Við stofnun FIFA voru í sambandinu fulltrúar frá sjö löndum, Frakklandi, Belgíu, Danmörku, Svíþjóð, Spáni, Hollandi og Sviss. Í dag eru 208 knattspyrnusambönd aðilar að FIFA, 46 frá Asíu, 53 frá Afríku, 10 frá Suður-Ameríku, 11 úr Eyjaálfu, 53 frá Evrópu og 35 frá Norður-Ameríku, Mið-Ameríku og Karíbahafinu. Þetta eru 16 fleiri en eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum og þremur fleiri en aðilar Alþjóða ólympíunefndarinnar. Á Vísindavefnum eru fleiri svör um fótbolta, til dæmis:
- Hvað eru mörg fótboltalandslið í heiminum?
- Hver fann upp fótboltann?
- Hvernig er styrkleikalisti FIFA reiknaður út?
- FIFA á Wikipedia
- FIFA.com
- Mynd: Sports Technology
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.