Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er rúmmál Öskjuvatns og hvað getur glóandi hraun búið til mikla gjósku úr því vatni?

Ármann Höskuldsson og Sigurður Steinþórsson

Ef basaltgos, líkt og í Öskju 1961, hæfist á botni Öskjuvatns yrði það gos svipað og gosið sem myndaði Sandey í Þingvallavatni fyrir 2000 árum. Þekktara af því tagi er þó Surtseyjargosið sem hófst á 130 m dýpi í sjónum suðvestan við Vestmannaeyjar haustið 1963. Meðan gosopið var ennþá neðansjávar og sjór hafði aðgang að því, hlóðst upp gígur úr túffi (mylnsnu af basaltgleri), en þegar lokaðist fyrir vatnið tók hraun að renna. Áhöld voru um það hvort bólstraberg hafi myndast á hafsbotni í upphafi gossins — borun gegnum túffið árið 1979 átti meðal annars að skera úr um það en engin merki fundust um bólstraberg. Löngu seinna sýndi kortlagning hafsbotnsins umhverfis Surtsey þó að bólstraberg myndaðist í upphafi eldgossins í Surtsey og Jólni. Áhrif vatnsins eru þau ein að hraðkæla kvikuna sem þegar er farin að freyða (mynda gasbólur við það að vatn og CO2 leysist úr upplausn) og sundrast kvikan því við snertingu við vatnið.[1]

Öskjuvatn myndaðist eftir eldgosið í Öskju 1875. Að loknu gosi seig þak kvikuþrónnar og eftir stóð sigdæld sem smám saman fylltist af vatni.

Með því að Öskjuvatn telst vera 1,2 km3 að rúmmáli (samsvarar teningi 1063 metrar á kant), þyrfti mikla orku til að breyta því öllu í gufu (um 3,2x1018 júl[2]). Hins vegar kynni bólstrahraun að renna á botni vatnsins í upphafi goss vegna þess hve djúpt það er, allt að 217 metrar (blár litur á myndinni hér fyrir neðan). Lágmarks rúmmál basaltkviku sem gæti eimað Öskjuvatn allt upp væri um 0,8 km3, miðað við 100% orkunýtingu.

Askja og Öskjuvatn.

Ef hins vegar yrði þeytigos í botni Öskjuvatns af því tagi sem varð í Öskju 1875 eða í Heklu 1947 myndi krafturinn í gosinu keyra gosmökkinn og þá kvikuna að mestu upp úr vatninu. Vikur, svo fullur af loftbólum að hann flýtur á vatni, myndast, og bæði þeytist upp í loftið og flýtur um vatnið. En myndun vikursins hefði ekkert með Öskjuvatn sjálft að gera, heldur freyðir hin kísilríka bráð svo mjög vegna þess hve mikið vatn er uppleyst í henni, jafnvel allt að 5% af þunga bráðarinnar miðað við 0,5% í basaltbráð. Slíkt eldgos þyrfti að vera stærra en 1,3 km3 til að eima Öskjuvatn burt.

Tilvísanir:
  1. ^ Um þetta efni, sjá: Sigurður Steinþórsson. Hvaðan kemur vatnið sem veldur sprengingum í gígnum í Geldingadölum? Vísindavefurinn, 24. júní 2021. (Sótt 13. desember 2022).
  2. ^ Nefnt joule á ýmsum erlendum málum. Eitt júl er sú orka sem eitt watt gefur á einni sekúndu.

Myndir:

Höfundar

Ármann Höskuldsson

eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

27.2.2023

Síðast uppfært

13.3.2023

Spyrjandi

Daníel Þórarinsson

Tilvísun

Ármann Höskuldsson og Sigurður Steinþórsson. „Hvert er rúmmál Öskjuvatns og hvað getur glóandi hraun búið til mikla gjósku úr því vatni?“ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2023, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83949.

Ármann Höskuldsson og Sigurður Steinþórsson. (2023, 27. febrúar). Hvert er rúmmál Öskjuvatns og hvað getur glóandi hraun búið til mikla gjósku úr því vatni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83949

Ármann Höskuldsson og Sigurður Steinþórsson. „Hvert er rúmmál Öskjuvatns og hvað getur glóandi hraun búið til mikla gjósku úr því vatni?“ Vísindavefurinn. 27. feb. 2023. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83949>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er rúmmál Öskjuvatns og hvað getur glóandi hraun búið til mikla gjósku úr því vatni?
Ef basaltgos, líkt og í Öskju 1961, hæfist á botni Öskjuvatns yrði það gos svipað og gosið sem myndaði Sandey í Þingvallavatni fyrir 2000 árum. Þekktara af því tagi er þó Surtseyjargosið sem hófst á 130 m dýpi í sjónum suðvestan við Vestmannaeyjar haustið 1963. Meðan gosopið var ennþá neðansjávar og sjór hafði aðgang að því, hlóðst upp gígur úr túffi (mylnsnu af basaltgleri), en þegar lokaðist fyrir vatnið tók hraun að renna. Áhöld voru um það hvort bólstraberg hafi myndast á hafsbotni í upphafi gossins — borun gegnum túffið árið 1979 átti meðal annars að skera úr um það en engin merki fundust um bólstraberg. Löngu seinna sýndi kortlagning hafsbotnsins umhverfis Surtsey þó að bólstraberg myndaðist í upphafi eldgossins í Surtsey og Jólni. Áhrif vatnsins eru þau ein að hraðkæla kvikuna sem þegar er farin að freyða (mynda gasbólur við það að vatn og CO2 leysist úr upplausn) og sundrast kvikan því við snertingu við vatnið.[1]

Öskjuvatn myndaðist eftir eldgosið í Öskju 1875. Að loknu gosi seig þak kvikuþrónnar og eftir stóð sigdæld sem smám saman fylltist af vatni.

Með því að Öskjuvatn telst vera 1,2 km3 að rúmmáli (samsvarar teningi 1063 metrar á kant), þyrfti mikla orku til að breyta því öllu í gufu (um 3,2x1018 júl[2]). Hins vegar kynni bólstrahraun að renna á botni vatnsins í upphafi goss vegna þess hve djúpt það er, allt að 217 metrar (blár litur á myndinni hér fyrir neðan). Lágmarks rúmmál basaltkviku sem gæti eimað Öskjuvatn allt upp væri um 0,8 km3, miðað við 100% orkunýtingu.

Askja og Öskjuvatn.

Ef hins vegar yrði þeytigos í botni Öskjuvatns af því tagi sem varð í Öskju 1875 eða í Heklu 1947 myndi krafturinn í gosinu keyra gosmökkinn og þá kvikuna að mestu upp úr vatninu. Vikur, svo fullur af loftbólum að hann flýtur á vatni, myndast, og bæði þeytist upp í loftið og flýtur um vatnið. En myndun vikursins hefði ekkert með Öskjuvatn sjálft að gera, heldur freyðir hin kísilríka bráð svo mjög vegna þess hve mikið vatn er uppleyst í henni, jafnvel allt að 5% af þunga bráðarinnar miðað við 0,5% í basaltbráð. Slíkt eldgos þyrfti að vera stærra en 1,3 km3 til að eima Öskjuvatn burt.

Tilvísanir:
  1. ^ Um þetta efni, sjá: Sigurður Steinþórsson. Hvaðan kemur vatnið sem veldur sprengingum í gígnum í Geldingadölum? Vísindavefurinn, 24. júní 2021. (Sótt 13. desember 2022).
  2. ^ Nefnt joule á ýmsum erlendum málum. Eitt júl er sú orka sem eitt watt gefur á einni sekúndu.

Myndir:...