Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða mat má finna mjölva?

EDS

Mjölvi eða sterkja er svonefnd fjölsykra sem finnst í margs konar kornmeti, baunum, ávöxtum og grænmeti. Kolvetni eða sykrur skiptast í einsykrur, tvísykrur og fjölsykrur. Mjölvi eða sterkja er mikilvægasta fjölsykran.



Mjölvi finnst meðal annars í korni og vörum unnum úr því, baunum, ávöxtum og grænmeti.

Á vef Lýðheilsustöðvar segir um sterkju:
Sterkju er að finna í kartöflum og öllum korntegundum. Við fáum því sterkju í brauði, pasta, hrísgrjónum, maískorni, morgunverðarkorni, hafragraut og kornblöndu.

Sterkja er æskilegur orkugjafi sem flestir mættu auka í daglegu fæði. Ástæðan er ekki síst sú að með því að auka hlut sterkju minnkar hlutfall fitu í máltíðinni að sama skapi. Það er hollara að borða tvær lítið smurðar brauðsneiðar en eina brauðsneið með þykku lagi af smjöri eða smjörlíki og eins er hollara að minnka heldur kjötskammtinn og auka kartöflurnar eða annað meðlæti heldur en að borða máltíð sem er nánast eingöngu kjöt.
Kolvetni eru einn af þremur flokkum efna sem flytja líkamanum orku og geyma hana, og má því kalla orkuefni. Hinir flokkarnir eru fita og prótín. Af þessum flokkum þurfum við hlutfallslega mest af kolvetnum úr fæðunni. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hver eiga hlutföll fitu, kolvetnis og prótíns að vera í ráðlögðum dagskammti matar? er æskilegt að fá 50-60% af orkunni sem við notum úr kolvetnum. Heilinn notar til dæmis nánast eingöngu orku úr kolvetnum til sinna starfa.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

16.8.2011

Spyrjandi

Guðbjörg Guðmundsdóttir

Tilvísun

EDS. „Í hvaða mat má finna mjölva?“ Vísindavefurinn, 16. ágúst 2011, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60250.

EDS. (2011, 16. ágúst). Í hvaða mat má finna mjölva? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60250

EDS. „Í hvaða mat má finna mjölva?“ Vísindavefurinn. 16. ágú. 2011. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60250>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvaða mat má finna mjölva?
Mjölvi eða sterkja er svonefnd fjölsykra sem finnst í margs konar kornmeti, baunum, ávöxtum og grænmeti. Kolvetni eða sykrur skiptast í einsykrur, tvísykrur og fjölsykrur. Mjölvi eða sterkja er mikilvægasta fjölsykran.



Mjölvi finnst meðal annars í korni og vörum unnum úr því, baunum, ávöxtum og grænmeti.

Á vef Lýðheilsustöðvar segir um sterkju:
Sterkju er að finna í kartöflum og öllum korntegundum. Við fáum því sterkju í brauði, pasta, hrísgrjónum, maískorni, morgunverðarkorni, hafragraut og kornblöndu.

Sterkja er æskilegur orkugjafi sem flestir mættu auka í daglegu fæði. Ástæðan er ekki síst sú að með því að auka hlut sterkju minnkar hlutfall fitu í máltíðinni að sama skapi. Það er hollara að borða tvær lítið smurðar brauðsneiðar en eina brauðsneið með þykku lagi af smjöri eða smjörlíki og eins er hollara að minnka heldur kjötskammtinn og auka kartöflurnar eða annað meðlæti heldur en að borða máltíð sem er nánast eingöngu kjöt.
Kolvetni eru einn af þremur flokkum efna sem flytja líkamanum orku og geyma hana, og má því kalla orkuefni. Hinir flokkarnir eru fita og prótín. Af þessum flokkum þurfum við hlutfallslega mest af kolvetnum úr fæðunni. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hver eiga hlutföll fitu, kolvetnis og prótíns að vera í ráðlögðum dagskammti matar? er æskilegt að fá 50-60% af orkunni sem við notum úr kolvetnum. Heilinn notar til dæmis nánast eingöngu orku úr kolvetnum til sinna starfa.

Mynd:...