Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru lagkaka, Vínarterta og randalín allt sama kakan?

Ólöf Margrét Snorradóttir

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Einn þáttur í undirbúningi jólanna er jólabaksturinn. Tertur og smákökur eru bakaðar í hrönnum og eflaust á hver fjölskylda sína uppáhaldstegund og sína hefð tengda bakstrinum. Margir baka alltaf lagtertur, bæði hvítar og brúnar, og víða má ganga að þessum tertum vísum í jólaboðum. Einnig eru þær áberandi í kökuhillum verslana. Ýmis heiti þekkjast á þessum tertum, svo sem vínarterta og randalín.

Eins og nafnið lagkaka eða lagterta bendir til er kakan í nokkrum lögum með sultu á milli, sú hvíta yfirleitt með rabarbarasultu eða sveskjusultu. Á milli laganna í brúnu tertunni er gjarnan sulta og smjörkrem eða eingöngu krem, er það misjafnt eftir hefðum hverrar fjölskyldu. Stundum eru brúnu terturnar jafnvel með mislitu kremi á milli, bleiku og grænu til skiptis.

Lagkakan þekkist einnig undir heitunum hvít lagkaka og brún lagkaka, eða hvít terta og brún terta en það eru ef til vill algengustu heitin. Í Suður-Þingeyjarsýslu og ef til vill víðar, er talað um niðurskorna tertu eða niðurskorna hvíta og niðurskorna brúna. Jafnvel eru heitin stytt niður í hvíta og brúna: „ég er búin að baka hvíta og brúna“.

Lagkaka er ómissandi partur af jólahaldi hjá sumum fjölskyldum.

Mun fleiri heiti virðast vera á hvítu tertunni en þeirri brúnu. Eftirfarandi heiti eru einkum kennd við þá hvítu eftir því sem ég best veit.

Hvít terta með sveskjusultu á milli er oft nefnd sveskjuterta en hins vegar hef ég engar heimildir um rabarbaratertu sem hvíta tertu með rabarbarasultu á milli, það er því ekki alltaf sultan sem ræður heitinu.

Vínarterta er nokkuð algengt heiti og er til í riti frá seinni hluta 19. aldar. Hins vegar er ekki ljóst hver tengsl kökunnar eru við borgina Vín eða hvort nafnið tengist frekar vínarbrauði, en það heiti er fengið úr dönsku. Vínartertan ku vera ómissandi á hátíðum Vestur-Íslendinga þar sem hún tengist Íslandi órjúfanlegum böndum og er það algengasta heiti hennar þar vestra.

Randa, randabrauð, randakaka og randalín eru einnig þekkt heiti lagkökunnar. Augljóst er að orð þessi vísa í útlit kökunnar, þar sem sulta og kaka mynda rendur til skiptis og merkir randa eiginlega ‘hin röndótta’. Í Íslenskri orðsifjabók segir að kökunafnið randalín sé einskonar orðaleikur með hliðsjón af kvenmannsnafninu Randalín og randabrauði. Í fórum Orðabókarinnar er einungis að finna orðið randabrauð og er elsta dæmi þess frá árinu 1966.

Í bókinni Íslensk matarhefð eru nefnd fleiri heiti á lagkökunni en ekkert þeirra er að finna í söfnum Orðabókarinnar. Nöfnin eru þessi: fjögrakökuterta, niðursneidd terta og sveitaterta. Karlmannaterta er sú brúna sums staðar kölluð. Regnbogaterta er lagkaka með mismunandi lit á lögunum og í Flatey heitir sú terta Flateyjarterta.

Í verslunum er hægt að fá lagkökur sem heita meðal annars sveskjubiti, kryddbiti, ömmubiti og jólaterta.

Heimildir og mynd

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Hallgerður Gísladóttir. 1999. Íslensk matarhefð. Mál og menning, Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.
  • Talmálssafn Orðabókar Háskólans.
  • Mynd: Vopnafjörður - Norðausturvegur formlega opnaður. (Sótt 23. 12. 2015).


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

fyrrverandi starfsmaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

24.12.2015

Síðast uppfært

29.9.2021

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ólöf Margrét Snorradóttir. „Eru lagkaka, Vínarterta og randalín allt sama kakan?“ Vísindavefurinn, 24. desember 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71323.

