Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða bækur voru prentaðar í prentsmiðju Jóns Arasonar biskups?

Einar G. Pétursson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Breviarium Holense.

Óumdeildar heimildir eru um eina bók á latínu, Breviarium Holense, sem Jón Matthíasson prentaði á Hólum í tíð Jóns biskups Arasonar. Árni Magnússon átti seinasta kunna eintak bókarinnar sem brann 1728. Jón Ólafsson úr Grunnavík skrifaði eftir minni titilblað og niðurlagsorð bókarinnar og sagði að prentun hefði verið lokið á Hólum 1. maí 1534. Síðar breytti Jón ártalinu á ýmsa lund og vildi telja bókina prentaða síðar. Í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi eru tvö blöð komin úr bandi á íslensku handriti, sem talin eru úr Breviarium Holense. Menn hafa ályktað að bókin hafi verið hliðstæð Breviarium Nidrosiense, sem kom út 1519, en Ísland lá þá undir erkibiskupstólinn í Niðarósi. Um tíðabók þessa hafa mest fjallað Páll Eggert Ólason og Halldór Hermannsson.1

Fjórir guðspjallamenn.
Lengi voru engar heimildir kunnar um neina aðra bók úr prentsmiðju Jóns biskups Arasonar. Árið 1915 kom út á vegum Sögufélags ævisaga Brynjólfs biskups Sveinssonar. Þar segir:
... 10. Augusti var hann [þ. e. Brynjólfur biskup] kistulagður með hans N(ýja) T(estamenti) Græco, Davíðs psaltara og Fjórum guðspjallamönnum, er biskup Jón gamli að Hólum lét útleggja og þrykkja, sem hans formáli útvísar, ef þar af finnst nokkurt exemplar.2
Hvergi kemur fram hvenær bókin á að hafa verið prentuð eða hvar. Lúðvík Harboe sem var á Íslandi á árunum 1741–1745 hafði það eftir munnlegri sögn, að Jón biskup Arason hefði þýtt eitthvað úr biblíunni og hefði eiginhandarritið farið í líkkistuna hjá Brynjólfi biskupi Sveinssyni, en var annars ekki trúaður á þessa sögn.3 Fyrir nærri 40 árum kom annað handrit ævisögu Brynjólfs í Landsbókasafn og eru Fjórir guðspjallamenn nefndir á sama hátt í báðum, svo að minni ástæða er nú en áður til að telja texta ævisögunnar vafasaman.4

Árið 1916 gaf Halldór Hermannsson út skrá sína yfir bækur 16. aldar, en hafði þá ekki fengið biskupasögurnar í hendur, svo að hann gat ekki um Fjóra guðspjallamenn þar. Annars skrifaði hann víða um þá og var niðurstaðan, að hér væri um að ræða varðveitta bók:
... þar sem orðin “fjórir guðspjallamenn” koma fyrir í titlinum, en sérstaklega gætir þeirra mikið í hlaupatitlunum. Þetta er “Historía pínunnar og upprisu Drottins vors Jesú Christi útaf fjórum guðspjallamönnum ... til samans lesin” af Jóhanni Bugenhagen. Oddur Gottskálksson þýddi hana og Gísli biskup Jónsson lét prenta hana í Kaupmannahöfn 1558.5
Árið 1989 tók Steingrímur Jónsson að nýju upp kenningu Halldórs Hermannssonar um að Fjórir guðspjallamenn væru í raun Historía pínunnar og birti mynd af opnu í bókinni því til sönnunar. Einnig taldi hann að bókarinnar væri hvergi getið; leyfi til útgáfunnar væri ekki til.6 Þessu mótmælti Björn S. Stefánsson í grein árið eftir og benti á heimild í Sigurðarregistri um eignir Hólastaðar frá því á jólum 1550: “Gudzspiallabok med pappir j norænu.” Þessi bók væri eldri en 1558; hefði hún verið prentuð seint á biskupsárum Jóns væri þess ekki að vænta að leyfi væri finnanlegt.7

Loks er rétt að nefna, að Jón Halldórsson sagði frá því, að Jón Matthíasson hefði þrykkt “Guðspjallabók í 4to fyrir Jón biskup Arason og nokkra bæklinga fyrir h[erra] Ólaf Hjaltason.”8 Síðan kemur spurningin: er þarna örugglega átt við sama ritið, Fjóra guðspjallamenn, og fór í kistuna með Brynjólfi biskupi Sveinssyni?

