Geta vöðvar aukið massa án prótína?Prótín er byggingarefni vöðva en einnig þarf orku til að byggja upp vöðva. Ef einstaklingur er ekki í orkujafnvægi, það er að segja fær of litla næringu og er því í neikvæðu orkujafnvægi, notar líkaminn orkuefni sín, sem eru kolvetni, prótín og fita, til að viðhalda líkamsstarfsemi með niðurbroti líkamsvefja. Ef einstaklingur sem stundar styrktaræfingar til að byggja upp vöðvavef er í orkujafnvægi en borðar engin prótín verður líkaminn að byggja upp vöðvann með því prótíni sem hann geymir bæði í vöðvum og svokölluðu amínósýrusafni (e. amino acid pool). Amínósýrusafnið er heildarmagn amínósýra úr fæðunni og úr endurvinnslu prótína. Auk þess eru í safninu amínósýrur sem líkaminn framleiðir og geymir til þess að hafa ávallt til taks byggingarefni fyrir framleiðslu prótína til að viðhalda vefjum og sinna öðrum hlutverkum sem amínósýrur og prótín hafa í líkamanum. Gera má ráð fyrir að þetta amínósýrusafn hjá heilbrigðum karlmanni sem er 70 kg að þyngd sé um 120 g.
- ^ Nordic Nutrition Recommendations 2012: Integrating nutrition and physical activity. (2014). Nordic Council of Ministers. http://dx.doi.org/10.6027/Nord2014-002. (Sótt 28.10.2022)
- ^ Jäger, R., Kerksick, C.M., Campbell, B.I. o.fl. (2017). International Society of Sports Nutrition Position Stand: Protein and exercise. Journal of the International Society of Sports Nutrition, 14:20. https://doi.org/10.1186/s12970-017-0177-8. (Sótt 28.10.2022).
- ^ Thomas D.T., Erdman K.A., Burke L.M. (2016). Position of the Academy of Nutrition and Dietetics, Dietitians of Canada, and the American College of Sports Medicine: Nutrition and Athletic Performance. Journal of the Academy of Nutrition and Dietetics, 116:501–528. https://doi.org/10.1016/j.jand.2015.12.006 (Sótt 28.10.2022).
- Pixnio.com. (Sótt 28.10.2022).