Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp boltann sem menn nota í fótbolta og hvernig er hann búinn til?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Eins og með svo margt annað er ekki hægt að segja að einhver einn einstaklingur hafi fundið upp fótboltann, það er að segja boltann sjálfan en ekki leikinn. Einhvers konar fótbolti, leikur sem felst í því að tvö lið reyna að sparka, eða ýta á annan hátt, bolta í gagnstæð mörk, hefur verið leikinn öldum saman eins og lesa má um í svari við spurningunni Hver fann upp fótboltann? Fyrr á tímum var ýmislegt notað sem bolti, til dæmis hauskúpur dýra, efni eða klæði sem vöðlað var saman eða þvagblaðra úr kúm eða svínum, stundum klætt leðri.

Mikil framför var í þróun fótboltans eftir að maður að nafni Charles Goodyear fann upp aðferð við verkun gúmmís sem gerði það teygjanlegt og endingarbetra. Eftir því sem næst verður komist gerði Goodyear fyrsta fótboltann úr gúmmíi sem unnið var á þennan hátt árið 1855. Goodyear-boltann má sjá á myndinni hér til hliðar. Smám saman festust í sessi boltar með gúmmíblöðru klæddir leðri.

Þróun fótboltans hélt áfram, lag eininganna sem boltinn er gerður úr tók breytingum þannig að lögun boltans varð betri og farið var að hafa efni á milli gúmmíblöðrunnar og leðursins til þess að auka styrk og gæði boltans. Gervileður tók við af ekta leðri þar sem það síðarnefnda þótti taka í sig of mikla vætu þegar leikið var í bleytu þannig að boltinn varð þungur og aukin hætta á höfuðmeiðslum þegar skallað var.



Til vinstri er leðurbolti sem notaður var á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936. Til hægri er dæmigerður fótbolti eins og algengastir eru í dag þar sem ytra byrðið er úr gervileðri og skiptist í 32 einingar. Bolti af þessari gerð, kallaður Buckminster Ball eða Buckyball á ensku, kom fyrst á markaðinn í Danmörku á 6. áratugnum.

Í dag eru fótboltar gerðir þannig að ysta lagið er límt utan á efnið sem notað er sem millilag, oftast pólýester eða bómullarblanda. Ódýrari boltar hafa kannski tvöfalt millilag en gæðaboltar fjögur eða fleiri millilög. Að þessu búnu eru einingarnar sem boltinn er gerður úr sniðnar til og gataðar fyrir sauma. Útlit og fjöldi eininga er breytilegt en algengast er að fótbolti sé settur saman úr 32 einingum, 20 sexhyrningum og 12 fimmhyrningum.

Á þessu stigi, áður en boltinn er settur saman, er prentað á einingarnar ef einhver merki eiga að vera á boltanum, til dæmis merki fyrirtækja eða annað. Blaðran í boltanum er búin til úr gúmmíi eða gerviefni sem er hitað og sett í mót sem formar lag þess.

Þá er komið að því að setja boltann saman. Bestu og dýrustu boltarnir eru saumaðir saman í höndum og við það er notaður fimm laga pólýesterþráður. Saumað er frá röngunni og notaðar mismunandi nálar til þess að ganga frá endum þannig að engir „hnútar“ sjáist. Flestir handsaumaðir boltar koma frá Pakistan og getur góður „saumari“ sett saman fjóra bolta á dag. Áður en gengið er frá síðasta saum er boltanum snúið við, blaðran sett í og lokað fyrir þannig að saumurinn sjáist ekki.

Á síðunni Soccer Balls má sjá myndir af því þegar handsaumaður bolti er búinn til.

Boltar sem ekki falla í flokk hágæðabolta eru saumaðir saman í vél en ódýrustu boltarnir eru límdir saman.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Hér er einnig svarað:
  • Hvernig er fótbolti saumaður?
  • Hvernig eru leðurfótboltar saumaðir saman og hvernig er saumurinn endaður?

