Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Verða firðir og víkur einhvern tímann virkjuð með því að nota flóð og fjöru?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Þessu er auðvelt að svara á þá leið að sjávarföll hafa þegar verið virkjuð á ýmsum stöðum á jörðinni. Meðal annars er hægt að gera það svipað og spyrjandi hefur í huga, með því að stífla fjarðar- eða ármynni þar sem munur á flóði og fjöru er mikill og láta sjávarfallastrauminn um stífluna knýja rafala svipað og þegar ár eru virkjaðar. Einnig er hægt að velja staði þar sem sjávarfallastraumar eru miklir án þess að hæðarmunur sé að sama skapi umtalsverður. Aflmesta sjávarfallavirkjun heims er við mynni Rance-ár í Frakklandi og skilar hún 240 MW.

Skýringarmynd af sjávarfallavirkjun við ármynni.

Sumir þeirra sem spurt hafa út í þetta virðast hafa Ísland sérstaklega í huga. Aðstæður hér við land eru vissulega sums staðar þannig að sjávarfallavirkjanir kæmu til greina ef ekki væru aðrar orkulindir nærtækari, það er að segja orkan í ánum og jarðhitinn. En vel mætti hugsa sér að einhvern tímann kæmi að því að menn teldu hagkvæmt að virkja sjávarföllin á stöðum sem henta vel til þess.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

5.9.2002

Spyrjandi

Þorsteinn Másson, Kristbjörn H. Gunnarsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Verða firðir og víkur einhvern tímann virkjuð með því að nota flóð og fjöru?“ Vísindavefurinn, 5. september 2002, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1123.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 5. september). Verða firðir og víkur einhvern tímann virkjuð með því að nota flóð og fjöru? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1123

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Verða firðir og víkur einhvern tímann virkjuð með því að nota flóð og fjöru?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2002. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1123>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Verða firðir og víkur einhvern tímann virkjuð með því að nota flóð og fjöru?
Þessu er auðvelt að svara á þá leið að sjávarföll hafa þegar verið virkjuð á ýmsum stöðum á jörðinni. Meðal annars er hægt að gera það svipað og spyrjandi hefur í huga, með því að stífla fjarðar- eða ármynni þar sem munur á flóði og fjöru er mikill og láta sjávarfallastrauminn um stífluna knýja rafala svipað og þegar ár eru virkjaðar. Einnig er hægt að velja staði þar sem sjávarfallastraumar eru miklir án þess að hæðarmunur sé að sama skapi umtalsverður. Aflmesta sjávarfallavirkjun heims er við mynni Rance-ár í Frakklandi og skilar hún 240 MW.

Skýringarmynd af sjávarfallavirkjun við ármynni.

Sumir þeirra sem spurt hafa út í þetta virðast hafa Ísland sérstaklega í huga. Aðstæður hér við land eru vissulega sums staðar þannig að sjávarfallavirkjanir kæmu til greina ef ekki væru aðrar orkulindir nærtækari, það er að segja orkan í ánum og jarðhitinn. En vel mætti hugsa sér að einhvern tímann kæmi að því að menn teldu hagkvæmt að virkja sjávarföllin á stöðum sem henta vel til þess.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund: