Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Virkar silfur gegn örverum?

Snædís Huld Björnsdóttir

Öll spurningin hljóðaði svona:

Nú eru til vörur sem eru með silfurjónir á yfirborðinu í þeim tilgangi að hefta vöxt og eyða bakteríum (ISO 22196). Virkar þetta einnig gegn veirum?

Silfur hefur örveruhindrandi áhrif og hefur verið notað í þúsundir ára í lækningaskyni og til varðveislu matvæla.[1] Silfurjónir hindra eða drepa ýmsar örverur og eru meðal annars nýttar í smyrsl og sáraumbúðir. Mikið dró úr notkun silfurs gegn örverum með tilkomu sýklalyfja en hún hefur aukist á ný síðustu ár og silfur á ýmsu formi ratað í margs konar vörur.[2] Nefna má snyrtivörur, vefnaðarvörur eins og handklæði og sokka og ýmis yfirborð eins og handföng með nanóögnum sem silfurjónir losna frá með tímanum.

Ekki er að fullu skýrt hvernig silfuragnir og jónir hindra örverur. Virknin er best þekkt gegn bakteríum og virðist margþætt. Silfuragnir og jónir tengjast yfirborði bakteríufruma, geta komist inn í þær og skemmt ýmsar sameindir og starfsemi sem að lokum hindrar vöxt.[3] Virkni silfuragna gegn veirum er ekki eins vel þekkt en sýkingartilraunir hafa sýnt að þær geta meðal annars truflað bindingu ákveðinna veira við hýsilfrumur.[4][5] Þessar tilraunir tengjast þó ekki silfurögnum í tilbúnum vörum og eru gerðar við aðrar aðstæður.

Silfurjónir hafa hindrandi áhrif á ýmsar örverur og þær má finna í margs konar vörum. Jónirnar geta til dæmis komið frá silfursöltum, -ögnum eða -þráðum.

Eðli og eiginleikar baktería og veira eru mjög ólíkir og því má alls ekki gera ráð fyrir að aðferðir sem virka gegn bakteríum komi í veg fyrir veirusýkingar eða útbreiðslu veira. ISO 22196 er stöðluð aðferð sem notuð er til að meta hvort ákveðin yfirborð, meðal annars úr plasti, hafi hindrandi áhrif á bakteríur en hún nær ekki til prófana á veirum. Í raun nær hún bara til þeirra baktería sem prófað er gegn.

Ýmsir möguleikar eru á nýtingu agna úr silfri eða öðrum málmum í baráttunni við sjúkdómsvaldandi örverur en líklega er best að nota þær samhliða öðrum aðferðum. Mikil notkun þeirra getur verið varasöm, sérstaklega í efnum sem fara út í umhverfið með frárennsli. Það gæti bæði leitt til óæskilegra áhrifa á vistkerfi í náttúrunni og útbreiðslu ónæmis gegn málmunum.

Tilvísanir:
  1. ^ Alexander J.W. (2009). History of the Medical Use of Silver. Surgical Infections, 10(3): 289-292. (Sótt 9.3.2021).
  2. ^ Sim, W. o.fl. (2018). Antimicrobial Silver in Medicinal and Consumer Applications: A Patent Review of the Past Decade (2007-2017). Antibiotics (Basel, Switzerland), 7(4): 93. (Sótt 9.3.2021).
  3. ^ Durán, N. o.fl. (2016). Silver nanoparticles: A new view on mechanistic aspects on antimicrobial activity. Nanomedicine: nanotechnology, biology, and medicine, 12(3): 789–799. (Sótt 9.3.2021).
  4. ^ Orlowski, P. o.fl. (2014). Tannic acid modified silver nanoparticles show antiviral activity in herpes simplex virus type 2 infection. PloS one, 9(8), e104113. (Sótt 9.3.2021).
  5. ^ Lara, H.H. o.fl. (2010). Mode of antiviral action of silver nanoparticles against HIV-1. Journal of Nanobiotechnology, 8, 1. (Sótt 9.3.2021).

Mynd:

Höfundur

Snædís Huld Björnsdóttir

sameindalíffræðingur og prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ

Útgáfudagur

11.3.2021

Spyrjandi

Ásta Halldórsdóttir

Tilvísun

Snædís Huld Björnsdóttir. „Virkar silfur gegn örverum?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2021, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81176.

