Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til svör við mörgum spurningum á Vísindavefnum?

Ritstjórn Vísindavefsins

Með þessu svari eru svörin á Vísindavefnum orðin 10.092. Sú tala á reyndar ekki við nema stutta stund því innan tíðar hefur svörunum fjölgað um eitt. Ef þetta svar er lesið einhverjum dögum, vikum, mánuðum eða jafnvel árum eftir að það birtist, er staðan síðan orðin öllt önnur!

Svarið við þessari spurning breytist þess vegna á hverjum virkum degi. Í júlí árið 2013 var tíuþúsundasta svarið birt á Vísindavefnum og hafði vefurinn þá verið starfræktur í rétt tæplega þrettán og hálft ár, eða frá 29. janúar 2000. Ef svör væru birt hvern einasta dag ársins gerir þetta að meðaltali tvö svör á dag. Raunin er þó sú að ný svör birtast ekki um helgar nema í undantekningartilfellum og það sama á við um almenna frídaga sem ekki lenda á helgum. Ef helgar og aðrir frídagar eru ekki taldir með gera þetta rétt tæplega 3 svör á dag alla virka daga frá upphafi vefsins. Það finnst okkur býsna gott!

Það er nokkuð misjafnt hversu mörg svör eru birt í hverri viku og hafa nokkrir þættir þar áhrif. Reynslan hefur sýnt að aðsókn að Vísindavefnum fylgir skólaárinu nokkuð vel. Þegar nemendur í skólum landsins fara í sumarfrí, jólafrí og páskafrí minnkar umferð eitthvað um vefinn og færri spurningar berast. Umferðin eykst svo aftur þegar skólastarf hefst að nýju. Þegar frí eru, er þess vegna dregið úr birtingum og jafnvel aðeins birt eitt svar á dag yfir hásumarið, enda er almenn netnotkun landsmanna á þeim árstíma í lágmarki.

Svörin á Vísindavefnum eru komin á annan tug þúsunda. Spurningarnar sem vefnum hafa borist eru þó miklu fleiri.

Annað sem hefur áhrif á hveru mörg svör birtast í hverri viku er umfang starfseminnar, það er að segja hversu margir starfa á hverjum tíma við það að afla svara og ganga frá þeim til birtingar á vefinn. Fastir starfsmenn við Vísindavefinn hafa verið allt frá tveimur upp í fimm en höfundar sem skrifa fyrir vefinn eru vitanlega miklu fleiri. Á sumrin fjölgar yfirleitt nokkuð á skrifstofu Vísindavefsins þegar sumarstarfsmenn taka til starfa. Þau svör sem þá eru unnin eru mörg hver birt næsta haust. Stundum hafa að lágmarki verið birt fimm svör á dag á Vísindavefnum eða tuttugu og fimm á viku, en undanfarin ár hefur viðmiðið verið tvö til þrjú á dag.

Þriðji þátturinn sem hefur áhrif á fjölda svara á dag eða á viku eru sérstök verkefni. Vísindavefurinn hefur til dæmis verið í samstarfi við fjölmarga grunnskóla á landinu í verkefni sem heitir Bekkirnir spyrja. Þá taka nemendur eina kennslustund í að senda inn spurningar sem starfsmenn vefsins keppast svo við að svara samdægurs. Í slíkum tilfellum hafa verið birt yfir tuttugu svör sama daginn. Einnig fer fjöldi birtra svara oft langt upp fyrir vikumeðaltalið þegar Háskóli unga fólksins er starfræktur. Þá fá krakkar á aldrinum 12-16 ára sjálf að glíma við spurningar sem borist hafa vefnum og svörin þeirra eru síðan yfirfarin af starfsfólki Vísindavefsins og birt í sérstökum flokki.

Svo er einnig rétt að taka fram að í raun er engin leið að vita hversu mörgum spurningum hefur verið svarað á Vísindavefnum. Oft spyrja notendur Vísindavefsins spurninga sem ekki er til birt svar við á Vísindavefnum. En svarið er kannski að finna í öðru svari um skylt efni. Þá senda starfsmenn vefsins þeim það svar. Eitt birt svar á vefnum getur stundum svarað nokkrum spurningum. Sem dæmi um þetta má nefna að með svari við spurningunni Hvernig verða frumeindir til? er í raun svarað tíu öðrum spurningum, það sést ef skrunað er neðst í svarið, og svarið við spurningunni Hvað er hnetuofnæmi og er til einhver lækning við því? tekur til sex annarra spurninga líka.