Niðurstaðan er þá, að texti handritsins er traustari en áður var álitið og aðrar heimildir eru finnanlegar, sem benda til að bókin hafi verið til. Verða því að teljast öllu meiri líkur en áður að svo hafi verið, en endanlegt svar fæst ekki fyrr en menn sjá hvað er á brjósti Brynjólfs biskups Sveinssonar í kirkjugarðinum í Skálholti.

Bækur eftir Corvin.
Í úrdrætti úr bréfi Árna Magnússonar til séra Þorsteins Ketilssonar á Hrafnagili í Eyjafirði, sem skrifað var 5. júlí 1729, stendur:
Corvini bækling yfer Passionem, þrycktann ä Br(eida)bolstað hef eg alldrei fyrre sied, og ecke af vitad. enn Postillam epistolicam Corvini hafde eg, sem prentud var i sama Stad, med sỏmu typis, nockrum arum fyrre, ef mig rett minner. og er hun brunnenn. Fleire bækur þeinke eg Sra Jon Svenske hafe prentad ä Br(eida)b(ol)stad, enn þad er nu taflslok ad safna þvi etc.9
Hér var Árni að þakka fyrir eintak af píningarhistoríu eftir Corvin. Ekki hefur bókin verið alkunn, úr því að hann hafði ekki áður haft af henni spurnir. Í Háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn er eina varðveitta eintak bókarinnar, sem hlýtur að vera það sama og hér er nefnt. Aðrar heimildir telja bókina prentaða 1559 en þýðanda Odd Gottskálksson. Passío er elsta bók prentuð á Íslandi, sem enn er varðveitt. Hún var gefin út ljósprentuð í Kaupmannahöfn 1936 með inngangi eftir Jón Helgason sem IV. bindi í ritröðinni Monumenta typographica Islandica.

Ekki eru aðrar heimildir kunnar um prentun á “Postillam epistolicam Corvini” og samkvæmt orðum Árna Magnússonar var hún prentuð fyrri en Passío. Jón Egilsson sagði í Biskupaannálum, að Oddur Gottskálksson hefði þýtt “pistlabókina Corvini” og var hún nefnd meðal bóka sem “urðu ekki prentaðar”.10 Ein bókanna, sem þar er sagt að hafi ekki verið prentuð, var það þó sannanlega. Þess vegna er eðlilegt að skilja fyrrgreind orð svo, að átt hafi verið við að “pistlabókin” hafi ekki verið prentuð að Oddi lifandi, en hann drukknaði vorið 1556. Bókin hefur því líklegast verið prentuð 1557 eða 8.

Guðspjallabók 1562.
Bók þessi er vanalega nefnd Guðspjallabók Ólafs biskups Hjaltasonar. Titill bókarinnar er mjög langur og er upphaf svo: “Þetta er ein bok med collectum, Pistlum, oc Gudzspiollum, j modurmali, j kringum arid a Sunno daga, og allar Hatider”. Hún er varðveitt í einu óheilu eintaki í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn. Ártalið er fengið úr bókaskrá Lúðvíks Harboe, sem átti eintak. Bókin var gefin út ljósprentuð sem IV. bindi í ritröðinni Monumenta typographica Islandica.11 Magnús Már Lárusson benti á að í handritinu Perg. 4:o nr 13 í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi væri heil uppskrift bókarinnar og birti hann textann, sem handritið hefur fram yfir, en þó hefur hluti af síðasta blaðinu verið skorinn af.

Sumir hafa talið að Ólafur hafi látið prenta sálmabók, en hér segir Magnús koma “í ljós af þeim textauppfyllingum, er hér eru prentaðar í fyrsta sinn, að Ólafur biskup vitnar til sálmabókar.”12 Aftur á móti er séra Arngrímur Jónsson ekki viss, að umræddir sálmar séu komnir úr sálmabók, sem Ólafur Hjaltason lét prenta. 13 Er því enn óljóst um tilvist þeirrar bókar og verður ekki að svo stöddu meira um hana sagt.

