Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er styrkleikalisti FIFA reiknaður út?

JGÞ



Við ákvörðun stiga á styrkleikalista FIFA er tekið tillit til fleiri þátta en aðeins hvort lið sigrar, tapar eða um jafntefli er að ræða. Þeir þættir sem eru metnir inni í stigagjöfina eru eftirfarandi:
  1. Stig fyrir sigur, jafntefli eða tap.
  2. Að viðbættum stigum fyrir mörk skoruð í leik.
  3. Að frádregnum stigum fyrir mörk sem liðið fær á sig.
  4. Að viðbættum aukastigum fyrir gestaliðið.
  5. Margfaldað með ákveðnum stuðli sem lýsir mikilvægi leiksins.
  6. Margfaldað með svonefndum heimsálfustuðli.
1) Lið sem eru neðarlega á styrkleikalistanum geta fengið stig fyrir góðan leik gegn sterkum þjóðum þrátt fyrir að þau tapi. Ef leikir vinnast í vítaspyrnukeppni fær tapliðið stig eins og um jafntefli væri að ræða.

2-3) Til að hvetja til sóknarbolta fást fleiri stig fyrir mörk sem lið skorar en mínusstig fyrir mörk sem lið fær á sig.

4) Gestalið fær alltaf 3 stig.

5) Vináttulandsleikir eru margfaldaðir með 1, leikir í undankeppni heimsmeistarakeppninar eru margfaldaðir með 1,5 og í heimsmeistarakeppni er margfaldað með 2.

6) Stig fyrir leiki við lið í Evrópu og Suður-Ameríku eru margfölduð með 1. Við Asíulið er margfaldað með 0,9, leikir við lið í Mið- og Norður-Ameríku eru margfaldaðir með 0,86 og leikir við lið í Afríku og Eyjaálfu eru margfaldaðir með 0,84.

Fyrir sigurleik fást á bilinu 10-30 stig, eftir því hver andstæðingurinn er. Til að komast í efsta sæti heimslistans ætti þess vegna að vera nóg fyrir Íslendinga, sem nú eru í 53. sæti heimslistans með 544 stig, að sigra 11 sterkustu þjóðir heims á heimsmeistaramóti. Þannig ættum við að ná tæpum 330 stigum og komast upp fyrir heimsmeistara Brasilíu sem eru með 852 stig. Önnur leið er að koma á afar löngu vináttumóti með landsliðum Montserrat og Bútan, sem eru með neðstu liðum á heimslistanum, en þau lið þyrftum við að vinna rúmlega 30 sinnum til að nálgast Brasilíumenn.



Skoðið einnig svar við spurningunniHeimild



Mynd: FIFA World Cup Korea Japan

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.7.2002

Spyrjandi

Eggert Jónsson, f. 1984

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig er styrkleikalisti FIFA reiknaður út?“ Vísindavefurinn, 9. júlí 2002, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2574.

JGÞ. (2002, 9. júlí). Hvernig er styrkleikalisti FIFA reiknaður út? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2574

JGÞ. „Hvernig er styrkleikalisti FIFA reiknaður út?“ Vísindavefurinn. 9. júl. 2002. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2574>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er styrkleikalisti FIFA reiknaður út?


Við ákvörðun stiga á styrkleikalista FIFA er tekið tillit til fleiri þátta en aðeins hvort lið sigrar, tapar eða um jafntefli er að ræða. Þeir þættir sem eru metnir inni í stigagjöfina eru eftirfarandi:
  1. Stig fyrir sigur, jafntefli eða tap.
  2. Að viðbættum stigum fyrir mörk skoruð í leik.
  3. Að frádregnum stigum fyrir mörk sem liðið fær á sig.
  4. Að viðbættum aukastigum fyrir gestaliðið.
  5. Margfaldað með ákveðnum stuðli sem lýsir mikilvægi leiksins.
  6. Margfaldað með svonefndum heimsálfustuðli.
1) Lið sem eru neðarlega á styrkleikalistanum geta fengið stig fyrir góðan leik gegn sterkum þjóðum þrátt fyrir að þau tapi. Ef leikir vinnast í vítaspyrnukeppni fær tapliðið stig eins og um jafntefli væri að ræða.

2-3) Til að hvetja til sóknarbolta fást fleiri stig fyrir mörk sem lið skorar en mínusstig fyrir mörk sem lið fær á sig.

4) Gestalið fær alltaf 3 stig.

5) Vináttulandsleikir eru margfaldaðir með 1, leikir í undankeppni heimsmeistarakeppninar eru margfaldaðir með 1,5 og í heimsmeistarakeppni er margfaldað með 2.

6) Stig fyrir leiki við lið í Evrópu og Suður-Ameríku eru margfölduð með 1. Við Asíulið er margfaldað með 0,9, leikir við lið í Mið- og Norður-Ameríku eru margfaldaðir með 0,86 og leikir við lið í Afríku og Eyjaálfu eru margfaldaðir með 0,84.

Fyrir sigurleik fást á bilinu 10-30 stig, eftir því hver andstæðingurinn er. Til að komast í efsta sæti heimslistans ætti þess vegna að vera nóg fyrir Íslendinga, sem nú eru í 53. sæti heimslistans með 544 stig, að sigra 11 sterkustu þjóðir heims á heimsmeistaramóti. Þannig ættum við að ná tæpum 330 stigum og komast upp fyrir heimsmeistara Brasilíu sem eru með 852 stig. Önnur leið er að koma á afar löngu vináttumóti með landsliðum Montserrat og Bútan, sem eru með neðstu liðum á heimslistanum, en þau lið þyrftum við að vinna rúmlega 30 sinnum til að nálgast Brasilíumenn.



Skoðið einnig svar við spurningunniHeimild



Mynd: FIFA World Cup Korea Japan...