Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu hátt hlutfall fæðu manns þarf að vera fita?

Bryndís Eva Birgisdóttir

Fita er líkamanum nauðsynleg og hún er mikilvægur hluti af mataræði hvers manns. Manneldismarkmið Íslendinga, sem taka mið af mataræði þjóðarinnar og nýjustu rannsóknum í næringarfræði, telja hæfilegt að fullorðnir fái 25-35% orkunnar úr fitu, og þar af komi ekki meira en 15% orkunnar úr harðri fitu, það er mettuðum og trans-ómettuðum fitusýrum.

Fæði sem er 2000 kkal ætti því að innihalda 56-78 g af fitu og þar af ætti mettuð fita að vera undir 34 g. Hvert gramm af fitu gefur helmingi fleiri hitaeiningar (9 kkal) en hvert gramm af hinum orkuefnunum í mat, kolvetnum (4 kkal) og próteinum (4 kkal), og er fita því góð orkulind.

Avókadó er dæmi um fæðu sem inniheldur mikið af góðri fitu.

Ein af ástæðunum fyrir mikilvægi fitunnar er að í henni er að finna tvær lífsnauðsynlegar fitusýrur; fjölómettuðu fitusýrurnar línólsýra (ómega-6) og alfa-línólensýra (ómega-3). Þessar fitusýrur getur líkaminn ekki myndað sjálfur en úr þeim getur hann myndað aðrar, lengri fitusýrur og önnur mikilvæg líffræðilega virk efni í líkamanum.

Fjölómettaðar fitusýrur eru einnig nauðsynlegar byggingareiningar í frumu- og innanfrumuhimnum og gegna þar mikilvægu hlutverki. Að auki er neysla fitu mikilvæg vegna þess að í fitu eru fituleysanleg vítamín svo sem A-vítamín (sem finnst þó einnig á formi beta-karótens í jurtaríkinu) og D-vítamín, í afurðum úr dýraríkinu og E-vítamín, aðallega í afurðum úr jurtaríkinu. Öll eru þessi vítamín líkamanum nauðsynleg. Það er einnig oft vegna fitunnar og bragðefna sem henni fylgja sem matur bragðast svo vel.

Bæði of mikil og of lítil neysla á fitu getur haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar. Hátt hlutfall fitu í fæði á Norðurlöndum hefur verið sett í samband við offitu, háa tíðni hjarta- og æðasjúkdóma, ýmsar gerðir krabbameins og gallsteina. Skortur á fitu, það er skortur á lífsnauðsynlegum fitusýrum, lýsir sér í áhrifum á húð auk þess sem þá hægist á vexti barna. Sé fita of lítil verður fæðið meira að magni til og það getur verið erfitt að fullnægja orkuþörf og þörf fyrir lífsnauðsynlegar fitusýrur og fituleysanleg vítamín.

Ekki hefur verið hægt að sýna fram á að fæði þar sem minna en 20-25% orkunnar komi úr fitu hafi nokkur sýnileg jákvæð áhrif varðandi forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma. Þvert má móti getur minni fituneysla haft neikvæð áhrif hjá ákveðnum einstaklingum.

Mynd:

Höfundur

doktor í næringarfræði

Útgáfudagur

9.8.2002

Síðast uppfært

8.2.2021

Spyrjandi

Valdimar Másson

Tilvísun

Bryndís Eva Birgisdóttir. „Hversu hátt hlutfall fæðu manns þarf að vera fita?“ Vísindavefurinn, 9. ágúst 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2637.

Bryndís Eva Birgisdóttir. (2002, 9. ágúst). Hversu hátt hlutfall fæðu manns þarf að vera fita? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2637

Bryndís Eva Birgisdóttir. „Hversu hátt hlutfall fæðu manns þarf að vera fita?“ Vísindavefurinn. 9. ágú. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2637>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu hátt hlutfall fæðu manns þarf að vera fita?
Fita er líkamanum nauðsynleg og hún er mikilvægur hluti af mataræði hvers manns. Manneldismarkmið Íslendinga, sem taka mið af mataræði þjóðarinnar og nýjustu rannsóknum í næringarfræði, telja hæfilegt að fullorðnir fái 25-35% orkunnar úr fitu, og þar af komi ekki meira en 15% orkunnar úr harðri fitu, það er mettuðum og trans-ómettuðum fitusýrum.

Fæði sem er 2000 kkal ætti því að innihalda 56-78 g af fitu og þar af ætti mettuð fita að vera undir 34 g. Hvert gramm af fitu gefur helmingi fleiri hitaeiningar (9 kkal) en hvert gramm af hinum orkuefnunum í mat, kolvetnum (4 kkal) og próteinum (4 kkal), og er fita því góð orkulind.

Avókadó er dæmi um fæðu sem inniheldur mikið af góðri fitu.

Ein af ástæðunum fyrir mikilvægi fitunnar er að í henni er að finna tvær lífsnauðsynlegar fitusýrur; fjölómettuðu fitusýrurnar línólsýra (ómega-6) og alfa-línólensýra (ómega-3). Þessar fitusýrur getur líkaminn ekki myndað sjálfur en úr þeim getur hann myndað aðrar, lengri fitusýrur og önnur mikilvæg líffræðilega virk efni í líkamanum.

Fjölómettaðar fitusýrur eru einnig nauðsynlegar byggingareiningar í frumu- og innanfrumuhimnum og gegna þar mikilvægu hlutverki. Að auki er neysla fitu mikilvæg vegna þess að í fitu eru fituleysanleg vítamín svo sem A-vítamín (sem finnst þó einnig á formi beta-karótens í jurtaríkinu) og D-vítamín, í afurðum úr dýraríkinu og E-vítamín, aðallega í afurðum úr jurtaríkinu. Öll eru þessi vítamín líkamanum nauðsynleg. Það er einnig oft vegna fitunnar og bragðefna sem henni fylgja sem matur bragðast svo vel.

Bæði of mikil og of lítil neysla á fitu getur haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar. Hátt hlutfall fitu í fæði á Norðurlöndum hefur verið sett í samband við offitu, háa tíðni hjarta- og æðasjúkdóma, ýmsar gerðir krabbameins og gallsteina. Skortur á fitu, það er skortur á lífsnauðsynlegum fitusýrum, lýsir sér í áhrifum á húð auk þess sem þá hægist á vexti barna. Sé fita of lítil verður fæðið meira að magni til og það getur verið erfitt að fullnægja orkuþörf og þörf fyrir lífsnauðsynlegar fitusýrur og fituleysanleg vítamín.

Ekki hefur verið hægt að sýna fram á að fæði þar sem minna en 20-25% orkunnar komi úr fitu hafi nokkur sýnileg jákvæð áhrif varðandi forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma. Þvert má móti getur minni fituneysla haft neikvæð áhrif hjá ákveðnum einstaklingum.

Mynd:...