Justus Jonas 1562.
Lúðvík Harboe biskup átti mikið af gömlum íslenskum bókum sem voru að honum látnum seldar á uppboði árin 1784 og 1785. Í prentaðri uppboðsskrá er meðal bóka í fjögurra blaða broti:
Catechismus þat er bæklingur Christiligs Lærdoms fyre börn og Ungmenni i Kirkiusofnudunum epter Christiligum setninge sem nu tidkast i Christendominum a Latino samsettr og saman skrifadr af Justus Jonas enn a Norrænu utskrifadur af Odde Gottzskalkssyne.
Heimildir telja bókina hafa verið prentaða á Breiðabólstað í Vesturhópi 1562, en ekkert eintak er varðveitt. Ritið gekk undir heitinu ‘Fræðaprédikanir’ eða ‘Predikanir út af fræðum Lutheri’. 14

Fyrir nokkrum árum rakst Stefán Karlsson á tvö skinnblöð í Árnasafni, sem við nánari athugun reyndust vera brot úr uppskrift úr þessari bók. Skrifarann taldi Stefán austfirskan og fleiri handrit kristilegs efnis eru þekkt úr penna hans.15 Þarna er komið brot af texta og traust staðfesting á tilvist prentuðu bókarinnar.

Í brunanum mikla í Kaupmannahöfn haustið 1728 hafa meðal annars brunnið elsta bók prentuð á Íslandi sem sögur fara af og bók prentuð á íslensku á Íslandi, sem var eldri en aðrar bækur sem nú eru varðveittar. Á 20. öld komu í leitirnar blöð úr Breviarium Holense og heimild um aðra bók úr prentsmiðju Jóns Arasonar. Úr prentsmiðju Ólafs Hjaltasonar komu í leitirnar heimild um útgáfu á pistlabók Corvins, lengri texti en áður var kunnur úr Guðspjallabók Ólafs og brot úr texta af Fræðapredikunum Justusar Jónasar. Er ekki rétt að vona, að enn eigi eitthvað meira eftir að koma í leitirnar?

Aftanmálsgreinar.
  1. Páll Eggert Ólason. Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi. I. Rv. 1919. s. 405 og Halldór Hermannsson. Icelandic books of the sixteenth century (1534-1600). Ithaca, NY, 1916. s. 1–2. (Islandica, 9.)
  2. Jón Halldórsson í Hítardal. Biskupasögur. Með viðbæti. II. Rv. 1911–1915. s. 377. Þetta er í ævisögu Brynjólfs biskups Sveinssonar eftir Torfa prófast Jónsson í Gaulverjabæ, sem var viðstaddur kistulagninguna.
  3. Ludvik Harboe. ‘Kurtze Nachricht von der Isländischen Bibel-Historie wobey zugleich von den Uebersetzern der Bibel verschiedenes angeführet wird.’ s. 19. (Dänische Bibliothec oder Sammlung von Alten und Neuen Gelehrten Sachen aus Dännemarck. 8. Kbh. 1746.)
  4. Einar G. Pétursson. ‘Guðbrandur Þorláksson og bókaútgáfa hans.’ Landsbókasafn Íslands. Árbók. Nýr flokkur. 10 (1984 (1986)). s. 6 neðanmáls.
  5. Halldór Hermannsson. ‘Prentsmiðja Jóns Matthíassonar.’ Almanak Ólafs Þorgeirssonar. 36 (1930). s. 27–31, tilvitnun á s. 30. Annað er helst: Halldór Hermannsson: ‘Additions to the Biblographies of Icelandic books of the xvith and xviith Centuries ...’ Bibliographical Notes. Ithaca, NY, 1942. s. 63–65. (Islandica, 29.) Sjá einnig 11. neðanmálsgrein hér á eftir.
  6. Steingrímur Jónsson. ‘Prentaðar bækur.’ Íslensk þjóðmenning. VI. Munnmenntir og bókmenning. Rv. 1989. s. 92–94.
  7. Björn S. Stefánsson. ‘Íslenzkt guðspjallarit Jóns biskups Arasonar.’ Saga. Tímarit Sögufélags. 28 (1990). s. 176–178. Sbr. Íslenzkt fornbréfasafn. XI. Rv. 1915–1925. s. 853.
  8. Jón Halldórsson í Hítardal. Biskupasögur. Með viðbæti. II. Rv. 1911–1915. s. 38.
  9. Árni Magnússon. ‘Bréf Árna Magnússonar til Íslands 1729 og fleiri skjöl hans í Ríkisskjalasafni Dana.’ Birt hefur Jón Margeirsson. Opuscula. V. Kbh. 1975. 158–159. (Bibliotheca Arnamagnæana, XXXI.)
  10. Jón Egilsson. "Biskupa-annálar Jóns Egilssonar," með formála, athugagreinum og fylgiskjölum eptir Jón Sigurðsson. Kbh. 1856. s. 77. (Safn til sögu Íslands og ísl. bókmennta, I.)
  11. Guðspjallabók 1562. Bishop Ólafur Hjaltason's ritual (Breiðabólsstaður, Jón Matthíasson, 1562). Facsimile edition with an introduction in English and Icelandic by Halldór Hermannsson. Kbh. 1933. Í innganginum er allmikið fjallað um upphaf prentlistar á Íslandi almennt, en einnig nokkuð um bókina sjálfa.
  12. Magnús Már Lárusson. ‘Guðspjallabók Ólafs Hjaltasonar.’ Landsbókasafn Íslands. Árbók. 23 (1966 (1967)). s. 214–17.
  13. Arngrímur Jónsson. Fyrstu handbækur presta á Íslandi eftir siðbót. Rv. 1992. s. 160–164.
  14. Halldór Hermannsson. Icelandic books of the sixteenth century (1534-1600). Ithaca, NY, 1916. s. 15–16. (Islandica, 9.) Þaðan er einnig tekin tilvitnunin í bókaskrá Harboe.
  15. Stefán Karlsson. ‘Brot úr barnaprédikunum í þýðingu Odds Gottskálkssonar.’ Landsbókasafn Íslands. Árbók. Nýr flokkur. 15 (1989 (1991)). s. 43–72, sjá einkum 51–53.