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.6.2010

Spyrjandi

Alfons Sampsted; f. 1998, Ásta Karen Kristjánsdóttir, Guðmundur Sighvatsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver fann upp boltann sem menn nota í fótbolta og hvernig er hann búinn til?“ Vísindavefurinn, 11. júní 2010, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50566.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2010, 11. júní). Hver fann upp boltann sem menn nota í fótbolta og hvernig er hann búinn til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50566

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver fann upp boltann sem menn nota í fótbolta og hvernig er hann búinn til?“ Vísindavefurinn. 11. jún. 2010. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50566>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp boltann sem menn nota í fótbolta og hvernig er hann búinn til?
Eins og með svo margt annað er ekki hægt að segja að einhver einn einstaklingur hafi fundið upp fótboltann, það er að segja boltann sjálfan en ekki leikinn. Einhvers konar fótbolti, leikur sem felst í því að tvö lið reyna að sparka, eða ýta á annan hátt, bolta í gagnstæð mörk, hefur verið leikinn öldum saman eins og lesa má um í svari við spurningunni Hver fann upp fótboltann? Fyrr á tímum var ýmislegt notað sem bolti, til dæmis hauskúpur dýra, efni eða klæði sem vöðlað var saman eða þvagblaðra úr kúm eða svínum, stundum klætt leðri.

Mikil framför var í þróun fótboltans eftir að maður að nafni Charles Goodyear fann upp aðferð við verkun gúmmís sem gerði það teygjanlegt og endingarbetra. Eftir því sem næst verður komist gerði Goodyear fyrsta fótboltann úr gúmmíi sem unnið var á þennan hátt árið 1855. Goodyear-boltann má sjá á myndinni hér til hliðar. Smám saman festust í sessi boltar með gúmmíblöðru klæddir leðri.

Þróun fótboltans hélt áfram, lag eininganna sem boltinn er gerður úr tók breytingum þannig að lögun boltans varð betri og farið var að hafa efni á milli gúmmíblöðrunnar og leðursins til þess að auka styrk og gæði boltans. Gervileður tók við af ekta leðri þar sem það síðarnefnda þótti taka í sig of mikla vætu þegar leikið var í bleytu þannig að boltinn varð þungur og aukin hætta á höfuðmeiðslum þegar skallað var.



Til vinstri er leðurbolti sem notaður var á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936. Til hægri er dæmigerður fótbolti eins og algengastir eru í dag þar sem ytra byrðið er úr gervileðri og skiptist í 32 einingar. Bolti af þessari gerð, kallaður Buckminster Ball eða Buckyball á ensku, kom fyrst á markaðinn í Danmörku á 6. áratugnum.

Í dag eru fótboltar gerðir þannig að ysta lagið er límt utan á efnið sem notað er sem millilag, oftast pólýester eða bómullarblanda. Ódýrari boltar hafa kannski tvöfalt millilag en gæðaboltar fjögur eða fleiri millilög. Að þessu búnu eru einingarnar sem boltinn er gerður úr sniðnar til og gataðar fyrir sauma. Útlit og fjöldi eininga er breytilegt en algengast er að fótbolti sé settur saman úr 32 einingum, 20 sexhyrningum og 12 fimmhyrningum.

Á þessu stigi, áður en boltinn er settur saman, er prentað á einingarnar ef einhver merki eiga að vera á boltanum, til dæmis merki fyrirtækja eða annað. Blaðran í boltanum er búin til úr gúmmíi eða gerviefni sem er hitað og sett í mót sem formar lag þess.

Þá er komið að því að setja boltann saman. Bestu og dýrustu boltarnir eru saumaðir saman í höndum og við það er notaður fimm laga pólýesterþráður. Saumað er frá röngunni og notaðar mismunandi nálar til þess að ganga frá endum þannig að engir „hnútar“ sjáist. Flestir handsaumaðir boltar koma frá Pakistan og getur góður „saumari“ sett saman fjóra bolta á dag. Áður en gengið er frá síðasta saum er boltanum snúið við, blaðran sett í og lokað fyrir þannig að saumurinn sjáist ekki.

Á síðunni Soccer Balls má sjá myndir af því þegar handsaumaður bolti er búinn til.

Boltar sem ekki falla í flokk hágæðabolta eru saumaðir saman í vél en ódýrustu boltarnir eru límdir saman.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Hér er einnig svarað:
  • Hvernig er fótbolti saumaður?
  • Hvernig eru leðurfótboltar saumaðir saman og hvernig er saumurinn endaður?
...