Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Ljósár er sú vegalengd sem ljós ferðast á einu ári og vísar því til vegalengdar. Eitt ár er hins vegar sá tími sem það tekur Jörðina að ganga einn hring í kringum sólina.

Hér er því um tvær mismunandi mælieiningar að ræða sem ekki er hægt að bera saman. Önnur mælir vegalengd en hin tíma. Til dæmis vitum við að það eru $100$ sentimetrar í $1$ metra þar sem bæði sentimetri og metri mæla lengd. Auk þess vitum við $1$ kílógramm eru $1000$ grömm þar sem bæði kílógramm og gramm mæla þyngd. Aftur á móti er ekki unnt að segja að það séu ákveðið mörg ár í einu ljósiári.

Ljósár er sú vegalengd sem ljós ferðast á einu ári og vísar því til vegalengdar. Til dæmis er sólarljósið einungis 8 mínútur á leiðinni til Jarðar!

Algengast er að nota ljósár þegar rætt er um fjarlægðir til stjarna. Til dæmis er næsta stjarna utan sólkerfisins í rúmlega $4$ ljósára fjarlægð frá Jörðinni eins og lesa má betur um á Stjörnufræðivefnum.

Ljósið ferðast $299.792.458$ metra á sekúndu eða nærri $300.000$ kílómetra á sekúndu. Til samanburðar er brautarhraði Jarðar um sólu um $30$ kílómetrar á sekúndu. Á einu ári ferðast ljósið svo nákvæmlega $9.460.730.472.580.800$ metra sem einnig má rita sem $9,4607\cdot 10^{15}$ metra.

Mjög erfitt er að ímynda sér þá vegalengd sem ljósið ferðast á einu ári en til dæmis er sólarljósið einungis rúmlega 8 mínútur á leiðinni til Jarðar!

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

12.5.2017

Síðast uppfært

7.5.2019

Spyrjandi

Bára Sif Werner, Kolbrún Rósa

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvað er eitt ljósár mörg ár?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73843.

ÍDÞ. (2017, 12. maí). Hvað er eitt ljósár mörg ár? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73843

ÍDÞ. „Hvað er eitt ljósár mörg ár?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73843>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er eitt ljósár mörg ár?
Ljósár er sú vegalengd sem ljós ferðast á einu ári og vísar því til vegalengdar. Eitt ár er hins vegar sá tími sem það tekur Jörðina að ganga einn hring í kringum sólina.

Hér er því um tvær mismunandi mælieiningar að ræða sem ekki er hægt að bera saman. Önnur mælir vegalengd en hin tíma. Til dæmis vitum við að það eru $100$ sentimetrar í $1$ metra þar sem bæði sentimetri og metri mæla lengd. Auk þess vitum við $1$ kílógramm eru $1000$ grömm þar sem bæði kílógramm og gramm mæla þyngd. Aftur á móti er ekki unnt að segja að það séu ákveðið mörg ár í einu ljósiári.

Ljósár er sú vegalengd sem ljós ferðast á einu ári og vísar því til vegalengdar. Til dæmis er sólarljósið einungis 8 mínútur á leiðinni til Jarðar!

Algengast er að nota ljósár þegar rætt er um fjarlægðir til stjarna. Til dæmis er næsta stjarna utan sólkerfisins í rúmlega $4$ ljósára fjarlægð frá Jörðinni eins og lesa má betur um á Stjörnufræðivefnum.

Ljósið ferðast $299.792.458$ metra á sekúndu eða nærri $300.000$ kílómetra á sekúndu. Til samanburðar er brautarhraði Jarðar um sólu um $30$ kílómetrar á sekúndu. Á einu ári ferðast ljósið svo nákvæmlega $9.460.730.472.580.800$ metra sem einnig má rita sem $9,4607\cdot 10^{15}$ metra.

Mjög erfitt er að ímynda sér þá vegalengd sem ljósið ferðast á einu ári en til dæmis er sólarljósið einungis rúmlega 8 mínútur á leiðinni til Jarðar!

Heimildir:

Mynd:...