Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er lóðarstokkur?

Heimir G. Hansson

Upphaflega fékk Vísindavefurinn þessa spurningu um lóðarstokk senda með skemmtilegu bréfi sem hljóðar svona:
Faðir minn er nýorðinn vistmaður á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu. Þar er herbergi sem er kallað spjallherbergið. Í þessu herbergi er samsafn af allskonar gömlum hlutum og verkfærum. Eitt af þessum verkfærum er undarlegt tæki sem ég og mínir nánustu getum ekki áttað okkur á hvað er (sjá meðfylgjandi mynd í svarinu). Getur þú áttað þig á þessu?
Af myndinni að dæma er hið „undarlega tæki“ lóðarstokkur.

Lóðarstokkur gekk undir ýmsum nöfnum, meðal annars línustokkur, stokktré og lóðatré. Áhaldið tengist fiskveiðum og einu helsta veiðarfæri Íslendinga í gegnum aldirnar, lóð. Í raun má segja að lóðarstokkur sé eins konar hanki sem veiðarfærið var geymt í. Önglum lóðarinnar var þá krækt um teinana á stokknum og hann síðan hengdur upp og geymdur til næsta sjóróðurs.

Lóðarstokkur var notaður til að geyma veiðarfæri á milli róðra.

Talið er að Íslendingar hafi lært lóðaveiðar af Englendingum á 15. öld, en lóðar er fyrst getið í heimildum árið 1482. Síðan er lítið sem ekkert um hana að finna fyrr en í svokölluðum Marköngladómi árið 1567. Eftir það eru ótal dæmi um lóðaveiðar allt til okkar tíma.

Öfugt við handfærin, sem hér hafa verið notuð við fiskveiðar allt frá landnámi, gat lóðin verið óvöktuð í sjó eftir að hún hafði verið lögð. Aðalhluti lóðarinnar var línan, eða lóðarásinn. Þar voru festir á taumar og var öngull á hverjum taumi. Hvor endi línunnar var festur við reipi sem kallaðist niðurstaða, en hún náði frá dufli sem flaut á sjónum, niður í lóðarstein sem sat á botninum.

Lóðin lögð samkvæmt skýringarmynd úr leiðbeiningarkveri Jóns Sigurðssonar forseta Lítið fiskikver.

Misjafnt var hversu langur tími leið frá því að lóðin var lögð, þar til hún var tekin upp á ný. Það gat verið klukkustund eða tvær, en einnig þekktist að láta hana liggja yfir nótt. Þegar lóðin var tekin upp þurfti að ganga rétt frá henni svo að hún flæktist ekki. Þá kom lóðarstokkurinn í góðar þarfir, en í hann var önglunum krækt þegar lóðin var gerð upp. Svo beið lóðin í stokknum uns tímabært var að beita fyrir næsta róður.

Misjafnt var hvort menn töluðu um veiðarfærið sem lóð eða línu. Á Austurlandi og víða um Norðurland virðist orðið lína ætíð hafa verið algengara, en á Vestfjörðum og við Breiðafjörð var talað um lóð allt fram yfir 1920. Við Faxaflóa lifði lóðarheitið fram um 1885. Einnig var vel þekkt að lóðin gengi undir mismunandi nöfnum eftir því hvaða fiskitegund ætlunin var að veiða. Þannig var talað um þorskalóð, ýsulóð, skötulóð og hákarlalóð. Væri ætlunin hins vegar að veiða lúðu var notuð haukalóð.

Á ýmsum tímum gætti andúðar gegn lóðaveiðum og stundum voru sett við þeim bönn og takmarkanir. Ástæðan var sú að margir töldu þær spilla fyrir hinum hefðbundnu handfæraveiðum, sem lengi vel voru aðalveiðiaðferð Íslendinga. Lóðin sannaði þó ágæti sitt og er notuð enn í dag í lítið breyttri mynd frá því sem var fyrr á öldum. Orðið lína hefur þó nær alfarið leyst orðið lóð af hólmi.

Heimildir og myndir:

  • Lúðvík Kristjánsson: Íslenskir sjávarhættir III.
  • Ýmsir: Byggðasafn Vestfjarða. Safnvísir. 2005. (Skoðað 18.6.2013).
  • Mynd af lóðarstokk: Magnús Skúlason.
  • Mynd af lóðarlagningu: Safnvísir Byggðsafns Vestfjarða, upprunalega er myndin úr leiðbeiningarkveri Jóns Sigurðssonar Lítið fiskikver. (Skoðað 18.6.2013).

Höfundur

sagnfræðingur

Útgáfudagur

28.6.2013

Síðast uppfært

4.10.2023

Spyrjandi

Magnús Skúlason

Tilvísun

Heimir G. Hansson. „Hvað er lóðarstokkur?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2013, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65468.