Ólöf Margrét Snorradóttir. (2015, 24. desember). Eru lagkaka, Vínarterta og randalín allt sama kakan? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71323

Ólöf Margrét Snorradóttir. „Eru lagkaka, Vínarterta og randalín allt sama kakan?“ Vísindavefurinn. 24. des. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71323>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru lagkaka, Vínarterta og randalín allt sama kakan?
Einn þáttur í undirbúningi jólanna er jólabaksturinn. Tertur og smákökur eru bakaðar í hrönnum og eflaust á hver fjölskylda sína uppáhaldstegund og sína hefð tengda bakstrinum. Margir baka alltaf lagtertur, bæði hvítar og brúnar, og víða má ganga að þessum tertum vísum í jólaboðum. Einnig eru þær áberandi í kökuhillum verslana. Ýmis heiti þekkjast á þessum tertum, svo sem vínarterta og randalín.

Eins og nafnið lagkaka eða lagterta bendir til er kakan í nokkrum lögum með sultu á milli, sú hvíta yfirleitt með rabarbarasultu eða sveskjusultu. Á milli laganna í brúnu tertunni er gjarnan sulta og smjörkrem eða eingöngu krem, er það misjafnt eftir hefðum hverrar fjölskyldu. Stundum eru brúnu terturnar jafnvel með mislitu kremi á milli, bleiku og grænu til skiptis.

Lagkakan þekkist einnig undir heitunum hvít lagkaka og brún lagkaka, eða hvít terta og brún terta en það eru ef til vill algengustu heitin. Í Suður-Þingeyjarsýslu og ef til vill víðar, er talað um niðurskorna tertu eða niðurskorna hvíta og niðurskorna brúna. Jafnvel eru heitin stytt niður í hvíta og brúna: „ég er búin að baka hvíta og brúna“.

Lagkaka er ómissandi partur af jólahaldi hjá sumum fjölskyldum.

Mun fleiri heiti virðast vera á hvítu tertunni en þeirri brúnu. Eftirfarandi heiti eru einkum kennd við þá hvítu eftir því sem ég best veit.

Hvít terta með sveskjusultu á milli er oft nefnd sveskjuterta en hins vegar hef ég engar heimildir um rabarbaratertu sem hvíta tertu með rabarbarasultu á milli, það er því ekki alltaf sultan sem ræður heitinu.

Vínarterta er nokkuð algengt heiti og er til í riti frá seinni hluta 19. aldar. Hins vegar er ekki ljóst hver tengsl kökunnar eru við borgina Vín eða hvort nafnið tengist frekar vínarbrauði, en það heiti er fengið úr dönsku. Vínartertan ku vera ómissandi á hátíðum Vestur-Íslendinga þar sem hún tengist Íslandi órjúfanlegum böndum og er það algengasta heiti hennar þar vestra.

Randa, randabrauð, randakaka og randalín eru einnig þekkt heiti lagkökunnar. Augljóst er að orð þessi vísa í útlit kökunnar, þar sem sulta og kaka mynda rendur til skiptis og merkir randa eiginlega ‘hin röndótta’. Í Íslenskri orðsifjabók segir að kökunafnið randalín sé einskonar orðaleikur með hliðsjón af kvenmannsnafninu Randalín og randabrauði. Í fórum Orðabókarinnar er einungis að finna orðið randabrauð og er elsta dæmi þess frá árinu 1966.

Í bókinni Íslensk matarhefð eru nefnd fleiri heiti á lagkökunni en ekkert þeirra er að finna í söfnum Orðabókarinnar. Nöfnin eru þessi: fjögrakökuterta, niðursneidd terta og sveitaterta. Karlmannaterta er sú brúna sums staðar kölluð. Regnbogaterta er lagkaka með mismunandi lit á lögunum og í Flatey heitir sú terta Flateyjarterta.

Í verslunum er hægt að fá lagkökur sem heita meðal annars sveskjubiti, kryddbiti, ömmubiti og jólaterta.

Heimildir og mynd

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Hallgerður Gísladóttir. 1999. Íslensk matarhefð. Mál og menning, Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.
  • Talmálssafn Orðabókar Háskólans.
  • Mynd: Vopnafjörður - Norðausturvegur formlega opnaður. (Sótt 23. 12. 2015).


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

...