Sambandið á milli krafts og orku í eðlisfræði felst í hugtaki sem kallast vinna. Þegar verkað er með krafti á hlut sem færist ákveðna vegalengd þá er sagt að krafturinn framkvæmi vinnu. Með því að framkvæma vinnu er hægt að breyta orkuinnihaldi hluta. Sem dæmi má nefna óspenntan gorm. Ef krafti er beitt til að teygja á honum um ákveðna vegalengd eykst orka gormsins, hann fær svonefnda spennuorku sem er ein tegund stöðuorku. Það er grundvallarregla í eðlisfræði að öll kerfi leita í orkulægri stöðu. Spennti gormurinn býr yfir umframorku sem hann reynir að losa sig við með því að leita aftur í óspennt ástand. Þegar gormurinn leitar aftur í óbreytt ástand getur hann beitt krafti og framkvæmt vinnu, til dæmis skotið hlut sem festur er við hann í burtu.
Er kraftur sama og orka?
Sambandið á milli krafts og orku í eðlisfræði felst í hugtaki sem kallast vinna. Þegar verkað er með krafti á hlut sem færist ákveðna vegalengd þá er sagt að krafturinn framkvæmi vinnu. Með því að framkvæma vinnu er hægt að breyta orkuinnihaldi hluta. Sem dæmi má nefna óspenntan gorm. Ef krafti er beitt til að teygja á honum um ákveðna vegalengd eykst orka gormsins, hann fær svonefnda spennuorku sem er ein tegund stöðuorku. Það er grundvallarregla í eðlisfræði að öll kerfi leita í orkulægri stöðu. Spennti gormurinn býr yfir umframorku sem hann reynir að losa sig við með því að leita aftur í óspennt ástand. Þegar gormurinn leitar aftur í óbreytt ástand getur hann beitt krafti og framkvæmt vinnu, til dæmis skotið hlut sem festur er við hann í burtu.
Útgáfudagur
17.8.2000
Spyrjandi
Hólmfríður Arnardóttir
Tilvísun
Stefán Ingi Valdimarsson. „Er kraftur sama og orka?“ Vísindavefurinn, 17. ágúst 2000, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=809.
Stefán Ingi Valdimarsson. (2000, 17. ágúst). Er kraftur sama og orka? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=809
Stefán Ingi Valdimarsson. „Er kraftur sama og orka?“ Vísindavefurinn. 17. ágú. 2000. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=809>.