Því fer þó fjarri að spendýr séu eini hópur dýra sem fróar sér. Fuglar stunda til að mynda sjálfsfróun. Einhverjir eigendur páfagauka eða gára eða annarra búrfugla hafa eflaust séð fuglana sína nudda þarfaganginn upp við hluti í búrinu. Skjaldbökur gera slíkt hið sama og sjálfsagt finnst þetta hátterni mun víðar í náttúrunni. En hvers vegna stunda dýr sjálfsfróun? Sennilega gera dýrin það einfaldlega af sömu ástæðu og mennirnir, enda liggur þessi þörf djúpt í dýrum, þörfin fyrir æxlun og unaðinn sem leiðir af sjálfsfróun. Heimildir:
- McDonnell, Sue. Spontaneus Erection and Masturbation in Equids. Skoðað 5.10.2011.
- Frans de Waal. Chimpanzee Politics: Power and Sex among Apes. JHU Press. New York. 2004.
- Kiss. Sótt 5.10.2011.