Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orkan sem býr í vatninu? Þeirri sem er breytt í raforku?

Sólrún Halla Einarsdóttir

Meirihluti raforku þeirrar sem notuð er á Íslandi er framleidd í svokölluðum vatnsaflsvirkjunum.

Hefðbundnar vatnsaflsvirkjanir eru þannig gerðar að stífla er byggð svo að vatn úr einni eða fleiri ám safnast saman í uppistöðulón aftan við stífluna. Úr lóninu liggja göng sem halla niður á við. Vatnið flæðir mjög hratt niður um göngin og snýr túrbínu sem er staðsett í göngunum. Túrbínan er tengd við rafal sem snýst þá einnig og framleiðir þannig rafstraum. Vatnið í uppistöðulóninu hefur ákveðna stöðuorku vegna þess að það er í meiri hæð en túrbínan. Stöðuorkan breytist í hreyfiorku sem snýr túrbínunni og rafallinn umbreytir síðan hreyfiorkunni í raforku.


Smellið til að skoða stærri útgáfu.
Smellið til að skoða stærri útgáfu.

Svarið við spurningunni er því að orkan í vatninu er stöðuorka. Stöðuorka hlutar er orka sem geymd er í hlutnum vegna afstöðu hans miðað við tiltekinn viðmiðunarpunkt og er jöfn vinnunni sem þarf til að koma hlutnum í þessa stöðu frá viðmiðunarpunktinum. Til dæmis er stöðuorka hlutar (E) sem er í ákveðinni hæð yfir jörðu margfeldi hæðarinnar (h), massa hlutarins (m) og þyngdarkrafts (g), E = h*m*g. Stöðuorka vatnsins veltur á hæðarmuninum sem vatnið fellur um og því eru vatnsaflsvirkjanir oftast byggðar þar sem mikið magn vatns fellur niður um allverulegan hæðarmun á litlu svæði, svo sem í fossi.

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Sólrún Halla Einarsdóttir

háskólanemi og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.7.2011

Spyrjandi

Þórdís Pétursdóttir, f. 1992

Tilvísun

Sólrún Halla Einarsdóttir. „Hvaðan kemur orkan sem býr í vatninu? Þeirri sem er breytt í raforku?“ Vísindavefurinn, 4. júlí 2011, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=30836.

Sólrún Halla Einarsdóttir. (2011, 4. júlí). Hvaðan kemur orkan sem býr í vatninu? Þeirri sem er breytt í raforku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=30836

Sólrún Halla Einarsdóttir. „Hvaðan kemur orkan sem býr í vatninu? Þeirri sem er breytt í raforku?“ Vísindavefurinn. 4. júl. 2011. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=30836>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orkan sem býr í vatninu? Þeirri sem er breytt í raforku?
Meirihluti raforku þeirrar sem notuð er á Íslandi er framleidd í svokölluðum vatnsaflsvirkjunum.

Hefðbundnar vatnsaflsvirkjanir eru þannig gerðar að stífla er byggð svo að vatn úr einni eða fleiri ám safnast saman í uppistöðulón aftan við stífluna. Úr lóninu liggja göng sem halla niður á við. Vatnið flæðir mjög hratt niður um göngin og snýr túrbínu sem er staðsett í göngunum. Túrbínan er tengd við rafal sem snýst þá einnig og framleiðir þannig rafstraum. Vatnið í uppistöðulóninu hefur ákveðna stöðuorku vegna þess að það er í meiri hæð en túrbínan. Stöðuorkan breytist í hreyfiorku sem snýr túrbínunni og rafallinn umbreytir síðan hreyfiorkunni í raforku.


Smellið til að skoða stærri útgáfu.
Smellið til að skoða stærri útgáfu.

Svarið við spurningunni er því að orkan í vatninu er stöðuorka. Stöðuorka hlutar er orka sem geymd er í hlutnum vegna afstöðu hans miðað við tiltekinn viðmiðunarpunkt og er jöfn vinnunni sem þarf til að koma hlutnum í þessa stöðu frá viðmiðunarpunktinum. Til dæmis er stöðuorka hlutar (E) sem er í ákveðinni hæð yfir jörðu margfeldi hæðarinnar (h), massa hlutarins (m) og þyngdarkrafts (g), E = h*m*g. Stöðuorka vatnsins veltur á hæðarmuninum sem vatnið fellur um og því eru vatnsaflsvirkjanir oftast byggðar þar sem mikið magn vatns fellur niður um allverulegan hæðarmun á litlu svæði, svo sem í fossi.

Heimild:

Mynd:...