Útgáfudagur

9.10.2013

Spyrjandi

Erna Vala Arnardóttir

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvað eru til svör við mörgum spurningum á Vísindavefnum?“ Vísindavefurinn, 9. október 2013, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63497.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2013, 9. október). Hvað eru til svör við mörgum spurningum á Vísindavefnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63497

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvað eru til svör við mörgum spurningum á Vísindavefnum?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2013. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63497>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til svör við mörgum spurningum á Vísindavefnum?
Með þessu svari eru svörin á Vísindavefnum orðin 10.092. Sú tala á reyndar ekki við nema stutta stund því innan tíðar hefur svörunum fjölgað um eitt. Ef þetta svar er lesið einhverjum dögum, vikum, mánuðum eða jafnvel árum eftir að það birtist, er staðan síðan orðin öllt önnur!

Svarið við þessari spurning breytist þess vegna á hverjum virkum degi. Í júlí árið 2013 var tíuþúsundasta svarið birt á Vísindavefnum og hafði vefurinn þá verið starfræktur í rétt tæplega þrettán og hálft ár, eða frá 29. janúar 2000. Ef svör væru birt hvern einasta dag ársins gerir þetta að meðaltali tvö svör á dag. Raunin er þó sú að ný svör birtast ekki um helgar nema í undantekningartilfellum og það sama á við um almenna frídaga sem ekki lenda á helgum. Ef helgar og aðrir frídagar eru ekki taldir með gera þetta rétt tæplega 3 svör á dag alla virka daga frá upphafi vefsins. Það finnst okkur býsna gott!

Það er nokkuð misjafnt hversu mörg svör eru birt í hverri viku og hafa nokkrir þættir þar áhrif. Reynslan hefur sýnt að aðsókn að Vísindavefnum fylgir skólaárinu nokkuð vel. Þegar nemendur í skólum landsins fara í sumarfrí, jólafrí og páskafrí minnkar umferð eitthvað um vefinn og færri spurningar berast. Umferðin eykst svo aftur þegar skólastarf hefst að nýju. Þegar frí eru, er þess vegna dregið úr birtingum og jafnvel aðeins birt eitt svar á dag yfir hásumarið, enda er almenn netnotkun landsmanna á þeim árstíma í lágmarki.

Svörin á Vísindavefnum eru komin á annan tug þúsunda. Spurningarnar sem vefnum hafa borist eru þó miklu fleiri.

Annað sem hefur áhrif á hveru mörg svör birtast í hverri viku er umfang starfseminnar, það er að segja hversu margir starfa á hverjum tíma við það að afla svara og ganga frá þeim til birtingar á vefinn. Fastir starfsmenn við Vísindavefinn hafa verið allt frá tveimur upp í fimm en höfundar sem skrifa fyrir vefinn eru vitanlega miklu fleiri. Á sumrin fjölgar yfirleitt nokkuð á skrifstofu Vísindavefsins þegar sumarstarfsmenn taka til starfa. Þau svör sem þá eru unnin eru mörg hver birt næsta haust. Stundum hafa að lágmarki verið birt fimm svör á dag á Vísindavefnum eða tuttugu og fimm á viku, en undanfarin ár hefur viðmiðið verið tvö til þrjú á dag.

Þriðji þátturinn sem hefur áhrif á fjölda svara á dag eða á viku eru sérstök verkefni. Vísindavefurinn hefur til dæmis verið í samstarfi við fjölmarga grunnskóla á landinu í verkefni sem heitir Bekkirnir spyrja. Þá taka nemendur eina kennslustund í að senda inn spurningar sem starfsmenn vefsins keppast svo við að svara samdægurs. Í slíkum tilfellum hafa verið birt yfir tuttugu svör sama daginn. Einnig fer fjöldi birtra svara oft langt upp fyrir vikumeðaltalið þegar Háskóli unga fólksins er starfræktur. Þá fá krakkar á aldrinum 12-16 ára sjálf að glíma við spurningar sem borist hafa vefnum og svörin þeirra eru síðan yfirfarin af starfsfólki Vísindavefsins og birt í sérstökum flokki.

Svo er einnig rétt að taka fram að í raun er engin leið að vita hversu mörgum spurningum hefur verið svarað á Vísindavefnum. Oft spyrja notendur Vísindavefsins spurninga sem ekki er til birt svar við á Vísindavefnum. En svarið er kannski að finna í öðru svari um skylt efni. Þá senda starfsmenn vefsins þeim það svar. Eitt birt svar á vefnum getur stundum svarað nokkrum spurningum. Sem dæmi um þetta má nefna að með svari við spurningunni Hvernig verða frumeindir til? er í raun svarað tíu öðrum spurningum, það sést ef skrunað er neðst í svarið, og svarið við spurningunni Hvað er hnetuofnæmi og er til einhver lækning við því? tekur til sex annarra spurninga líka.

...