Paprika er mjög auðug af C-vítamíni.
C-vítamín gegnir hlutverki sem andoxunarefni og er hjálparhvati í ýmsum efnahvörfum í líkamanum, meðal annars við myndun kollagens í bandvef. Auk þess eykur það nýtingu járns úr fæðunni sé þessara efna neytt samtímis. Vægur skortur af C-vítamíni kemur fram sem þreyta, minni mótstaða gegn sýkingum og blóðleysi vegna þess að upptaka á járni er léleg. Skortur á C-vítamíni veldur líka skyrbjúg en það er alvarlegur sjúkdómur og jafnvel lífshættulegur. Honum fylgir til dæmis blæðing í húð, vöðvum og innri líffærum vegna röskunar á myndun kollagens í bandvef. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Er hættulegt að taka of mikið af vítamínum? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Hvert er öflugasta andoxunarefnið? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Hver er lágmarks næringarþörf mannsins? eftir Bryndísi Evu Birgisdóttur
- Íslenskt.is - rauð paprika
- Íslenskt.is - græn paprika
- Lýðheilsustöð - Umfjöllun um einstök næringarefni
- Lýðheilsustöð - Ráðlagðir dagskammtar 2005
- Wikipedia: Vitamin C
Þetta svar er eftir nemanda á námskeiði sem haldið var í júnímánuði 2007 á vegum Háskólaseturs Vestfjarða fyrir ungmenni á aldrinum 12-16 ára.