Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1047 svör fundust
Stunda dýr kynlíf sér til gamans og ánægju eða bara til að fjölga sér?
Lengi vel töldu menn að kynlíf dýra væri einungis tengt hormónastýrðri þörf til æxlunar. Með auknum rannsóknum á ýmsum þáttum í atferli dýra, meðal annars hegðun sem tengist kynlífi, hefur komið í ljós að kynhegðun dýra, og þá sérstaklega spendýra, er mjög fjölbreytileg. Sjálfsfróun og samkynhneigð þekkist til að ...
Hvað er lóðarstokkur?
Upphaflega fékk Vísindavefurinn þessa spurningu um lóðarstokk senda með skemmtilegu bréfi sem hljóðar svona:Faðir minn er nýorðinn vistmaður á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu. Þar er herbergi sem er kallað spjallherbergið. Í þessu herbergi er samsafn af allskonar gömlum hlutum og verkfærum. Eitt af þes...
Hvað eru til svör við mörgum spurningum á Vísindavefnum?
Með þessu svari eru svörin á Vísindavefnum orðin 10.092. Sú tala á reyndar ekki við nema stutta stund því innan tíðar hefur svörunum fjölgað um eitt. Ef þetta svar er lesið einhverjum dögum, vikum, mánuðum eða jafnvel árum eftir að það birtist, er staðan síðan orðin öllt önnur! Svarið við þessari spurning breyt...
Hvað gæti mannkynið gert til þess að draga úr hlýnun jarðar?
Hér er einnig svarað spurningu Hildar Katrínar:Hvernig er hægt að minnka losun koltvísýrings (CO2) út í andrúmsloftið? Mannkynið verður að minnka brennslu kola, olíu og bensíns, sem eykur styrk gróðurhúsalofttegunda. Í þess stað þarf að nýta vatnsorku og jarðhita, og framleiða rafmagn með vindmyllum, sjávarföll...
Hvað er eitt ljósár mörg ár?
Ljósár er sú vegalengd sem ljós ferðast á einu ári og vísar því til vegalengdar. Eitt ár er hins vegar sá tími sem það tekur Jörðina að ganga einn hring í kringum sólina. Hér er því um tvær mismunandi mælieiningar að ræða sem ekki er hægt að bera saman. Önnur mælir vegalengd en hin tíma. Til dæmis vitum við að ...
Eru konur einu dýrin sem fara í gegnum tíðahvörf, hvað með önnur spendýr eins og simpansa?
Með tíðahvörfum er átt við síðustu blæðingar kvenna en áður en þau verða fer að draga úr framleiðslu hormónanna estradíóls og prógesteróns í eggjastokkum. Eftir tíðahvörf hætta blæðingar og slímhimnan í legi og leggöngum rýrnar. Á síðfósturskeiði verða eggfrumur til við meiósuskiptingu og við fæðingu eru meybör...
Hvernig er best að „læra“ eða stunda heimspeki með það að sjónarmiði að ná framúrskarandi árangri?
Þessari spurningu er ekki auðsvarað því það er alls ekki ljóst hvað það er að stunda heimspeki, og enn síður hvaða mælikvarði á árangur er viðeigandi um slíka iðju. Frægasti heimspekingur allra tíma er líklega Sókrates, sem var uppi á árunum 469 til 399 f.Kr. Hann skrifaði ekki neitt um sína daga heldur stunda...
Hver eru helstu fiskimið Íslands?
Fiskveiðilögsaga Íslendinga er um 760 þúsund ferkílómetrar að stærð og þar er að finna marga af stærstu fiskistofnum Norður-Atlantshafsins. Ástæðan fyrir mikilli fiskigegnd hér við land tengist kerfi hafstrauma. Hlýr angi af Golfstraumnum kemur að landinu úr suðvestri og berst um allt hafið suður af landinu. Hann ...
Hver fann upp boltann sem menn nota í fótbolta og hvernig er hann búinn til?
Eins og með svo margt annað er ekki hægt að segja að einhver einn einstaklingur hafi fundið upp fótboltann, það er að segja boltann sjálfan en ekki leikinn. Einhvers konar fótbolti, leikur sem felst í því að tvö lið reyna að sparka, eða ýta á annan hátt, bolta í gagnstæð mörk, hefur verið leikinn öldum saman eins...
Hvernig fór fyrir nunnum og munkum á Íslandi eftir að siðaskiptin áttu sér stað?
Á miðöldum störfuðu hér níu klaustur. Nunnuklaustur voru á Kirkjubæ á Síðu (stofnað 1186) og Reynistað í Skagafirði (stofnað 1295). Munkaklaustrin voru aftur á móti að Þingeyrum (stofnað 1133), Munkaþverá (stofnað 1155), Möðruvöllum í Hörgárdál (stofnað 1296) Þykkvabæ (stofnað 1168), Helgafelli (stofnað 1172 þó í ...
Hver eru helstu einkenni krabbameins í blöðruhálskirtli?
Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein hjá íslenskum körlum. Þetta mein er nú hátt í þriðjungur allra nýgreindra krabbameina hjá körlum á Íslandi. Á árunum 2000-2004 var aldursstaðlað nýgengi þessara æxla 91,4 af 100.000. Krabbamein í blöðruhálskirtli greinist fyrst og fremst hjá eldri karlmönnum; ...
Hvort er betra að sitja við glugga eða gang í flugvél?
Það er mjög einstaklingsbundið hvar fólk óskar helst eftir að sitja í flugvélum og sjálfsagt hefur hver sínar ástæður fyrir því að velja einn stað frekar en annan. Það getur hins vegar skipt máli fyrir heilsuna hvar fólk situr þegar það fer í flug. Rannsóknir benda til að það sé verra fyrir heilsuna að sitja í glu...
Hvernig kom það til að fyrsta Keflavíkurgangan var haldin?
Í október 1957 var samþykkt tillaga hjá Rithöfundafélagi Íslands þess efnis að félagið beitti sér fyrir almennum borgarafundi í Reykjavík til að herða á kröfunni um brottför Bandaríkjahers frá Íslandi. Fundurinn var haldinn í Gamla bíói 8. desember. Þessu var fylgt eftir með stofnun samtakanna „Friðlýst land“ 20. ...
Eru lagkaka, Vínarterta og randalín allt sama kakan?
Einn þáttur í undirbúningi jólanna er jólabaksturinn. Tertur og smákökur eru bakaðar í hrönnum og eflaust á hver fjölskylda sína uppáhaldstegund og sína hefð tengda bakstrinum. Margir baka alltaf lagtertur, bæði hvítar og brúnar, og víða má ganga að þessum tertum vísum í jólaboðum. Einnig eru þær áberandi í kökuhi...
Hvers vegna er stundum sagt að núgildandi stjórnarskrá sé „bútasaumur“?
Þetta orð lýsir því einkenni stjórnarskrárinnar okkar að hún á rætur að rekja til ólíkra tíma og hefur verið endurnýjuð að hluta oftar en einu sinni. Eins hefur henni verið líkt við „stagbætta flík“. En bútasaumur er ekki nauðsynlega neikvætt hugtak eins og allir sem eiga falleg bútasaumsteppi vita. En það þótti e...