Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er mikilvægt að borða grænmeti?

EDS

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er það í matnum sem heldur okkur lifandi? þarf líkaminn nauðsynlega að fá vatn, prótín, kolvetni, fitu, vítamín og steinefni til þess að vaxa, þroskast og viðhalda góðri heilsu. Allt þetta þarf að vera í góðu jafnvægi og þess vegna er mikilvægt að borða holla og fjölbreytta fæðu.

Grænmeti, og reyndar ávextir líka en oft er talað um þetta tvennt saman, er mjög ríkt af vítamínum og steinefnum. Í því er líka að finna mikið af trefjum og mörgum öðrum minna þekktum hollustuefnum. Á hinn bóginn er lítið af hitaeiningum í bæði grænmeti og ávöxtum, sem er kostur, alla vega hér á Vesturlöndum þar sem fólki hættir til að innbyrgða miklu fleiri hitaeiningar en það þarf á að halda.



Það er mjög erfitt að finna rök fyrir því að borða EKKI grænmeti.

Auk þess að sjá okkur fyrir ýmiskonar næringarefnum sem við þurfum til daglegra starfa þá benda rannsóknir til þess að neysla á grænmeti og ávöxtum geti dregið úr líkum á ýmsum sjúkdómum. Til dæmis er mikið af andoxunarefnum í grænmeti og ávöxtum en andoxunarefni búa yfir þeim eiginleikum að hindra myndun skaðlegra sindurefna í frumum líkamans sem talin eru tengjast framgangi ýmissa sjúkdóma.

Rannsóknir benda meðal annars til þess að mikil neysla grænmetis og ávaxta geti dregið úr líkum á krabbameinum. Fyrir flestar tegundir krabbameina er áhættan um það bil helmingi minni í þeim hópi sem borðar mest af grænmeti og ávöxtum borið saman við hópinn sem borðar minnst. Rannsóknir gefa einnig vísibendingu um að neysla grænmetis og ávaxta geti lækkað dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Eins er rífleg neysla grænmetis og ávaxta liður í baráttunni gegn offitu, en offitu geta fylgt ýmis heilsufarsvandamál.

En er ekki bara hægt að taka vítamín, steinefni og öll þessi hollustuefni sem eru í grænmeti og ávöxtum í töfluformi og sleppa því að borða þetta? Líklega gerir það ekki alveg sama gagn því svo virðist sem góð áhrif þeirra efna sem eru í grænmeti og ávöxtum stafi af samsetningu og samspili þeirra frekar en einstökum efnum. Þannig virðast verndandi áhrif af neyslu grænmetis og ávaxta meiri eftir því sem borðað er af meira af mismunandi tegundum.

Áhugasamir ættu að kynna sér nánar heimildirnar sem tilteknar eru hér fyrir neðan, auk þess sem meira efni um grænmeti og ávexti er að finna á vef á vef Lýðheilsustöðvar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.3.2008

Spyrjandi

Hulda Hlíðkvist Þorgeirsdóttir

Tilvísun

EDS. „Af hverju er mikilvægt að borða grænmeti?“ Vísindavefurinn, 3. mars 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7139.

EDS. (2008, 3. mars). Af hverju er mikilvægt að borða grænmeti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7139

EDS. „Af hverju er mikilvægt að borða grænmeti?“ Vísindavefurinn. 3. mar. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7139>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er mikilvægt að borða grænmeti?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er það í matnum sem heldur okkur lifandi? þarf líkaminn nauðsynlega að fá vatn, prótín, kolvetni, fitu, vítamín og steinefni til þess að vaxa, þroskast og viðhalda góðri heilsu. Allt þetta þarf að vera í góðu jafnvægi og þess vegna er mikilvægt að borða holla og fjölbreytta fæðu.

Grænmeti, og reyndar ávextir líka en oft er talað um þetta tvennt saman, er mjög ríkt af vítamínum og steinefnum. Í því er líka að finna mikið af trefjum og mörgum öðrum minna þekktum hollustuefnum. Á hinn bóginn er lítið af hitaeiningum í bæði grænmeti og ávöxtum, sem er kostur, alla vega hér á Vesturlöndum þar sem fólki hættir til að innbyrgða miklu fleiri hitaeiningar en það þarf á að halda.



Það er mjög erfitt að finna rök fyrir því að borða EKKI grænmeti.

Auk þess að sjá okkur fyrir ýmiskonar næringarefnum sem við þurfum til daglegra starfa þá benda rannsóknir til þess að neysla á grænmeti og ávöxtum geti dregið úr líkum á ýmsum sjúkdómum. Til dæmis er mikið af andoxunarefnum í grænmeti og ávöxtum en andoxunarefni búa yfir þeim eiginleikum að hindra myndun skaðlegra sindurefna í frumum líkamans sem talin eru tengjast framgangi ýmissa sjúkdóma.

Rannsóknir benda meðal annars til þess að mikil neysla grænmetis og ávaxta geti dregið úr líkum á krabbameinum. Fyrir flestar tegundir krabbameina er áhættan um það bil helmingi minni í þeim hópi sem borðar mest af grænmeti og ávöxtum borið saman við hópinn sem borðar minnst. Rannsóknir gefa einnig vísibendingu um að neysla grænmetis og ávaxta geti lækkað dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Eins er rífleg neysla grænmetis og ávaxta liður í baráttunni gegn offitu, en offitu geta fylgt ýmis heilsufarsvandamál.

En er ekki bara hægt að taka vítamín, steinefni og öll þessi hollustuefni sem eru í grænmeti og ávöxtum í töfluformi og sleppa því að borða þetta? Líklega gerir það ekki alveg sama gagn því svo virðist sem góð áhrif þeirra efna sem eru í grænmeti og ávöxtum stafi af samsetningu og samspili þeirra frekar en einstökum efnum. Þannig virðast verndandi áhrif af neyslu grænmetis og ávaxta meiri eftir því sem borðað er af meira af mismunandi tegundum.

Áhugasamir ættu að kynna sér nánar heimildirnar sem tilteknar eru hér fyrir neðan, auk þess sem meira efni um grænmeti og ávexti er að finna á vef á vef Lýðheilsustöðvar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....