Snædís Huld Björnsdóttir. (2021, 11. mars). Virkar silfur gegn örverum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81176

Snædís Huld Björnsdóttir. „Virkar silfur gegn örverum?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2021. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81176>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Virkar silfur gegn örverum?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Nú eru til vörur sem eru með silfurjónir á yfirborðinu í þeim tilgangi að hefta vöxt og eyða bakteríum (ISO 22196). Virkar þetta einnig gegn veirum?

Silfur hefur örveruhindrandi áhrif og hefur verið notað í þúsundir ára í lækningaskyni og til varðveislu matvæla.[1] Silfurjónir hindra eða drepa ýmsar örverur og eru meðal annars nýttar í smyrsl og sáraumbúðir. Mikið dró úr notkun silfurs gegn örverum með tilkomu sýklalyfja en hún hefur aukist á ný síðustu ár og silfur á ýmsu formi ratað í margs konar vörur.[2] Nefna má snyrtivörur, vefnaðarvörur eins og handklæði og sokka og ýmis yfirborð eins og handföng með nanóögnum sem silfurjónir losna frá með tímanum.

Ekki er að fullu skýrt hvernig silfuragnir og jónir hindra örverur. Virknin er best þekkt gegn bakteríum og virðist margþætt. Silfuragnir og jónir tengjast yfirborði bakteríufruma, geta komist inn í þær og skemmt ýmsar sameindir og starfsemi sem að lokum hindrar vöxt.[3] Virkni silfuragna gegn veirum er ekki eins vel þekkt en sýkingartilraunir hafa sýnt að þær geta meðal annars truflað bindingu ákveðinna veira við hýsilfrumur.[4][5] Þessar tilraunir tengjast þó ekki silfurögnum í tilbúnum vörum og eru gerðar við aðrar aðstæður.

Silfurjónir hafa hindrandi áhrif á ýmsar örverur og þær má finna í margs konar vörum. Jónirnar geta til dæmis komið frá silfursöltum, -ögnum eða -þráðum.

Eðli og eiginleikar baktería og veira eru mjög ólíkir og því má alls ekki gera ráð fyrir að aðferðir sem virka gegn bakteríum komi í veg fyrir veirusýkingar eða útbreiðslu veira. ISO 22196 er stöðluð aðferð sem notuð er til að meta hvort ákveðin yfirborð, meðal annars úr plasti, hafi hindrandi áhrif á bakteríur en hún nær ekki til prófana á veirum. Í raun nær hún bara til þeirra baktería sem prófað er gegn.

Ýmsir möguleikar eru á nýtingu agna úr silfri eða öðrum málmum í baráttunni við sjúkdómsvaldandi örverur en líklega er best að nota þær samhliða öðrum aðferðum. Mikil notkun þeirra getur verið varasöm, sérstaklega í efnum sem fara út í umhverfið með frárennsli. Það gæti bæði leitt til óæskilegra áhrifa á vistkerfi í náttúrunni og útbreiðslu ónæmis gegn málmunum.

Tilvísanir:
  1. ^ Alexander J.W. (2009). History of the Medical Use of Silver. Surgical Infections, 10(3): 289-292. (Sótt 9.3.2021).
  2. ^ Sim, W. o.fl. (2018). Antimicrobial Silver in Medicinal and Consumer Applications: A Patent Review of the Past Decade (2007-2017). Antibiotics (Basel, Switzerland), 7(4): 93. (Sótt 9.3.2021).
  3. ^ Durán, N. o.fl. (2016). Silver nanoparticles: A new view on mechanistic aspects on antimicrobial activity. Nanomedicine: nanotechnology, biology, and medicine, 12(3): 789–799. (Sótt 9.3.2021).
  4. ^ Orlowski, P. o.fl. (2014). Tannic acid modified silver nanoparticles show antiviral activity in herpes simplex virus type 2 infection. PloS one, 9(8), e104113. (Sótt 9.3.2021).
  5. ^ Lara, H.H. o.fl. (2010). Mode of antiviral action of silver nanoparticles against HIV-1. Journal of Nanobiotechnology, 8, 1. (Sótt 9.3.2021).

Mynd:...