Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er vinsælasta íþrótt í heimi?

Ulrika Andersson

Fótbolti er vinsælasta íþrótt í heimi. Samkvæmt tölum frá FIFA (frá árinu 2000) leika rúmlega 240 milljónir manna um heim allan fótbolta. Það þýðir að einn af hverjum 25 iðka knattspyrnu reglulega. Í dómarastétt knattspyrnunnar eru um 5 milljónir manna.

Knattspyrna er leikin í öllum heimshornum. Ef börn og aðrir sem ekki æfa fótbolta að staðaldri eru ekki talin með eru flestir knattspyrnumenn í Bandaríkjunum, eða alls 18 milljónir. Í Indónesíu eru þeir 10 milljónir, í Mexíkó 7,4 milljónir, í Kína 7,2 milljónir, í Brasilíu 7 milljónir og í Þýskalandi 6,3 milljónir. Um 300.000 fótboltafélög eru starfrækt í heiminum og alls eru til um 1,5 milljón lið.

Um áhorfendatölur er það að segja að á sumum leikvöngum komast rúmlega 100.000 áhorfendur og í sjónvarpi fylgjast milljónir manna með knattspyrnuleikjum. Áætlað er að um einn milljarður manna hafi horft á sjónvarpsútsendingu frá úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sumarið 1998, en það er um fjórðungur af öllum þeim sem hafa tök á að horfa á sjónvarp.



Skoðið einnig svör við eftirfarandi spurningum

Heimildir



Myndir: 2002 FIFA World Cup

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

14.8.2002

Spyrjandi

Hafsteinn Einarsson

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hver er vinsælasta íþrótt í heimi?“ Vísindavefurinn, 14. ágúst 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2646.

Ulrika Andersson. (2002, 14. ágúst). Hver er vinsælasta íþrótt í heimi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2646

Ulrika Andersson. „Hver er vinsælasta íþrótt í heimi?“ Vísindavefurinn. 14. ágú. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2646>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er vinsælasta íþrótt í heimi?
Fótbolti er vinsælasta íþrótt í heimi. Samkvæmt tölum frá FIFA (frá árinu 2000) leika rúmlega 240 milljónir manna um heim allan fótbolta. Það þýðir að einn af hverjum 25 iðka knattspyrnu reglulega. Í dómarastétt knattspyrnunnar eru um 5 milljónir manna.

Knattspyrna er leikin í öllum heimshornum. Ef börn og aðrir sem ekki æfa fótbolta að staðaldri eru ekki talin með eru flestir knattspyrnumenn í Bandaríkjunum, eða alls 18 milljónir. Í Indónesíu eru þeir 10 milljónir, í Mexíkó 7,4 milljónir, í Kína 7,2 milljónir, í Brasilíu 7 milljónir og í Þýskalandi 6,3 milljónir. Um 300.000 fótboltafélög eru starfrækt í heiminum og alls eru til um 1,5 milljón lið.

Um áhorfendatölur er það að segja að á sumum leikvöngum komast rúmlega 100.000 áhorfendur og í sjónvarpi fylgjast milljónir manna með knattspyrnuleikjum. Áætlað er að um einn milljarður manna hafi horft á sjónvarpsútsendingu frá úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sumarið 1998, en það er um fjórðungur af öllum þeim sem hafa tök á að horfa á sjónvarp.



Skoðið einnig svör við eftirfarandi spurningum

Heimildir



Myndir: 2002 FIFA World Cup...