Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hekla er mynduð á gossprungu, eins og algengast er um eldfjöll á Íslandi, og þess vegna er fjallið ílangt. Ástæðan er skorpuhreyfingar tengdar gliðnun Norður-Atlantshafsins. Í stórgosum, eins og 1947, rifnar fjallið að endilöngu í upphafi gossins og þá gýs á 4 km langri sprungu. Hins vegar dregst virknin fljótlega saman og takmarkast eftir það við einn eða tvo gíga hæst í fjallinu.
Keilulaga eldfjöll, eins og Snæfellsjökull, Eyjafjallajökull og Öræfajökull, eru öll með hringlaga gíg á toppnum og hafa keilulögun, og sama á við um dyngjur eins og Skjaldbreið og Trölladyngju. Líklegt er þó að dyngjugos byrji sem sprungugos, en að langmestur hluti virkninnar verði á einum hluta hennar þannig að fjallið verði „kringlótt".
Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna er Hekla ílöng en ekki keila?“ Vísindavefurinn, 8. ágúst 2000, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=747.
Sigurður Steinþórsson. (2000, 8. ágúst). Hvers vegna er Hekla ílöng en ekki keila? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=747
Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna er Hekla ílöng en ekki keila?“ Vísindavefurinn. 8. ágú. 2000. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=747>.