Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Jarðhiti er eftir bókstaflegri merkingu orðsins sá hiti í jörðinni sem er umfram þann hita er ríkir við yfirborð jarðar. Menn hafa lengi vitað að hiti fer vaxandi eftir því sem dýpra kemur undir yfirborðið. Fyrirbæri eins og eldgos og heitar lindir hafa alla tíð verið óræk sönnun fyrir þessu. Með aukinni nýtingu jarðhitans á tuttugustu öldinni hefur merking orðsins þrengst nokkuð og er það nú fyrst og fremst notað um það fyrirbæri er heitt vatn og gufa kemur upp úr jörðinni á svokölluðum jarðhitasvæðum. Í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru fjölmörg dæmi um notkun orðsins á síðastliðnum tvö hundruð árum og er elsta dæmið frá lokum 18. aldar.
Forsendur þess að jarðhiti í þessum þrengri skilningi verði til eru að jarðskorpan sé nægilega heit og í henni séu nægar sprungur og vatnsgeng jarðlög til að vatn geti runnið þar um og flutt með sér hitaorku eða varma neðan úr dýpri og heitari jarðlögum til yfirborðs. Þessar aðstæður eru fyrir hendi í eldfjallalöndum eins og á Íslandi þar sem jarðskorpuflekar snertast og myndast, en síður annars staðar. Jarðskjálftar eru og óræk merki þess að jarðskorpan sé að brotna og hreyfast. Í jarðskjálftunum í júní 2000 ýmist víkkuðu eða þrengdust vatnsæðar í jarðskorpunni á Suðurlandi og komu þau áhrif skýrt fram í fjölmörgum borholum á því svæði. Það er því ekki tilviljun að jarðhiti er mikill á helstu jarðskjálftasvæðum landsins.
Guðmundur Pálmason (1928-2004). „Hvað er jarðhiti?“ Vísindavefurinn, 25. september 2002, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2687.
Guðmundur Pálmason (1928-2004). (2002, 25. september). Hvað er jarðhiti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2687
Guðmundur Pálmason (1928-2004). „Hvað er jarðhiti?“ Vísindavefurinn. 25. sep. 2002. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2687>.