Sólin Sólin Rís 07:10 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:50 • Sest 12:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:21 • Síðdegis: 15:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:54 • Síðdegis: 22:05 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:10 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:50 • Sest 12:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:21 • Síðdegis: 15:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:54 • Síðdegis: 22:05 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru gellur og af hverju notum við þetta heiti yfir fiskmeti?

Páll Gunnar Pálsson

Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók[1] hefur orðið gella tvær merkingar, annars vegar kynþokkafull ung kona og hins vegar vöðvi í fiskhaus, notaður til matar. Guðrún Kvaran hefur fjallað um fyrrnefndu gelluna í svari við spurningunni Hvað er átt við þegar sagt er um stelpur að þær séu algjörar gellur? Í þessu svari skoðum við síðarnefndu gelluna, vöðva fisksins.

Það er áhugavert að velta fyrir sér af hverju við notum orðið gellur þegar þær eru víða í nágrannalöndum okkar kallaðar fisktungur enda má segja að þær séu einhvers konar tungur fisksins. Heiti yfir gellur eru meðal annars:[2]

  • íslenska – gellur
  • danska – fisketunger
  • enska – fish tongues
  • þýska – Fischzunge
  • norska – fisketunger
  • sænska – fisketungor
  • hollenska – vistongen
  • ítalska – lingue di pesca
  • spænska – lenguas de pescado (cocochas)
  • portúgalska – linguas de peixe (cocochas)
  • franska – langues de poisson

Í bókunum Íslenskir sjávarhættir er höfundurinn Lúðvík Kristjánsson helst á því að gelluheitið hafi orðið til hjá íslenskum sjómönnum sem stunduðu sjóinn á dönskum þilfarskipum. Lúðvík útskýrir það ekki frekar.

Svona er gellan skorin úr þorskhaus.

Það er svo sem ekki ólíklegt að þetta sé úr dönsku nema hvað gellur heita „fisktunger“ á dönsku. Tálkn fiska heita hins vegar „gæller“ á dönsku sem hljómar ekki ósvipað og gellur.

Gellan er í raun tveir beinlausir vöðvar í fiskhausnum sem eru fastir við hökuna og tengjast svo tungubeini að aftan. Þegar gellan er skorin frá hausnum (sem kallast að gella) fylgir roð sem kallað er gelluroð eða kúaroð.[3] Stundum fylgir hið einkennandi skegg þorsksins með en það kallast pétursskegg eða pétursangi.

Í bókum Lúðvíks Kristjánssonar um íslenska sjávarhætti er svolítið fjallað um gellur. Hann telur að gellun hafi ekki verið mikið stunduð hér á landi fyrr en með tilkomu þilskipanna. Á þessum skipum voru gellurnar aukahlutur skipstjórans og gekk hann því hart eftir að allir hausar væru gellaðir.

Það hefur aukist töluvert í seinni tíð að gella hausa í fiskvinnslufyrirtækjum áður en þeir eru settir í þurrkun. En ferskar eða saltaðar gellur er vinsæll og verðmætur matur á okkar helstu saltfiskmörkuðum.

Léttsaltaðar gellur.

Afar erfitt er að fá ítarlegar upplýsingar um magn útflutnings á gellum þar sem vörulýsingar Hagstofunnar og tollskrárnúmerakerfið býður ekki upp á alvöru greiningu. Vörutegundirnar sem innihalda gellur og kinnar eru eftirfarandi samkvæmt vef Hagstofunnar:

  • fryst þorskfés og þorskkinnar
  • frystar gellur af fiski af þorskaætt
  • frystar gellur af öðrum fiski en þorskættar
  • saltaðar gellur af þorski
  • söltuð þorskfés (gellur og kinnar)
  • saltaðar gellur af öðrum fiski en þorski
  • söltuð fés (gellur og kinnar) af öðrum fiski en þorski.

Árið 2024 var útflutningur gelluafurða í bland við kinnar og fés samtals um 1.200 tonn til samanburðar við 200 tonn af gellu- og kinnaafurðum árið 2002. Aukningin síðustu tvo áratugina er því umtalsverð.

Tilvísanir:
  1. ^ Íslensk nútímamálsorðabók. Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir (ritstj.). Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. https://islenskordabok.arnastofnun.is/ord/15216
  2. ^ Sjá til dæmis Fishdictionary – Fisklexikon 3. Fishbasen.se, https://fiskbasen.se/fishdictionary-fisklexikon-3 og Gellur. Sjávarútvegsmál (PISCES). Íðorðabankinn, https://idordabanki.arnastofnun.is/faersla/404627
  3. ^ Lúðvík Kristjánsson. (1985). Íslenskir sjávarhættir. 4. bindi. Reykjavík, Menningarsjóður, bls 384-5.

Myndir:
  • Páll Gunnar Pálsson


Þessi umfjöllun birtist upphaflega á vefsíðu höfundar Fiskur og kaffi og er hér aðlöguð Vísindavefnum. Myndir eru af sama vef.

Höfundur

Páll Gunnar Pálsson

matvælafræðingur

Útgáfudagur

21.3.2025

Spyrjandi

Sigurður V.

