Af því að ekkert er getið um efni textans, þykir mér sennilegast, að hér sé um að ræða eins konar tilraun til prentunar á íslenzku og sé hún gerð að undirlagi Íslendinga, sem hafa haft í hyggju að stofna prentverk á Íslandi.1Hvort sem hér er vísun til prentunar bókar á íslensku eða á Íslandi, er heimildin eldri en nokkur önnur sem enn er kunn. Hugsanlegt er að tengja þetta við prentarann Jón Matthíasson, sem yrði þá til að styrkja, að prentun hafi hafist hér um 1530 eða fyrr. Jón Matthíasson sænski.
Allar heimildir eru samsaga um, að Jón biskup Arason hafi fyrstur manna flutt prentsmiðju til Íslands, en ekki er ljóst hvaða ár það var. Einnig segja allir, að prentarinn hafi heitið Jón Matthíasson eða Mattheusson og verið kallaður hinn sænski. Elsta heimild um prentsmiðju Jóns Arasonar er í íslensku handriti frá seinni hluta 16. aldar í Uppsölum í Svíþjóð, DG. 9, bl. 11v:
Þá biskup Jón Arason hafði ríkt á stóli sínum, Hólum, 5 eða 6 ár, þá lét hann fyrstur allra manna innkoma prentverk á Ísland ...


Jón Matthíasson hefur upphaflega stundað prentverk sitt á Hólum, en um 1535 fær hann Breiðabólstað í Vesturhópi, vildarbrauð sem erkibiskup veitti. Jón lét af embætti 1566 og dó árið eftir. Hann kvæntist Helgu Jónsdóttur, sem enn var á lífi 30. júní 1594. Sonur þeirra Jón var lengi prentari á Hólum. Við prestsembættinu á Breiðabólstað eftir Jón Matthíasson sænska tók Guðbrandur Þorláksson, síðar Hólabiskup, ein skærasta stjarnan í íslenskri prentsögu. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvað er að segja um siðaskipti á Íslandi og hlutverk Jóns Arasonar í því ferli? eftir Gunnar Karlsson
- Björn Þorsteinsson. ‘Elzta heimild um prentun á íslenzku.’ Saga. 3 (1960). s. 96–97.
- Klemens Jónsson. Fjögur hundruð ára saga prentlistarinnar á Íslandi. Rv. 1930. s. 4.
- Þorkell Jóhannesson. ‘Prentlistin kemur til Íslands.’ Lýðir og landshagir. I. Rv. 1965. s. 96–98. Greinin var áður prentuð í Prentlistin fimm hundruð ára. Rv. 1941.
- Páll Eggert Ólason. Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi. I. Rv. 1919. s. 394–414, einkum s. 402.
- Páll Eggert Ólason. Sextánda öld. Rv. 1944. s. 283 og 328. (Saga Íslendinga, IV.)
- Páll Eggert Ólason. Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi. I. Rv. 1919. s. 396 og tilvísanir þar.
- Mynd af prenturum frá 16. öld: Rick Steves' Europe Through the Backdoor. Sótt 16.5.2003.
- Mynd af Guðbrandsbiblíu: Iceland Guide - die virtuelle islandreise. Sótt 16.5.2003.