Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gæti mannkynið gert til þess að draga úr hlýnun jarðar?

Helgi Björnsson

Hér er einnig svarað spurningu Hildar Katrínar:
Hvernig er hægt að minnka losun koltvísýrings (CO2) út í andrúmsloftið?

Mannkynið verður að minnka brennslu kola, olíu og bensíns, sem eykur styrk gróðurhúsalofttegunda. Í þess stað þarf að nýta vatnsorku og jarðhita, og framleiða rafmagn með vindmyllum, sjávarföllum og sólarsellum sem gleypa í sig sólarljós og breyta því í rafstraum.

Fólk þarf að breyta lífsvenjum sínum, draga úr notkun orku með því að nota minni og sparneytnari bíla, hjóla og ganga milli staða. Forðast ætti að flytja vörur langar leiðir með bílum og flugvélum. Einnig ættum við að borða meira grænmeti vegna þess að það þarf minni orku til að framleiða það en kjöt.

Endurvinna þarf pappír, minnka umbúðir um vörur, flokka sorp og draga úr notkun einnota umbúða úr plasti.

Hjálpa þarf jörðinni að taka upp aukinn koltvísýring úr andrúmsloftinu með því að draga úr eyðingu gróðurs. Vernda þarf regnskóga í hitabeltinu sem taka til sín svo mikið af koltvísýringi úr loftinu að þeir eru oft sagðir vera lungu jarðarinnar. Á Íslandi þyrfti að fylla upp í skurði sem á síðustu öld voru grafnir í mýrar til þess að þurrka land. Í votlendi rotnar gróður ekki og því geymir hann í sér gróðurhúsalofttegundir.

Þó að dregið yrði úr útblæstri koltvísýrings til andrúmsloftsins tæki tvö til fjögur hundruð ár að eyða úr loftinu þeim koltvísýringi sem þegar er þangað kominn af manna völdum. Þess vegna mun halda áfram að hlýna næstu áratugi vegna þeirra breytinga sem þegar eru orðnar í andrúmsloftinu. En því fyrr sem samkomulag næst um að draga úr mengun lofthjúpsins þeim mun minni verður varanleg hlýnun á jörðinni.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndin er úr sömu bók og er eftir Þórarin Má Baldursson. Hvort tveggja er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda.

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

12.12.2016

Spyrjandi

Daníela Karen Bjarnadóttir, Hildur Katrín Óladóttir

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hvað gæti mannkynið gert til þess að draga úr hlýnun jarðar?“ Vísindavefurinn, 12. desember 2016, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52221.

Helgi Björnsson. (2016, 12. desember). Hvað gæti mannkynið gert til þess að draga úr hlýnun jarðar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52221

Helgi Björnsson. „Hvað gæti mannkynið gert til þess að draga úr hlýnun jarðar?“ Vísindavefurinn. 12. des. 2016. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52221>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gæti mannkynið gert til þess að draga úr hlýnun jarðar?
Hér er einnig svarað spurningu Hildar Katrínar:

Hvernig er hægt að minnka losun koltvísýrings (CO2) út í andrúmsloftið?

Mannkynið verður að minnka brennslu kola, olíu og bensíns, sem eykur styrk gróðurhúsalofttegunda. Í þess stað þarf að nýta vatnsorku og jarðhita, og framleiða rafmagn með vindmyllum, sjávarföllum og sólarsellum sem gleypa í sig sólarljós og breyta því í rafstraum.

Fólk þarf að breyta lífsvenjum sínum, draga úr notkun orku með því að nota minni og sparneytnari bíla, hjóla og ganga milli staða. Forðast ætti að flytja vörur langar leiðir með bílum og flugvélum. Einnig ættum við að borða meira grænmeti vegna þess að það þarf minni orku til að framleiða það en kjöt.

Endurvinna þarf pappír, minnka umbúðir um vörur, flokka sorp og draga úr notkun einnota umbúða úr plasti.

Hjálpa þarf jörðinni að taka upp aukinn koltvísýring úr andrúmsloftinu með því að draga úr eyðingu gróðurs. Vernda þarf regnskóga í hitabeltinu sem taka til sín svo mikið af koltvísýringi úr loftinu að þeir eru oft sagðir vera lungu jarðarinnar. Á Íslandi þyrfti að fylla upp í skurði sem á síðustu öld voru grafnir í mýrar til þess að þurrka land. Í votlendi rotnar gróður ekki og því geymir hann í sér gróðurhúsalofttegundir.

Þó að dregið yrði úr útblæstri koltvísýrings til andrúmsloftsins tæki tvö til fjögur hundruð ár að eyða úr loftinu þeim koltvísýringi sem þegar er þangað kominn af manna völdum. Þess vegna mun halda áfram að hlýna næstu áratugi vegna þeirra breytinga sem þegar eru orðnar í andrúmsloftinu. En því fyrr sem samkomulag næst um að draga úr mengun lofthjúpsins þeim mun minni verður varanleg hlýnun á jörðinni.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndin er úr sömu bók og er eftir Þórarin Má Baldursson. Hvort tveggja er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda.

...