Ef við viljum að ákveðinn straumur fari um glerþráð þurfum við miklu meiri spennumun milli enda á þræðinum en ef um koparþráð væri að ræða. Lögmál Ohms segir að spennumunur sem þarf til að senda straum gegnum leiðara sé í réttu hlutfalli við margfeldi straumsins og viðnámsins (mótstöðunnar). Ef við viljum tvöfalda straum í leiðara þurfum við því tvöfalt meiri spennu. Ef við viljum senda sama straum gegnum leiðara með tvöfalt meira viðnám þurfum við líka tvöfalt meiri spennu. Mælieining spennu er volt en mælieining straums er amper. Mynd:
- Science Learning. Sótt 11.11.2011.
Þetta svar birtist áður á vef Verkís og er birt hér með góðfúslegu leyfi.