Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Stunda dýr kynlíf sér til gamans og ánægju eða bara til að fjölga sér?

Jón Már Halldórsson

Lengi vel töldu menn að kynlíf dýra væri einungis tengt hormónastýrðri þörf til æxlunar. Með auknum rannsóknum á ýmsum þáttum í atferli dýra, meðal annars hegðun sem tengist kynlífi, hefur komið í ljós að kynhegðun dýra, og þá sérstaklega spendýra, er mjög fjölbreytileg. Sjálfsfróun og samkynhneigð þekkist til að mynda meðal fjölda spendýra og annarra hópa dýra. Samkynhneigð hefur verið skráð eða staðfest hjá um 1.500 tegundum dýra.

Flest spendýr ganga í gegnum fengitíma, það er afmarkaður tími þar sem kvendýrin eru reiðubúin til að makast og ýmislegt við líkama þeirra og/eða atferli gefur karldýrum merki um að þær séu frjóar og vilja æxlast. Þarna eru hormónar að verki og rétt að hafa í huga að flest, ef ekki öll dýr, eru ekki meðvituð um það að mökun leiði til þungunar líkt og við mennirnir vitum ósköp vel, alla vega flest okkar!

En dýr geta stundað kynlíf utan fengitímans og það dregur vissulega úr sannleiksgildi þeirrar gömlu kenningar að dýr makist aðeins til að fjölga sér. Reyndar hefur lengi verið vitað að fyrir utan manninn stunda einstaka aðrar spendýrategundir kynlíf til skemmtunar eða ánægju, svo sem svín, höfrungar og fáeinar tegundir prímata. Ekki er annað að sjá en að þessum tegundum finnist kynlíf gott, líkt og þeim finnst gott að klóra sér eða stunda sjálfsfróun, sem er vissulega ein birtingarmynd kynlífs.

Bonobo-apar eru þekktir fyrir að stunda kynlíf ánægjunnar vegna. Líffræðingar telja að með því styrki þeir tengslin við aðra meðlimi hjarðarinnar.

Bonobo-apar (Pan paniscus) sem eru náskyldir simpönsum (Pan troglodytes), okkar nánustu frændum, eru gott dæmi um dýr sem stunda kynlíf sér til gamans. Rannsóknir á þeim hafa leitt í ljós að þeir taka þátt í ýmiss konar kynlífstengdri hegðun, óháð fengitíma eða frjósemi. Líffræðingar telja þetta vera til að styrkja tengslin við aðra meðlimi hjarðarinnar, en þess má geta að bonobo-apar eru mun friðsælli en hinir stórvöxnu frændur þeirra, simpansarnir.

Síðan er það spurningin um hvort dýr fái fullnægingu. Þær lífeðlisfræðilegu breytingar sem verða við fullnægingu hjá okkur mannfólkinu eiga alveg eins við hjá öðrum spendýrum. Í svari Sóleyjar Bender við spurningunni Hvað er fullnæging? kemur fram að hjá karlmönnum er hægt að greina tvö þrep fullnægingar. Hið fyrra felur í sér að sáðfrumur og sáðvökvi þrýstist inn í þvagrásina en síðara þrepið felst í samdrætti á getnaðarlim, þvagrás og blöðruhálskirtli til þess að koma sáðvökvanum út úr þvagrásinni. Við það verður sáðfall. Slíkt á sér einnig stað hjá öðrum karlkyns spendýrum og því má ætla að þau fái fullnægingu líkt og mennirnir.

Heimildir:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvaða dýrategundir fá fullnægingu og stunda kynlíf sér til gamans og ánægju vegna vellíðunar en ekki bara til að fjölga sér?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.4.2013

Spyrjandi

Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Stunda dýr kynlíf sér til gamans og ánægju eða bara til að fjölga sér?“ Vísindavefurinn, 29. apríl 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64550.

