Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru Vestmannaeyjar gamlar?

Sigurður Steinþórsson

Vestmannaeyjar eru alls 18 eyjar og sker auk 55-60 eldstöðva sem hafaldan hefur sigrast á. Þessar eldstöðvar mynda sérstakt eldstöðvakerfi, Vestmannaeyjakerfið, sem talið er að megi rekja 70.000 til 100.000 ár aftur í tímann. Elstu jarðmyndanir ofansjávar eru Norðurklettar nyrst á Heimaey sem mynduðust fyrir um 40.000 árum. Helgafellshraunið, sem Þorvaldur Thoroddsen taldi samkvæmt Landnámu vera frá sögulegum tíma, hefur verið aldursgreint með geislakolsaðferð og telst vera um 5400 ára (Guðmundur Kjartansson, „Nokkrar nýjar C14 aldursákvarðanir“. Náttúrufræðingurinn 36 (1967) 126-141).

Gjóskulagarannsóknir benda til þess að svipuð Helgafelli að aldri (5.000-6.000 ára) séu Bjarnarey og Elliðaey ásamt Sæfelli, en Stórhöfði sé nokkru eldri. Álsey, Brandur, Suðurey og Hellisey eru taldar vera um 8000 ára. Aðrar eyjar hefur ekki tekist að aldursgreina. Hins vegar benda ofangreindar niðurstöður til þess að eldvirkni á svæðinu sé lotubundin. Síðasta lotan kann að hafa byrjað með neðansjávargosi 1896 (óljósar sagnir einnig um gos 1673), en meiri athygli hafa vakið Surtseyjargosið 1963 og Eldfellsgosið 1973.

Stórhöfði, Suðurey, Brandur og Álfsey. Surtsey i fjarska.

Loks má geta þess að Vestmannaeyjar standa á 10 milljón ára gömlum hafsbotni og eldvirknin þarna er afleiðing þess að Suðurlandsgosbeltið er að teygja sig til suðurs með tímanum. Af tveimur djúpum borholum á Heimaey (1565 og 2265 m) má ráða að einungis efstu 200-300 metrarnir eru úr bergi með efnasamsetningu einkennandi fyrir Vestmannaeyjar, frá síðari hluta ísaldar. Þar fyrir neðan tekur við 700 m þykkt sjávarset með skeljaleifum, og loks skiptast á hraun- og móbergslög með innskotum niður á botn holunnar.

Heimild og mynd:
  • Ingvar A. Sigurðsson og Sveinn P. Jakobsson: Jarðsaga Vestmannaeyja. Árbók Ferðafélags Íslands 2009, bls. 14-27.
  • Mynd: Mats Icelandic image library © Mats Wibe Lund

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

28.3.2001

Síðast uppfært

7.9.2023

Spyrjandi

Áslaug Dís Bergsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru Vestmannaeyjar gamlar?“ Vísindavefurinn, 28. mars 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1433.

Sigurður Steinþórsson. (2001, 28. mars). Hvað eru Vestmannaeyjar gamlar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1433

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru Vestmannaeyjar gamlar?“ Vísindavefurinn. 28. mar. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1433>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru Vestmannaeyjar gamlar?
Vestmannaeyjar eru alls 18 eyjar og sker auk 55-60 eldstöðva sem hafaldan hefur sigrast á. Þessar eldstöðvar mynda sérstakt eldstöðvakerfi, Vestmannaeyjakerfið, sem talið er að megi rekja 70.000 til 100.000 ár aftur í tímann. Elstu jarðmyndanir ofansjávar eru Norðurklettar nyrst á Heimaey sem mynduðust fyrir um 40.000 árum. Helgafellshraunið, sem Þorvaldur Thoroddsen taldi samkvæmt Landnámu vera frá sögulegum tíma, hefur verið aldursgreint með geislakolsaðferð og telst vera um 5400 ára (Guðmundur Kjartansson, „Nokkrar nýjar C14 aldursákvarðanir“. Náttúrufræðingurinn 36 (1967) 126-141).

Gjóskulagarannsóknir benda til þess að svipuð Helgafelli að aldri (5.000-6.000 ára) séu Bjarnarey og Elliðaey ásamt Sæfelli, en Stórhöfði sé nokkru eldri. Álsey, Brandur, Suðurey og Hellisey eru taldar vera um 8000 ára. Aðrar eyjar hefur ekki tekist að aldursgreina. Hins vegar benda ofangreindar niðurstöður til þess að eldvirkni á svæðinu sé lotubundin. Síðasta lotan kann að hafa byrjað með neðansjávargosi 1896 (óljósar sagnir einnig um gos 1673), en meiri athygli hafa vakið Surtseyjargosið 1963 og Eldfellsgosið 1973.

Stórhöfði, Suðurey, Brandur og Álfsey. Surtsey i fjarska.

Loks má geta þess að Vestmannaeyjar standa á 10 milljón ára gömlum hafsbotni og eldvirknin þarna er afleiðing þess að Suðurlandsgosbeltið er að teygja sig til suðurs með tímanum. Af tveimur djúpum borholum á Heimaey (1565 og 2265 m) má ráða að einungis efstu 200-300 metrarnir eru úr bergi með efnasamsetningu einkennandi fyrir Vestmannaeyjar, frá síðari hluta ísaldar. Þar fyrir neðan tekur við 700 m þykkt sjávarset með skeljaleifum, og loks skiptast á hraun- og móbergslög með innskotum niður á botn holunnar.

Heimild og mynd:
  • Ingvar A. Sigurðsson og Sveinn P. Jakobsson: Jarðsaga Vestmannaeyja. Árbók Ferðafélags Íslands 2009, bls. 14-27.
  • Mynd: Mats Icelandic image library © Mats Wibe Lund
...