Að auki er rétt er að geta einnar nýlegrar bókar um íslenska bókaútgáfu:
  • Böðvar Kvaran. Auðlegð Íslendinga. Brot úr sögu íslenzkrar bókaútgáfu og prentunar frá öndverðu fram á þessa öld. Hið íslenska bókmenntafélag. Rv. 1995.
Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Hver var fyrsti prentarinn á Íslandi?

Höfundur

rannsóknarprófessor á Árnastofnun

Útgáfudagur

19.5.2003

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Einar G. Pétursson. „Hvaða bækur voru prentaðar í prentsmiðju Jóns Arasonar biskups?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3427.

Einar G. Pétursson. (2003, 19. maí). Hvaða bækur voru prentaðar í prentsmiðju Jóns Arasonar biskups? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3427

Einar G. Pétursson. „Hvaða bækur voru prentaðar í prentsmiðju Jóns Arasonar biskups?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3427>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða bækur voru prentaðar í prentsmiðju Jóns Arasonar biskups?
Breviarium Holense.

Óumdeildar heimildir eru um eina bók á latínu, Breviarium Holense, sem Jón Matthíasson prentaði á Hólum í tíð Jóns biskups Arasonar. Árni Magnússon átti seinasta kunna eintak bókarinnar sem brann 1728. Jón Ólafsson úr Grunnavík skrifaði eftir minni titilblað og niðurlagsorð bókarinnar og sagði að prentun hefði verið lokið á Hólum 1. maí 1534. Síðar breytti Jón ártalinu á ýmsa lund og vildi telja bókina prentaða síðar. Í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi eru tvö blöð komin úr bandi á íslensku handriti, sem talin eru úr Breviarium Holense. Menn hafa ályktað að bókin hafi verið hliðstæð Breviarium Nidrosiense, sem kom út 1519, en Ísland lá þá undir erkibiskupstólinn í Niðarósi. Um tíðabók þessa hafa mest fjallað Páll Eggert Ólason og Halldór Hermannsson.1

Fjórir guðspjallamenn.
Lengi voru engar heimildir kunnar um neina aðra bók úr prentsmiðju Jóns biskups Arasonar. Árið 1915 kom út á vegum Sögufélags ævisaga Brynjólfs biskups Sveinssonar. Þar segir:
... 10. Augusti var hann [þ. e. Brynjólfur biskup] kistulagður með hans N(ýja) T(estamenti) Græco, Davíðs psaltara og Fjórum guðspjallamönnum, er biskup Jón gamli að Hólum lét útleggja og þrykkja, sem hans formáli útvísar, ef þar af finnst nokkurt exemplar.2
Hvergi kemur fram hvenær bókin á að hafa verið prentuð eða hvar. Lúðvík Harboe sem var á Íslandi á árunum 1741–1745 hafði það eftir munnlegri sögn, að Jón biskup Arason hefði þýtt eitthvað úr biblíunni og hefði eiginhandarritið farið í líkkistuna hjá Brynjólfi biskupi Sveinssyni, en var annars ekki trúaður á þessa sögn.3 Fyrir nærri 40 árum kom annað handrit ævisögu Brynjólfs í Landsbókasafn og eru Fjórir guðspjallamenn nefndir á sama hátt í báðum, svo að minni ástæða er nú en áður til að telja texta ævisögunnar vafasaman.4