Tilvísun

Páll Gunnar Pálsson. „Hvað eru gellur og af hverju notum við þetta heiti yfir fiskmeti?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2025, sótt 25. mars 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87612.

Páll Gunnar Pálsson. (2025, 21. mars). Hvað eru gellur og af hverju notum við þetta heiti yfir fiskmeti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87612

Páll Gunnar Pálsson. „Hvað eru gellur og af hverju notum við þetta heiti yfir fiskmeti?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2025. Vefsíða. 25. mar. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87612>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru gellur og af hverju notum við þetta heiti yfir fiskmeti?
Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók[1] hefur orðið gella tvær merkingar, annars vegar kynþokkafull ung kona og hins vegar vöðvi í fiskhaus, notaður til matar. Guðrún Kvaran hefur fjallað um fyrrnefndu gelluna í svari við spurningunni Hvað er átt við þegar sagt er um stelpur að þær séu algjörar gellur? Í þessu svari skoðum við síðarnefndu gelluna, vöðva fisksins.

Það er áhugavert að velta fyrir sér af hverju við notum orðið gellur þegar þær eru víða í nágrannalöndum okkar kallaðar fisktungur enda má segja að þær séu einhvers konar tungur fisksins. Heiti yfir gellur eru meðal annars:[2]

  • íslenska – gellur
  • danska – fisketunger
  • enska – fish tongues
  • þýska – Fischzunge
  • norska – fisketunger
  • sænska – fisketungor
  • hollenska – vistongen
  • ítalska – lingue di pesca
  • spænska – lenguas de pescado (cocochas)
  • portúgalska – linguas de peixe (cocochas)
  • franska – langues de poisson

Í bókunum Íslenskir sjávarhættir er höfundurinn Lúðvík Kristjánsson helst á því að gelluheitið hafi orðið til hjá íslenskum sjómönnum sem stunduðu sjóinn á dönskum þilfarskipum. Lúðvík útskýrir það ekki frekar.

Svona er gellan skorin úr þorskhaus.

Það er svo sem ekki ólíklegt að þetta sé úr dönsku nema hvað gellur heita „fisktunger“ á dönsku. Tálkn fiska heita hins vegar „gæller“ á dönsku sem hljómar ekki ósvipað og gellur.

Gellan er í raun tveir beinlausir vöðvar í fiskhausnum sem eru fastir við hökuna og tengjast svo tungubeini að aftan. Þegar gellan er skorin frá hausnum (sem kallast að gella) fylgir roð sem kallað er gelluroð eða kúaroð.[3] Stundum fylgir hið einkennandi skegg þorsksins með en það kallast pétursskegg eða pétursangi.

Í bókum Lúðvíks Kristjánssonar um íslenska sjávarhætti er svolítið fjallað um gellur. Hann telur að gellun hafi ekki verið mikið stunduð hér á landi fyrr en með tilkomu þilskipanna. Á þessum skipum voru gellurnar aukahlutur skipstjórans og gekk hann því hart eftir að allir hausar væru gellaðir.

Það hefur aukist töluvert í seinni tíð að gella hausa í fiskvinnslufyrirtækjum áður en þeir eru settir í þurrkun. En ferskar eða saltaðar gellur er vinsæll og verðmætur matur á okkar helstu saltfiskmörkuðum.

Léttsaltaðar gellur.

Afar erfitt er að fá ítarlegar upplýsingar um magn útflutnings á gellum þar sem vörulýsingar Hagstofunnar og tollskrárnúmerakerfið býður ekki upp á alvöru greiningu. Vörutegundirnar sem innihalda gellur og kinnar eru eftirfarandi samkvæmt vef Hagstofunnar:

  • fryst þorskfés og þorskkinnar
  • frystar gellur af fiski af þorskaætt
  • frystar gellur af öðrum fiski en þorskættar
  • saltaðar gellur af þorski
  • söltuð þorskfés (gellur og kinnar)
  • saltaðar gellur af öðrum fiski en þorski
  • söltuð fés (gellur og kinnar) af öðrum fiski en þorski.

Árið 2024 var útflutningur gelluafurða í bland við kinnar og fés samtals um 1.200 tonn til samanburðar við 200 tonn af gellu- og kinnaafurðum árið 2002. Aukningin síðustu tvo áratugina er því umtalsverð.

Tilvísanir:
  1. ^ Íslensk nútímamálsorðabók. Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir (ritstj.). Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. https://islenskordabok.arnastofnun.is/ord/15216
  2. ^ Sjá til dæmis Fishdictionary – Fisklexikon 3. Fishbasen.se, https://fiskbasen.se/fishdictionary-fisklexikon-3 og Gellur. Sjávarútvegsmál (PISCES). Íðorðabankinn, https://idordabanki.arnastofnun.is/faersla/404627
  3. ^ Lúðvík Kristjánsson. (1985). Íslenskir sjávarhættir. 4. bindi. Reykjavík, Menningarsjóður, bls 384-5.

Myndir:
  • Páll Gunnar Pálsson


Þessi umfjöllun birtist upphaflega á vefsíðu höfundar Fiskur og kaffi og er hér aðlöguð Vísindavefnum. Myndir eru af sama vef....