Heimir G. Hansson. (2013, 28. júní). Hvað er lóðarstokkur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65468

Heimir G. Hansson. „Hvað er lóðarstokkur?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2013. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65468>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er lóðarstokkur?
Upphaflega fékk Vísindavefurinn þessa spurningu um lóðarstokk senda með skemmtilegu bréfi sem hljóðar svona:

Faðir minn er nýorðinn vistmaður á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu. Þar er herbergi sem er kallað spjallherbergið. Í þessu herbergi er samsafn af allskonar gömlum hlutum og verkfærum. Eitt af þessum verkfærum er undarlegt tæki sem ég og mínir nánustu getum ekki áttað okkur á hvað er (sjá meðfylgjandi mynd í svarinu). Getur þú áttað þig á þessu?
Af myndinni að dæma er hið „undarlega tæki“ lóðarstokkur.

Lóðarstokkur gekk undir ýmsum nöfnum, meðal annars línustokkur, stokktré og lóðatré. Áhaldið tengist fiskveiðum og einu helsta veiðarfæri Íslendinga í gegnum aldirnar, lóð. Í raun má segja að lóðarstokkur sé eins konar hanki sem veiðarfærið var geymt í. Önglum lóðarinnar var þá krækt um teinana á stokknum og hann síðan hengdur upp og geymdur til næsta sjóróðurs.

Lóðarstokkur var notaður til að geyma veiðarfæri á milli róðra.

Talið er að Íslendingar hafi lært lóðaveiðar af Englendingum á 15. öld, en lóðar er fyrst getið í heimildum árið 1482. Síðan er lítið sem ekkert um hana að finna fyrr en í svokölluðum Marköngladómi árið 1567. Eftir það eru ótal dæmi um lóðaveiðar allt til okkar tíma.

Öfugt við handfærin, sem hér hafa verið notuð við fiskveiðar allt frá landnámi, gat lóðin verið óvöktuð í sjó eftir að hún hafði verið lögð. Aðalhluti lóðarinnar var línan, eða lóðarásinn. Þar voru festir á taumar og var öngull á hverjum taumi. Hvor endi línunnar var festur við reipi sem kallaðist niðurstaða, en hún náði frá dufli sem flaut á sjónum, niður í lóðarstein sem sat á botninum.

Lóðin lögð samkvæmt skýringarmynd úr leiðbeiningarkveri Jóns Sigurðssonar forseta Lítið fiskikver.

Misjafnt var hversu langur tími leið frá því að lóðin var lögð, þar til hún var tekin upp á ný. Það gat verið klukkustund eða tvær, en einnig þekktist að láta hana liggja yfir nótt. Þegar lóðin var tekin upp þurfti að ganga rétt frá henni svo að hún flæktist ekki. Þá kom lóðarstokkurinn í góðar þarfir, en í hann var önglunum krækt þegar lóðin var gerð upp. Svo beið lóðin í stokknum uns tímabært var að beita fyrir næsta róður.

Misjafnt var hvort menn töluðu um veiðarfærið sem lóð eða línu. Á Austurlandi og víða um Norðurland virðist orðið lína ætíð hafa verið algengara, en á Vestfjörðum og við Breiðafjörð var talað um lóð allt fram yfir 1920. Við Faxaflóa lifði lóðarheitið fram um 1885. Einnig var vel þekkt að lóðin gengi undir mismunandi nöfnum eftir því hvaða fiskitegund ætlunin var að veiða. Þannig var talað um þorskalóð, ýsulóð, skötulóð og hákarlalóð. Væri ætlunin hins vegar að veiða lúðu var notuð haukalóð.

Á ýmsum tímum gætti andúðar gegn lóðaveiðum og stundum voru sett við þeim bönn og takmarkanir. Ástæðan var sú að margir töldu þær spilla fyrir hinum hefðbundnu handfæraveiðum, sem lengi vel voru aðalveiðiaðferð Íslendinga. Lóðin sannaði þó ágæti sitt og er notuð enn í dag í lítið breyttri mynd frá því sem var fyrr á öldum. Orðið lína hefur þó nær alfarið leyst orðið lóð af hólmi.

Heimildir og myndir:

  • Lúðvík Kristjánsson: Íslenskir sjávarhættir III.
  • Ýmsir: Byggðasafn Vestfjarða. Safnvísir. 2005. (Skoðað 18.6.2013).
  • Mynd af lóðarstokk: Magnús Skúlason.
  • Mynd af lóðarlagningu: Safnvísir Byggðsafns Vestfjarða, upprunalega er myndin úr leiðbeiningarkveri Jóns Sigurðssonar Lítið fiskikver. (Skoðað 18.6.2013).
...