Árið 1916 gaf Halldór Hermannsson út skrá sína yfir bækur 16. aldar, en hafði þá ekki fengið biskupasögurnar í hendur, svo að hann gat ekki um Fjóra guðspjallamenn þar. Annars skrifaði hann víða um þá og var niðurstaðan, að hér væri um að ræða varðveitta bók:
... þar sem orðin “fjórir guðspjallamenn” koma fyrir í titlinum, en sérstaklega gætir þeirra mikið í hlaupatitlunum. Þetta er “Historía pínunnar og upprisu Drottins vors Jesú Christi útaf fjórum guðspjallamönnum ... til samans lesin” af Jóhanni Bugenhagen. Oddur Gottskálksson þýddi hana og Gísli biskup Jónsson lét prenta hana í Kaupmannahöfn 1558.5
Árið 1989 tók Steingrímur Jónsson að nýju upp kenningu Halldórs Hermannssonar um að Fjórir guðspjallamenn væru í raun Historía pínunnar og birti mynd af opnu í bókinni því til sönnunar. Einnig taldi hann að bókarinnar væri hvergi getið; leyfi til útgáfunnar væri ekki til.6 Þessu mótmælti Björn S. Stefánsson í grein árið eftir og benti á heimild í Sigurðarregistri um eignir Hólastaðar frá því á jólum 1550: “Gudzspiallabok med pappir j norænu.” Þessi bók væri eldri en 1558; hefði hún verið prentuð seint á biskupsárum Jóns væri þess ekki að vænta að leyfi væri finnanlegt.7

Loks er rétt að nefna, að Jón Halldórsson sagði frá því, að Jón Matthíasson hefði þrykkt “Guðspjallabók í 4to fyrir Jón biskup Arason og nokkra bæklinga fyrir h[erra] Ólaf Hjaltason.”8 Síðan kemur spurningin: er þarna örugglega átt við sama ritið, Fjóra guðspjallamenn, og fór í kistuna með Brynjólfi biskupi Sveinssyni?

Niðurstaðan er þá, að texti handritsins er traustari en áður var álitið og aðrar heimildir eru finnanlegar, sem benda til að bókin hafi verið til. Verða því að teljast öllu meiri líkur en áður að svo hafi verið, en endanlegt svar fæst ekki fyrr en menn sjá hvað er á brjósti Brynjólfs biskups Sveinssonar í kirkjugarðinum í Skálholti.

Bækur eftir Corvin.
Í úrdrætti úr bréfi Árna Magnússonar til séra Þorsteins Ketilssonar á Hrafnagili í Eyjafirði, sem skrifað var 5. júlí 1729, stendur:
Corvini bækling yfer Passionem, þrycktann ä Br(eida)bolstað hef eg alldrei fyrre sied, og ecke af vitad. enn Postillam epistolicam Corvini hafde eg, sem prentud var i sama Stad, med sỏmu typis, nockrum arum fyrre, ef mig rett minner. og er hun brunnenn. Fleire bækur þeinke eg Sra Jon Svenske hafe prentad ä Br(eida)b(ol)stad, enn þad er nu taflslok ad safna þvi etc.9
Hér var Árni að þakka fyrir eintak af píningarhistoríu eftir Corvin. Ekki hefur bókin verið alkunn, úr því að hann hafði ekki áður haft af henni spurnir. Í Háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn er eina varðveitta eintak bókarinnar, sem hlýtur að vera það sama og hér er nefnt. Aðrar heimildir telja bókina prentaða 1559 en þýðanda Odd Gottskálksson. Passío er elsta bók prentuð á Íslandi, sem enn er varðveitt. Hún var gefin út ljósprentuð í Kaupmannahöfn 1936 með inngangi eftir Jón Helgason sem IV. bindi í ritröðinni Monumenta typographica Islandica.

