæmis um það með hverjum eigi að fara út, hvort eigi að vera með einhverjum á föstu, hvort kominn sé tími til að hafa samfarir, hvort rétt sé að nota eiturlyf eða vímuefni, hvort eigi að halda áfram í skóla eða leita að vinnu, hvað eigi þá að læra, hvort rétt sé að taka þátt í starfi stjórnmálaflokks, og svo framvegis. Þær geta virst lítilvægar þegar verið er að taka þær, en smám saman raðast þær saman og verða að eigin sjálfsmynd.

Meðal þeirra fræðimanna sem kannað hafa kenningar Eriksons er James Marcia [3], sálfræðiprófessor við Simon Fraser-háskóla í Kanada, sem heldur því fram að hægt sé að kortleggja ferlið sem fram fer á unglingsárunum út frá tvenns konar víddum. Annars vegar er um það að ræða hvort unglingurinn hefur ákveðið gildismat (ákveðnar hugmyndir um hvað sé rétt og rangt, gott og vont) og hvort sjálfskönnun er í gangi eða ekki. Þetta er sýnt í Töflu 1.

Tafla 1: Ferli til leitar að sjálfsmynd
Gildismat ákveðiðSjálfskönnun í gangi
 Nei
Forgefin sjálfsmyndHeildstæð sjálfsmynd
NeiSjálfsmyndarruglingurGerjun í sjálfsmynd

Í upphafi hefur unglingurinn forgefið ákveðið gildismat sem hann tekur frá foreldrum sínum og umhverfi án þess að sjálfskönnun hafi farið fram. En smátt og smátt finnur hann að hann getur ekki samþykkt öll gildi foreldranna án þess að hann hafi þó fundið eigin gildi eða sjálfskönnun sé hafin. Þessu næst tekur við gerjun í sjálfsmyndinni, sem lýkur með því að unglingurinn hefur fundið eigin gildismat og sjálfsmyndin er orðin heildstæð, ef allt hefur gengið vel.

Þetta ferli er ekki alltaf sársaukalaust. Sérstaklega eru þau stig erfið þegar um er að ræða sjálfsmyndarrugling og gerjun í sjálfsmynd. Meðan á þessu stendur er unglingurinn gjarnan að máta nýjar og nýjar sjálfsmyndir til að athuga hvað hann heldur að henti sér best. Einn daginn geta foreldrarnir mætt pönkara með fjólublátt hár, nælur í eyrum og uppreisnargjörnum í meira lagi, þótt næsta dag sé aftur kominn á heimilið fyrirmyndarunglingur með sléttgreitt hár, í skólabolnum sínum, önnum kafinn að læra fyrir næsta dag.

Annar fræðimaður, svissneski sálfræðingurinn Jean Piaget (1896-1980) [4], hélt því fram að það væri á árunum 11-15 ára sem unglingar gætu farið að hugsa afstætt, það er þeir gætu þá farið að hugsa um hugtök án þess að þau tengdust endilega hlutum. Má þar nefna hugtök eins og til dæmis ást, reiði, vináttu og fleira. Á þessum árum geta unglingar einnig skyndilega haft á sama tíma í huga hvernig hlutirnir eru og hvernig þeir gætu orðið. Þá tekur við tímabil mikillar gagnrýni á skipulag hlutanna eins og þeir eru nú, með tilliti til þess að þeir gætu verið öðruvísi. Þetta er undirrót hugsjónamennsku æskunnar, þá er verið að æfa þessa nýfengnu færni.

Það er því ljóst að hlutverk okkar á unglingsárunum er ekki auðvelt. Við eigum að vera að finna sjálfsmynd okkar rétt á meðan líkaminn er stöðugum breytingum undirorpinn, hormónaflæðið streymir um okkur, kröfurnar til okkar verða æ meiri í skóla og einkalífi og tilboðin til okkar verða æ flóknari og afleiðingar þeirra afdrifaríkari. Þar að auki erum við að æfa alls kyns nýfengna færni í hugsun um leið og við erum að taka fyrstu skrefin inn í veröld hinna fullorðnu. Tilraunir okkar til að fóta okkur í þessu nýja umhverfi eru stundum ekki sem árangursríkastar og mæta oft nokkurri mótspyrnu umhverfisins. Það er því ekki undarlegt að bæði foreldrar og unglingar verða að sýna þolinmæði og skilning á þessu tímabili, með það í huga að það tekur þó alltént enda.

Tilvísanir:

[1] Erikson, E. H. (1968). Identity: Youth and crisis. New York: W. W. Norton.

[2] Santrock, J. W. (2001). Adolescence. New York: McGraw-Hill.

[3] Marcia, J. (1994). The empirical study of ego identity. Í H. A. Bosma, T. L. G. Graafsma, H. D. Grotevent & D. J. De Levita (ritstj.), Identity and development. Newbury Park, CA: Sage.

[4] Charles, C. M. (1981). Litla Piaget kverið. Reykjavík: Námsgagnastofnun.



Mynd: Muskingum College: Department of Psychology...