Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8729 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hvers vegna notum við sætiskerfi og hvaða kosti hefur það umfram önnur talnakerfi?

Einfaldasta leiðin til að rita tölur er að skrá strik fyrir hverja einingu. Betri yfirsýn fæst yfir talninguna ef strikunum er raðað í hneppi, til dæmis fimm strik saman eins og oft er gert í spilamennsku. Rómverskur talnaritháttur er skyldur þessum rithætti, en ef til vill þrepi ofar í þróuninni. Þá táknar b...

category-iconHugvísindi

Getur verið að færri gyðingar hafi dáið í helförinni en talið hefur verið?

Spurningunni má strax svara neitandi. Samdóma álit sagnfræðinga er að um sex milljónir gyðinga hafi verið drepnar í helför seinni heimsstyrjaldarinnar, að vísu ekki allir í útrýmingarbúðum, heldur einnig í beinum átökum eins og í uppreisninni í Varsjárgettóinu og í staðbundnum aftökum utan fangabúða. Einnig eru hé...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað verða lúður gamlar og hve stór var stærsta lúðan sem veiðst hefur?

Lúðan er langlífur fiskur en hún getur að öllum líkindum orðið allt að 35-40 ára. Lúður verða tiltölulega seint kynþroska, hrygnurnar ekki fyrr en um 12 ára aldur og hafa þá náð umtalsverðri stærð eða um 120 til 130 cm. Hængurinn verður kynþroska heldur yngri eða um 8 ára gamall, og er þá um 90 til 110 cm á lengd....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýrategundir hefur maðurinn ofveitt eða ofnýtt þannig að þær hafa dáið út?

Það er hægt að segja með vissu að þær dýrategundir sem hafa orðið aldauða á síðustu öldum hafi dáið út beint eða óbeint vegna athafna mannsins. Helstu orsakir þess að tegundir hafa dáið út undanfarnar aldir tengjast ofveiði og búsvæðaeyðingu, en einnig mikilli röskun á vistkerfum sem hlotist hefur af innflutningi ...

category-iconSálfræði

Hver er Antonio Damásio og hvernig hefur hann rannsakað áhrif tilfinninga á hegðun?

Antonio Damásio fæddist í Portúgal 1944 og starfar nú sem prófessor við taugavísindadeild Suður-Kaliforníuháskóla (University of Southern California) í Bandaríkjunum. Damásio rannsakar taugafræðilegan grunn tilfinninga, meðvitundar, ákvarðanatöku og tengslin þar á milli. Antonio Damásio.Damásio hefur lagt áher...

category-iconLögfræði

Hvaða þýðingu hefur það að haka í reitinn „slysatrygging við heimilisstörf“ á skattframtali?

Þeir sem haka í reitinn „slysatrygging við heimilisstörf“ á skattframtali í byrjun árs teljast slysatryggðir við heimilisstörf. Kveðið er á um slysatryggingu við heimilisstörf í 30. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar. Þar segir að þeir sem stundi heimilisstörf geti tryggt sér rétt til slysabóta við þa...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvaða tilgang hefur það að fjalla um Rómverja fyrir menn á okkar tímum?

Rómverski mælskusnillingurinn og heimspekingurinn Marcus Tullius Cicero] skrifaði á einum stað: „Því að vita ekki hvað gerðist áður en maður fæddist, það er að vera ætíð barn.“ (Orator 120) Og það má til sanns vegar færa en við skulum skoða málið aðeins nánar. Hvers vegna stundum við rannsóknir á Rómaveldi eða for...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er aflatoxín og hefur það einkennandi bragð ef það finnst í matvælum?

Aflatoxín er sveppaeitur (e. mycotoxin). Það er eitt þekktasta og mest rannsakaða sveppaeitrið sem vitað er um í dag. Eitrið er framleitt af myglusveppunum Aspergillus flavus, A. nomius og A. parasiticus. Þessir myglusveppir vaxa við ákveðið hita- og rakastig í matvælum og fóðri. Aflatoxín finnst meðal annars í ko...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur einhver siglt inn í Bermúdaþríhyrninginn og komið þaðan heill á húfi aftur?

Hinn svokallaði Bermúdaþríhyrningur er svæði á Norður-Atlantshafi sem hægt er að afmarka með þríhyrningi sem dreginn er frá Miami í Flórída til Bermúda-eyja og þaðan til Púertó Ríkó. Reyndar eru heimildir ekki allar sammála um hvar mörk svæðisins liggja nákvæmlega, það er stundum talið vera stærra, en þetta er það...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur sjúklingur sem hefur verið svæfður vaknað til meðvitundar og munað eftir aðgerðinni?

Meðvitund í svæfingu (e. intraoperative awareness) er fremur sjaldgæfur fylgikvilli svæfinga. Þá er átt við að sjúklingur komist til meðvitundar í svæfingu vegna aðgerðar og muni eftir því eftirá. Þá man sjúklingurinn til dæmis hljóð eða samtöl sem áttu sér stað meðan á aðgerð stóð eða upplifir tilfinningu um að g...

category-iconFélagsvísindi

Hefur eitthvað breyst í stefnu Bandaríkjanna til Ísraels frá því Obama varð forseti?

Bandaríkin hafa löngum verið helsti bandamaður Ísraels í deilum þess ríkis við nágranna sína. Undir stjórn Baracks Obama hefur samband þessara ríkja veikst nokkuð en áhrif gyðinga í Bandaríkjunum gera það að verkum að ólíklegt er að Bandaríkin hætti alfarið að styðja við Ísraelsríki. Þá hefur neitunarvald Bandarík...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er stál sem hefur litla varmaleiðni notað í potta og pönnur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Af hverju leiðir stál hita hægar heldur en t.d. ál og brass? En er samt talið betri hitaleiðari? Varmaorka er til staðar í málmum á formi sveifluhátta þeirra efna sem málmarnir eru gerðir úr. Sem dæmi má nefna titring atóma, rafeinda og kristals og einnig hljóðbylgjur. ...

category-iconLæknisfræði

Hvaða áhrif hefur COVID-19 á börn og geta hættulegir fylgikvillar komið fram?

Þegar nýr heimsfaraldur skellur á er forgangsatriði að átta sig á hvaða einstaklingsbundnu þættir hafa áhrif á alvarleika sjúkdómsins. Sá einstaklingsbundni þáttur sem virðist skipta mestu máli í COVID-19 er aldur: með hækkandi aldri eykst hættan á alvarlegum veikindum og dauðsföllum. Hins vegar ber að undirstrik...

category-iconLæknisfræði

Hvers konar lyf er favípíravír og hefur það einhver áhrif á COVID-19?

Spyrjandi vildi einnig fá að vita um notkun lyfsins hér á landi: Er eitthvað að frétta af þessum 100 skömmtum af favípíravír sem japönsk stjórnvöld gáfu? Favípíravír (aðallega selt sem sérlyfið Avigan) er veirulyf sem kemur í veg fyrir að sumar veirur geti fjölgað sér í spendýrafrumum. Veirur sem eru næmar ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er grásleppa með sundmaga og hvernig hefur hún aðlagast lífi nálægt yfirborði sjávar?

Þar sem hér er spurt um grásleppu er rétt að taka fram að lengi hefur tíðkast að nota það heiti um kvenkynshrognkelsi (hrygnuna), en karlkynshrognkelsið (hængurinn) gengur undir heitinu rauðmagi. Flestir beinfiskar hafa sundmaga en það er loftfyllt blaðra sem stjórnar því hversu djúpt fiskurinn er í vatninu. Ef...

Fleiri niðurstöður