Ekki eru aðrar heimildir kunnar um prentun á “Postillam epistolicam Corvini” og samkvæmt orðum Árna Magnússonar var hún prentuð fyrri en Passío. Jón Egilsson sagði í Biskupaannálum, að Oddur Gottskálksson hefði þýtt “pistlabókina Corvini” og var hún nefnd meðal bóka sem “urðu ekki prentaðar”.10 Ein bókanna, sem þar er sagt að hafi ekki verið prentuð, var það þó sannanlega. Þess vegna er eðlilegt að skilja fyrrgreind orð svo, að átt hafi verið við að “pistlabókin” hafi ekki verið prentuð að Oddi lifandi, en hann drukknaði vorið 1556. Bókin hefur því líklegast verið prentuð 1557 eða 8.

Guðspjallabók 1562.
Bók þessi er vanalega nefnd Guðspjallabók Ólafs biskups Hjaltasonar. Titill bókarinnar er mjög langur og er upphaf svo: “Þetta er ein bok med collectum, Pistlum, oc Gudzspiollum, j modurmali, j kringum arid a Sunno daga, og allar Hatider”. Hún er varðveitt í einu óheilu eintaki í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn. Ártalið er fengið úr bókaskrá Lúðvíks Harboe, sem átti eintak. Bókin var gefin út ljósprentuð sem IV. bindi í ritröðinni Monumenta typographica Islandica.11 Magnús Már Lárusson benti á að í handritinu Perg. 4:o nr 13 í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi væri heil uppskrift bókarinnar og birti hann textann, sem handritið hefur fram yfir, en þó hefur hluti af síðasta blaðinu verið skorinn af.

Sumir hafa talið að Ólafur hafi látið prenta sálmabók, en hér segir Magnús koma “í ljós af þeim textauppfyllingum, er hér eru prentaðar í fyrsta sinn, að Ólafur biskup vitnar til sálmabókar.”12 Aftur á móti er séra Arngrímur Jónsson ekki viss, að umræddir sálmar séu komnir úr sálmabók, sem Ólafur Hjaltason lét prenta. 13 Er því enn óljóst um tilvist þeirrar bókar og verður ekki að svo stöddu meira um hana sagt.

Justus Jonas 1562.
Lúðvík Harboe biskup átti mikið af gömlum íslenskum bókum sem voru að honum látnum seldar á uppboði árin 1784 og 1785. Í prentaðri uppboðsskrá er meðal bóka í fjögurra blaða broti:
Catechismus þat er bæklingur Christiligs Lærdoms fyre börn og Ungmenni i Kirkiusofnudunum epter Christiligum setninge sem nu tidkast i Christendominum a Latino samsettr og saman skrifadr af Justus Jonas enn a Norrænu utskrifadur af Odde Gottzskalkssyne.
Heimildir telja bókina hafa verið prentaða á Breiðabólstað í Vesturhópi 1562, en ekkert eintak er varðveitt. Ritið gekk undir heitinu ‘Fræðaprédikanir’ eða ‘Predikanir út af fræðum Lutheri’. 14

Fyrir nokkrum árum rakst Stefán Karlsson á tvö skinnblöð í Árnasafni, sem við nánari athugun reyndust vera brot úr uppskrift úr þessari bók. Skrifarann taldi Stefán austfirskan og fleiri handrit kristilegs efnis eru þekkt úr penna hans.15 Þarna er komið brot af texta og traust staðfesting á tilvist prentuðu bókarinnar.

Í brunanum mikla í Kaupmannahöfn haustið 1728 hafa meðal annars brunnið elsta bók prentuð á Íslandi sem sögur fara af og bók prentuð á íslensku á Íslandi, sem var eldri en aðrar bækur sem nú eru varðveittar. Á 20. öld komu í leitirnar blöð úr Breviarium Holense og heimild um aðra bók úr prentsmiðju Jóns Arasonar. Úr prentsmiðju Ólafs Hjaltasonar komu í leitirnar heimild um útgáfu á pistlabók Corvins, lengri texti en áður var kunnur úr Guðspjallabók Ólafs og brot úr texta af Fræðapredikunum Justusar Jónasar. Er ekki rétt að vona, að enn eigi eitthvað meira eftir að koma í leitirnar?