Jón Már Halldórsson. (2013, 29. apríl). Stunda dýr kynlíf sér til gamans og ánægju eða bara til að fjölga sér? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64550

Jón Már Halldórsson. „Stunda dýr kynlíf sér til gamans og ánægju eða bara til að fjölga sér?“ Vísindavefurinn. 29. apr. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64550>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Stunda dýr kynlíf sér til gamans og ánægju eða bara til að fjölga sér?
Lengi vel töldu menn að kynlíf dýra væri einungis tengt hormónastýrðri þörf til æxlunar. Með auknum rannsóknum á ýmsum þáttum í atferli dýra, meðal annars hegðun sem tengist kynlífi, hefur komið í ljós að kynhegðun dýra, og þá sérstaklega spendýra, er mjög fjölbreytileg. Sjálfsfróun og samkynhneigð þekkist til að mynda meðal fjölda spendýra og annarra hópa dýra. Samkynhneigð hefur verið skráð eða staðfest hjá um 1.500 tegundum dýra.

Flest spendýr ganga í gegnum fengitíma, það er afmarkaður tími þar sem kvendýrin eru reiðubúin til að makast og ýmislegt við líkama þeirra og/eða atferli gefur karldýrum merki um að þær séu frjóar og vilja æxlast. Þarna eru hormónar að verki og rétt að hafa í huga að flest, ef ekki öll dýr, eru ekki meðvituð um það að mökun leiði til þungunar líkt og við mennirnir vitum ósköp vel, alla vega flest okkar!

En dýr geta stundað kynlíf utan fengitímans og það dregur vissulega úr sannleiksgildi þeirrar gömlu kenningar að dýr makist aðeins til að fjölga sér. Reyndar hefur lengi verið vitað að fyrir utan manninn stunda einstaka aðrar spendýrategundir kynlíf til skemmtunar eða ánægju, svo sem svín, höfrungar og fáeinar tegundir prímata. Ekki er annað að sjá en að þessum tegundum finnist kynlíf gott, líkt og þeim finnst gott að klóra sér eða stunda sjálfsfróun, sem er vissulega ein birtingarmynd kynlífs.

Bonobo-apar eru þekktir fyrir að stunda kynlíf ánægjunnar vegna. Líffræðingar telja að með því styrki þeir tengslin við aðra meðlimi hjarðarinnar.

Bonobo-apar (Pan paniscus) sem eru náskyldir simpönsum (Pan troglodytes), okkar nánustu frændum, eru gott dæmi um dýr sem stunda kynlíf sér til gamans. Rannsóknir á þeim hafa leitt í ljós að þeir taka þátt í ýmiss konar kynlífstengdri hegðun, óháð fengitíma eða frjósemi. Líffræðingar telja þetta vera til að styrkja tengslin við aðra meðlimi hjarðarinnar, en þess má geta að bonobo-apar eru mun friðsælli en hinir stórvöxnu frændur þeirra, simpansarnir.

Síðan er það spurningin um hvort dýr fái fullnægingu. Þær lífeðlisfræðilegu breytingar sem verða við fullnægingu hjá okkur mannfólkinu eiga alveg eins við hjá öðrum spendýrum. Í svari Sóleyjar Bender við spurningunni Hvað er fullnæging? kemur fram að hjá karlmönnum er hægt að greina tvö þrep fullnægingar. Hið fyrra felur í sér að sáðfrumur og sáðvökvi þrýstist inn í þvagrásina en síðara þrepið felst í samdrætti á getnaðarlim, þvagrás og blöðruhálskirtli til þess að koma sáðvökvanum út úr þvagrásinni. Við það verður sáðfall. Slíkt á sér einnig stað hjá öðrum karlkyns spendýrum og því má ætla að þau fái fullnægingu líkt og mennirnir.

Heimildir:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvaða dýrategundir fá fullnægingu og stunda kynlíf sér til gamans og ánægju vegna vellíðunar en ekki bara til að fjölga sér?
...