Á vef Lýðheilsustöðvar segir um sterkju:
Sterkju er að finna í kartöflum og öllum korntegundum. Við fáum því sterkju í brauði, pasta, hrísgrjónum, maískorni, morgunverðarkorni, hafragraut og kornblöndu. Sterkja er æskilegur orkugjafi sem flestir mættu auka í daglegu fæði. Ástæðan er ekki síst sú að með því að auka hlut sterkju minnkar hlutfall fitu í máltíðinni að sama skapi. Það er hollara að borða tvær lítið smurðar brauðsneiðar en eina brauðsneið með þykku lagi af smjöri eða smjörlíki og eins er hollara að minnka heldur kjötskammtinn og auka kartöflurnar eða annað meðlæti heldur en að borða máltíð sem er nánast eingöngu kjöt.Kolvetni eru einn af þremur flokkum efna sem flytja líkamanum orku og geyma hana, og má því kalla orkuefni. Hinir flokkarnir eru fita og prótín. Af þessum flokkum þurfum við hlutfallslega mest af kolvetnum úr fæðunni. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hver eiga hlutföll fitu, kolvetnis og prótíns að vera í ráðlögðum dagskammti matar? er æskilegt að fá 50-60% af orkunni sem við notum úr kolvetnum. Heilinn notar til dæmis nánast eingöngu orku úr kolvetnum til sinna starfa. Mynd:
- The Fat Loss Authority - How to Lose Weight. Sótt 4. 8. 2011.