
Einföld kolvetni eru meðal annars í ávöxtum, mjólkurvörum og öllum matvælum með viðbættum sykri, þar með talið kökum og öðrum sætindum.

Flóknum kolvetnum má skipta í mjölva og trefjar. Kartöflur, hrísgrjón, pasta, brauð og aðrar kornvörur eru ríkar af mjölva. Trefjar fáum við meðal annars úr ávöxtum og grænmeti, hnetum og grófu korni.
- Mynd af ávöxtum og fleiru: Why Low GI is Great For Weight Loss. (Sótt 19.9.2012).
- Mynd af bakkelsi: yet2.com - Tech of the Week Detail. (Sótt 19.9.2012).
- Mynd af korni og fleiru: Foods rich in Carbohydrates | Health Club | Your Portal for Health Information and Lifestyle. (Sótt 19.9.2012).