Aftanmálsgreinar.
  1. Páll Eggert Ólason. Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi. I. Rv. 1919. s. 405 og Halldór Hermannsson. Icelandic books of the sixteenth century (1534-1600). Ithaca, NY, 1916. s. 1–2. (Islandica, 9.)
  2. Jón Halldórsson í Hítardal. Biskupasögur. Með viðbæti. II. Rv. 1911–1915. s. 377. Þetta er í ævisögu Brynjólfs biskups Sveinssonar eftir Torfa prófast Jónsson í Gaulverjabæ, sem var viðstaddur kistulagninguna.
  3. Ludvik Harboe. ‘Kurtze Nachricht von der Isländischen Bibel-Historie wobey zugleich von den Uebersetzern der Bibel verschiedenes angeführet wird.’ s. 19. (Dänische Bibliothec oder Sammlung von Alten und Neuen Gelehrten Sachen aus Dännemarck. 8. Kbh. 1746.)
  4. Einar G. Pétursson. ‘Guðbrandur Þorláksson og bókaútgáfa hans.’ Landsbókasafn Íslands. Árbók. Nýr flokkur. 10 (1984 (1986)). s. 6 neðanmáls.
  5. Halldór Hermannsson. ‘Prentsmiðja Jóns Matthíassonar.’ Almanak Ólafs Þorgeirssonar. 36 (1930). s. 27–31, tilvitnun á s. 30. Annað er helst: Halldór Hermannsson: ‘Additions to the Biblographies of Icelandic books of the xvith and xviith Centuries ...’ Bibliographical Notes. Ithaca, NY, 1942. s. 63–65. (Islandica, 29.) Sjá einnig 11. neðanmálsgrein hér á eftir.
  6. Steingrímur Jónsson. ‘Prentaðar bækur.’ Íslensk þjóðmenning. VI. Munnmenntir og bókmenning. Rv. 1989. s. 92–94.
  7. Björn S. Stefánsson. ‘Íslenzkt guðspjallarit Jóns biskups Arasonar.’ Saga. Tímarit Sögufélags. 28 (1990). s. 176–178. Sbr. Íslenzkt fornbréfasafn. XI. Rv. 1915–1925. s. 853.
  8. Jón Halldórsson í Hítardal. Biskupasögur. Með viðbæti. II. Rv. 1911–1915. s. 38.
  9. Árni Magnússon. ‘Bréf Árna Magnússonar til Íslands 1729 og fleiri skjöl hans í Ríkisskjalasafni Dana.’ Birt hefur Jón Margeirsson. Opuscula. V. Kbh. 1975. 158–159. (Bibliotheca Arnamagnæana, XXXI.)
  10. Jón Egilsson. "Biskupa-annálar Jóns Egilssonar," með formála, athugagreinum og fylgiskjölum eptir Jón Sigurðsson. Kbh. 1856. s. 77. (Safn til sögu Íslands og ísl. bókmennta, I.)
  11. Guðspjallabók 1562. Bishop Ólafur Hjaltason's ritual (Breiðabólsstaður, Jón Matthíasson, 1562). Facsimile edition with an introduction in English and Icelandic by Halldór Hermannsson. Kbh. 1933. Í innganginum er allmikið fjallað um upphaf prentlistar á Íslandi almennt, en einnig nokkuð um bókina sjálfa.
  12. Magnús Már Lárusson. ‘Guðspjallabók Ólafs Hjaltasonar.’ Landsbókasafn Íslands. Árbók. 23 (1966 (1967)). s. 214–17.
  13. Arngrímur Jónsson. Fyrstu handbækur presta á Íslandi eftir siðbót. Rv. 1992. s. 160–164.
  14. Halldór Hermannsson. Icelandic books of the sixteenth century (1534-1600). Ithaca, NY, 1916. s. 15–16. (Islandica, 9.) Þaðan er einnig tekin tilvitnunin í bókaskrá Harboe.
  15. Stefán Karlsson. ‘Brot úr barnaprédikunum í þýðingu Odds Gottskálkssonar.’ Landsbókasafn Íslands. Árbók. Nýr flokkur. 15 (1989 (1991)). s. 43–72, sjá einkum 51–53.

Að auki er rétt er að geta einnar nýlegrar bókar um íslenska bókaútgáfu:
  • Böðvar Kvaran. Auðlegð Íslendinga. Brot úr sögu íslenzkrar bókaútgáfu og prentunar frá öndverðu fram á þessa öld. Hið íslenska bókmenntafélag. Rv. 1995.
Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Hver var fyrsti prentarinn á Íslandi?...